„Sjokkeruð“ að barnið hafi verið sett út og skilið eftir án athugunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:17 Móðir ellefu ára stúlku er hugsi yfir því að enginn skuli hafa athugað með líðan stúlkunnar sem var ein um borð í Strætó sem sat fastur í fjórar klukkustundir á Hellisheiði í gær. Vísir/Aðsend/Vilhelm Móðir 11 ára stúlku sem sat föst í fjóra klukkutíma á Hellisheiði ásamt öðrum farþegum í Strætó er fegin að stúlkan sé heil á húfi eftir mikla óvissu gærkvöldsins. Hún er þó hugsi yfir því að enginn hafi hugað að stúlkunni sem var auðsýnilega ein síns liðs í Strætó í erfiðum aðstæðum, ekki einu sinni bílstjórinn. Barnið hafi þurft stuðning í ógnvænlegum aðstæðum að sögn móður. Auður Ásbjörnsdóttir er móðir 11 ára stúlku sem er ein af þeim sem lentu í vandræðum upp á heiði í gær. Stúlkan hafði síðastliðna helgi dvalið hjá vinafólki á Selfossi, líkt og hún hafi gert vandræðalaust áður, og var á leið aftur til borgarinnar með Strætó þegar loka þurfti heiðinni. „Við vorum búin að fylgjast með veðrinu en treystum því að Strætó vissi best um að það væri óhætt aðfara og svo frétti ég bara hálftíma eftir að hún lagði af stað að það væri allt stopp og það væri búið að loka heiðinni og að Strætó væri fastur þar og svo tók við ótrúlega margir klukkutímar af óvissu af því að við náðum engu sambandi við Strætó,“ segir Auður. Þjónustusími Strætó er ekki opinn um helgar en þegar nokkuð var liðið á ferðina varð farsími dóttur Auðar rafmagnslaus. „Þá kom náttúrulega pínu „panic“ ástand á foreldrana þegar við náðum ekki í hana lengur og þá settum við inn færslu á Facebook og óskuðum eftir því að fá að vita hvort það væri einhver um borð í þessari rútu þannig að við gætum komist í samband við stelpuna en skömmu eftir að við settum hana inn þá hringdi stelpan en þá var hún komin í Mjódd og hafði bara verið sett út þar og hún þurfti að hnippa í einhvern vegfaranda til að fá lánaðan síma.“ „Sem betur fer þá mundi hún símanúmerið mitt og hafði kjark í að spyrja einhvern ókunnugan og biðja um að fá lánaðan síma og hringdi heim. En þegar við fórum að sækja hana þá sat hún þar ein greyið, við vorum svona svolítið „sjokkeruð“ yfir því líka að barnið hafi bara verið sett út og ekkert verið að fylgjast með því hvort hún væri í öruggum höndum.“ Stúlkan sjálf er „brött“ eftir þessar raunir en foreldrarnir dálítið skelkaðir. „Við erum ennþá að jafna okkur á þessu en sem betur fer vorum við kannski ekki skelfingu lostin því við vissum að hún væri örugg og að hún myndi ekki verða úti uppi á heiði eða eitthvað svoleiðis en það var samt auðvitað andstyggilegt að vita ekki hvort hún væri skelfingu lostin eða hvað hún yrði þarna lengi. Hún var ekki með mat og þessi óvissa var erfið.“ Strætó Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. 19. febrúar 2023 21:44 Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. 19. febrúar 2023 18:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Auður Ásbjörnsdóttir er móðir 11 ára stúlku sem er ein af þeim sem lentu í vandræðum upp á heiði í gær. Stúlkan hafði síðastliðna helgi dvalið hjá vinafólki á Selfossi, líkt og hún hafi gert vandræðalaust áður, og var á leið aftur til borgarinnar með Strætó þegar loka þurfti heiðinni. „Við vorum búin að fylgjast með veðrinu en treystum því að Strætó vissi best um að það væri óhætt aðfara og svo frétti ég bara hálftíma eftir að hún lagði af stað að það væri allt stopp og það væri búið að loka heiðinni og að Strætó væri fastur þar og svo tók við ótrúlega margir klukkutímar af óvissu af því að við náðum engu sambandi við Strætó,“ segir Auður. Þjónustusími Strætó er ekki opinn um helgar en þegar nokkuð var liðið á ferðina varð farsími dóttur Auðar rafmagnslaus. „Þá kom náttúrulega pínu „panic“ ástand á foreldrana þegar við náðum ekki í hana lengur og þá settum við inn færslu á Facebook og óskuðum eftir því að fá að vita hvort það væri einhver um borð í þessari rútu þannig að við gætum komist í samband við stelpuna en skömmu eftir að við settum hana inn þá hringdi stelpan en þá var hún komin í Mjódd og hafði bara verið sett út þar og hún þurfti að hnippa í einhvern vegfaranda til að fá lánaðan síma.“ „Sem betur fer þá mundi hún símanúmerið mitt og hafði kjark í að spyrja einhvern ókunnugan og biðja um að fá lánaðan síma og hringdi heim. En þegar við fórum að sækja hana þá sat hún þar ein greyið, við vorum svona svolítið „sjokkeruð“ yfir því líka að barnið hafi bara verið sett út og ekkert verið að fylgjast með því hvort hún væri í öruggum höndum.“ Stúlkan sjálf er „brött“ eftir þessar raunir en foreldrarnir dálítið skelkaðir. „Við erum ennþá að jafna okkur á þessu en sem betur fer vorum við kannski ekki skelfingu lostin því við vissum að hún væri örugg og að hún myndi ekki verða úti uppi á heiði eða eitthvað svoleiðis en það var samt auðvitað andstyggilegt að vita ekki hvort hún væri skelfingu lostin eða hvað hún yrði þarna lengi. Hún var ekki með mat og þessi óvissa var erfið.“
Strætó Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. 19. febrúar 2023 21:44 Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. 19. febrúar 2023 18:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. 19. febrúar 2023 21:44
Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. 19. febrúar 2023 18:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent