Xbox Game Pass kemur til Íslands Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2023 11:47 Xbox Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. Íslendingar hafa nú fengið aðgang að prufuáskrift að leikjapassa Microsoft, sem á ensku kallast PC Game Pass, og veitir þeim aðgang að miklum fjölda tölvuleikja í áskrift í gegnum PC tölvur. Game Pass nýtur töluverðra vinsælda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Verið er að opna á prufuáskriftina í um fjörutíu nýjum löndum í dag en til stendur að opna á aðgengi að Game Pass í þessum löndum á næstu mánuði. Með áskrift fá áskrifendur PC Game Pass Preview aðgang að fjölda leikja Microsoft, Xbox, Bethesda og annarra fyrirtækja auk EA Play áskriftar. Sífellt er verið að bæta nýjum leikjum við. Íslendingar geta byrjað á PC Game Pass Preview með því að sækja forrit sem heitir Xbox Insider Hub og skrá sig. Þá fá þeir aðgang að PC Game Pass Preview, sem er á sérstöku tilboðsverði fyrsta mánuðinn, samkvæmt tilkynningu. Game Pass hefur spilað rullu í tilraun forsvarsmanna Microsoft til að kaupa leikjarisann Activision Blizzard. Yfirvöld víðsvegar um heim telja að samrunni fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Microsoft í desember með því markmiði að stöðva samrunann. Var þá sérstaklega vísað til sífellt aukinna vinsælda Xbox Game Pass. Leikjavísir Microsoft Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Íslendingar hafa nú fengið aðgang að prufuáskrift að leikjapassa Microsoft, sem á ensku kallast PC Game Pass, og veitir þeim aðgang að miklum fjölda tölvuleikja í áskrift í gegnum PC tölvur. Game Pass nýtur töluverðra vinsælda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Verið er að opna á prufuáskriftina í um fjörutíu nýjum löndum í dag en til stendur að opna á aðgengi að Game Pass í þessum löndum á næstu mánuði. Með áskrift fá áskrifendur PC Game Pass Preview aðgang að fjölda leikja Microsoft, Xbox, Bethesda og annarra fyrirtækja auk EA Play áskriftar. Sífellt er verið að bæta nýjum leikjum við. Íslendingar geta byrjað á PC Game Pass Preview með því að sækja forrit sem heitir Xbox Insider Hub og skrá sig. Þá fá þeir aðgang að PC Game Pass Preview, sem er á sérstöku tilboðsverði fyrsta mánuðinn, samkvæmt tilkynningu. Game Pass hefur spilað rullu í tilraun forsvarsmanna Microsoft til að kaupa leikjarisann Activision Blizzard. Yfirvöld víðsvegar um heim telja að samrunni fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Microsoft í desember með því markmiði að stöðva samrunann. Var þá sérstaklega vísað til sífellt aukinna vinsælda Xbox Game Pass.
Leikjavísir Microsoft Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira