Bollusælkeri hefur smakkað tugi rjómabolla í dag Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. febrúar 2023 20:59 Arnór Björnsson hefur borðað fleiri bollur en flestir í dag. Instagram/Arnór Björnsson Bolludagurinn er í dag og landsmenn eflaust flestir gætt sér á rjómabollu í tilefni dagsins. Fáir hafa þó líklega fagnað deginum jafnákaft og ungur maður í Hafnarfirði. Hann er mikill bollusælkeri og réðst í það verkefni í dag að smakka sem allra flestar bollur. Þegar fréttastofa tók hús á Arnóri Björnssyni um kvöldmatarleytið hafði hann torgað hvorki fleiri né færri en 25 bolludagsbollum. Geri aðrir betur. Af hverju ertu að gera þetta? „Þetta er bara af því að aðal kvöldið er í kvöld. Ég er búinn að vera að dæla í mig bollum af því að mér finnst þetta vera íslensk íslenskur menningararfur, sem ber að upphefja með gagnrýni að mínu mati,“ segir Arnór. Arnór er hvergi af baki dottinn og segir líkamlega heilsu sína vera ágæta. „Ég byrjaði að svitna rjómasvitaperlum áðan en síðan þá er ég bara aðeins búinn að taka göngutúr og svoleiðis og ég er tilbúinn í round tvö, takk.“ Erfitt að gera upp á milli Arnór segir mjög erfitt að gera upp á milli allra þeirra bolla sem hann hefur gætt sér á í dag. „En ég verð að segja að þetta er annaðhvort hindberjabollan hjá Deig eða þetta er klassíkin hjá Sandholt. Þetta eru ótrúleg listaverk sem enginn má láta framhjá sér fara,“ segir hann inntur eftir úrskurði. Arnór hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með vegferðinni. Í hringrás (e. story) sinni hefur hann gefið bollunum umsagnir og einkunnir. Bolludagur Hafnarfjörður Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Þegar fréttastofa tók hús á Arnóri Björnssyni um kvöldmatarleytið hafði hann torgað hvorki fleiri né færri en 25 bolludagsbollum. Geri aðrir betur. Af hverju ertu að gera þetta? „Þetta er bara af því að aðal kvöldið er í kvöld. Ég er búinn að vera að dæla í mig bollum af því að mér finnst þetta vera íslensk íslenskur menningararfur, sem ber að upphefja með gagnrýni að mínu mati,“ segir Arnór. Arnór er hvergi af baki dottinn og segir líkamlega heilsu sína vera ágæta. „Ég byrjaði að svitna rjómasvitaperlum áðan en síðan þá er ég bara aðeins búinn að taka göngutúr og svoleiðis og ég er tilbúinn í round tvö, takk.“ Erfitt að gera upp á milli Arnór segir mjög erfitt að gera upp á milli allra þeirra bolla sem hann hefur gætt sér á í dag. „En ég verð að segja að þetta er annaðhvort hindberjabollan hjá Deig eða þetta er klassíkin hjá Sandholt. Þetta eru ótrúleg listaverk sem enginn má láta framhjá sér fara,“ segir hann inntur eftir úrskurði. Arnór hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með vegferðinni. Í hringrás (e. story) sinni hefur hann gefið bollunum umsagnir og einkunnir.
Bolludagur Hafnarfjörður Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira