Nánast uppselt á ferna tónleika þrátt fyrir engar auglýsingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 17:28 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun halda ferna tónleika í Háskólabíó 10. og 11. mars. Ingó segir 3700 af 4000 miðum selda sem er athyglisvert þar sem tónleikarnir hafa hvergi verið auglýstir. Hann er gífurlega spenntur fyrir tónleikunum þar sem gleði og skemmtun verður allsráðandi að hans sögn. Um er að ræða tvenna tónleika sem fara fram í stóra salnum í Háskólabíó, klukkan 19:30 og 22:00 á föstudags- og laugardagskvöldi. Í samtali við Vísi segir Ingó tónleika sérstaka enda sé þetta í fyrsta sinn sem hann haldi tónleika sjálfur, en hingað til hafi hann aðeins komið fram á hátíðum, böllum og á einkasamkvæmum. Ingó hefur selt miða á tónleikana í gegnum Facebook. Selur miða í gegnum Facebook Ingó segist hafa ákveðið að auglýsa hvergi tónleikana heldur sjá alfarið sjálfur um miðasöluna. Hún hafi gengið vel. Aðeins 300 miðar af 4000 séu nú eftir og stefnir allt í að það verði uppselt. Aðspurður hvernig áhugasamir geti nálgast miða segir Ingó að best sé að senda sér skilaboð á Facebook. Hann geti sent miðana í pósti. Hann segir þó suma hafa komið við hjá sér, náð í miðana og fengið sér kaffibolla. Allur fókus á gleði og skemmtun Ingó hefur ekki komið mikið fram opinberlega síðustu tvö ár eftir að margvíslegar ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni voru settar fram á hendur honum. Hann hefur vísað ásökunum á bug og sagt þær ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ingó hefur, þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið, góða tilfinningu fyrir tónleikunum og segist ekki kvíða neinu. Hann segist ekki hafa orðið var við neina gagnrýni heldur aðeins fengið góð viðbrögð, líkt og miðasalan staðfestir. Hljómsveitin sem verður á sviðinu með Ingó þekkja margir úr þáttunum Í kvöld er gigg sem sýndir voru á Stöð 2. „Fernir tónleikar, flott hljómsveit, flottur salur. Þetta verður gleði og skemmtun og allur fókus á það og ekkert annað,“ segir Ingó. Mál Ingólfs Þórarinssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Um er að ræða tvenna tónleika sem fara fram í stóra salnum í Háskólabíó, klukkan 19:30 og 22:00 á föstudags- og laugardagskvöldi. Í samtali við Vísi segir Ingó tónleika sérstaka enda sé þetta í fyrsta sinn sem hann haldi tónleika sjálfur, en hingað til hafi hann aðeins komið fram á hátíðum, böllum og á einkasamkvæmum. Ingó hefur selt miða á tónleikana í gegnum Facebook. Selur miða í gegnum Facebook Ingó segist hafa ákveðið að auglýsa hvergi tónleikana heldur sjá alfarið sjálfur um miðasöluna. Hún hafi gengið vel. Aðeins 300 miðar af 4000 séu nú eftir og stefnir allt í að það verði uppselt. Aðspurður hvernig áhugasamir geti nálgast miða segir Ingó að best sé að senda sér skilaboð á Facebook. Hann geti sent miðana í pósti. Hann segir þó suma hafa komið við hjá sér, náð í miðana og fengið sér kaffibolla. Allur fókus á gleði og skemmtun Ingó hefur ekki komið mikið fram opinberlega síðustu tvö ár eftir að margvíslegar ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni voru settar fram á hendur honum. Hann hefur vísað ásökunum á bug og sagt þær ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ingó hefur, þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið, góða tilfinningu fyrir tónleikunum og segist ekki kvíða neinu. Hann segist ekki hafa orðið var við neina gagnrýni heldur aðeins fengið góð viðbrögð, líkt og miðasalan staðfestir. Hljómsveitin sem verður á sviðinu með Ingó þekkja margir úr þáttunum Í kvöld er gigg sem sýndir voru á Stöð 2. „Fernir tónleikar, flott hljómsveit, flottur salur. Þetta verður gleði og skemmtun og allur fókus á það og ekkert annað,“ segir Ingó.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira