Bræður uppgötvuðu hvor annan á níræðisaldri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 22:02 Það tók bræðurna ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Facebook Röð tilviljana leiddi til þess að tveir bræður, sem höfðu ekki hugmynd um tilvist hvors annars, voru loksins sameinaðir á níræðisaldri. Hinn 87 ára gamli Allen Swinbank fæddist árið 1935. Faðir hans, John Spence-Swinbank, yfirgaf móður Allen þegar Allen var rúmlega sex mánaða. „Við töluðum aldrei um pabba minn af því af mamma mín hataði hann,“ segir Allen í samtali við Mirror. Þegar Allen var 26 ára gamall hitti hann föður sinn í fyrsta skipti. Faðir hans minntist hins vegar aldrei á það að Allen ætti bróður. Var sagt að pabbi hans hefði dáið í stríði Fyrir nokkrum vikum fékk Allen símtal frá ungri konu sem hann þekkti ekkert. Konan sem um ræðir heitir Natasha og hafði um töluvert skeið verið að kanna sögu fjölskyldu sinnar. „Ég held að afi minn sé skyldur þér,“ tjáði hún Allen. Í kjölfarið fékk Allen að vita að hann ætti hálfbróður að nafni John Robson sem er tveimur árum yngri en hann. John ólst upp hjá afa sínum og frænkum í bænum Bridlington í norðuasturhluta Englands. Honum var tjáð í æsku að faðir hans hefði látist í stríðinu. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans, og Allen, lést árið 1980, 68 ára gamall að aldri. Hann hafði áður verið í hernum og vann seinustu árin sem vagnstjóri. Draumur sem rættist Allen býr í Frazerburgh í Skotlandi. Í kjölfar símtalsins óvænta ferðaðist hann alla leið til Goole í Englandi til að hitta bróður sinn. Það tók þá tvo ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Báðir eiga þeir barnabarnabörn og báðir elska þeir mótorhjól. „Við féllumst í faðma og það runnu nokkur tár niður kinnarnar. Það var merkilegt að þetta skyldi hafa gerst, vegna þess að undanfarin ár hef ég einmitt svo oft leitt hugann að því hvað það væri gaman að eiga bróður eða systur til að geta deilt hlutunum með,“ segir Allen. Þá segir John að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvað Allen og faðir þeirra eru líkir í útliti. „Nágranni Allen spurði mig hvort ég væri bróðir hans og þegar ég játaði sagði hún að sig hefði grunað það, þar sem ég væri svo líkur honum. Það var dásamlegt að heyra það. Við tveir eigum margt eftir órætt. Þetta er draumur sem varð að veruleika.“ England Skotland Bretland Ástin og lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Hinn 87 ára gamli Allen Swinbank fæddist árið 1935. Faðir hans, John Spence-Swinbank, yfirgaf móður Allen þegar Allen var rúmlega sex mánaða. „Við töluðum aldrei um pabba minn af því af mamma mín hataði hann,“ segir Allen í samtali við Mirror. Þegar Allen var 26 ára gamall hitti hann föður sinn í fyrsta skipti. Faðir hans minntist hins vegar aldrei á það að Allen ætti bróður. Var sagt að pabbi hans hefði dáið í stríði Fyrir nokkrum vikum fékk Allen símtal frá ungri konu sem hann þekkti ekkert. Konan sem um ræðir heitir Natasha og hafði um töluvert skeið verið að kanna sögu fjölskyldu sinnar. „Ég held að afi minn sé skyldur þér,“ tjáði hún Allen. Í kjölfarið fékk Allen að vita að hann ætti hálfbróður að nafni John Robson sem er tveimur árum yngri en hann. John ólst upp hjá afa sínum og frænkum í bænum Bridlington í norðuasturhluta Englands. Honum var tjáð í æsku að faðir hans hefði látist í stríðinu. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans, og Allen, lést árið 1980, 68 ára gamall að aldri. Hann hafði áður verið í hernum og vann seinustu árin sem vagnstjóri. Draumur sem rættist Allen býr í Frazerburgh í Skotlandi. Í kjölfar símtalsins óvænta ferðaðist hann alla leið til Goole í Englandi til að hitta bróður sinn. Það tók þá tvo ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Báðir eiga þeir barnabarnabörn og báðir elska þeir mótorhjól. „Við féllumst í faðma og það runnu nokkur tár niður kinnarnar. Það var merkilegt að þetta skyldi hafa gerst, vegna þess að undanfarin ár hef ég einmitt svo oft leitt hugann að því hvað það væri gaman að eiga bróður eða systur til að geta deilt hlutunum með,“ segir Allen. Þá segir John að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvað Allen og faðir þeirra eru líkir í útliti. „Nágranni Allen spurði mig hvort ég væri bróðir hans og þegar ég játaði sagði hún að sig hefði grunað það, þar sem ég væri svo líkur honum. Það var dásamlegt að heyra það. Við tveir eigum margt eftir órætt. Þetta er draumur sem varð að veruleika.“
England Skotland Bretland Ástin og lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira