Fyrsta viðureign FRÍS í beinni á morgun: FVA ætlar sér aftur í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 22:59 Átta liða úrslit Framhaldsskólaleikanna hefjast annað kvöld. Meta Productions Eftir langa og stranga forkeppni er loksins komið að átta liða úrslitum Framhaldsskólaleika Rafíðþróttasamtaka Íslands, FRÍS, sem sýnd verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Þeir átta skólar sem tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum eru Framhaldsskóli Vesturlands á Akranesi (FVA), Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG), Tækniskólinn, Fjölbrautaskólinn við Ármúla (FÁ), Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu), Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR), Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) og Menntaskólinn við Sund (MS). Keppt verður í þremur leikjum: CS:GO, Rocket League og Valorant. Það eru FVA og MS sem munu mætast í fyrstu viðureign átta liða úrslitanna, en leikið verður alla miðvikudaga í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þar til einn skóli stendur uppi sem sigurvegari þann 12. apríl næstkomandi. FVA fór alla leið í úrslit í fyrra, en laut þar í lægra haldi gegn Tækniskólanum sem hefur unnið FRÍS bæði árin sem leikarnir hafa verið haldnir. FVA ætlar sér því örugglega að gera enn betur í ár, en leiðin er löng og fyrsta hindrun í vegi þeirra verður Menntaskólinn við Sund. Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti
Þeir átta skólar sem tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum eru Framhaldsskóli Vesturlands á Akranesi (FVA), Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG), Tækniskólinn, Fjölbrautaskólinn við Ármúla (FÁ), Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu), Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR), Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) og Menntaskólinn við Sund (MS). Keppt verður í þremur leikjum: CS:GO, Rocket League og Valorant. Það eru FVA og MS sem munu mætast í fyrstu viðureign átta liða úrslitanna, en leikið verður alla miðvikudaga í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þar til einn skóli stendur uppi sem sigurvegari þann 12. apríl næstkomandi. FVA fór alla leið í úrslit í fyrra, en laut þar í lægra haldi gegn Tækniskólanum sem hefur unnið FRÍS bæði árin sem leikarnir hafa verið haldnir. FVA ætlar sér því örugglega að gera enn betur í ár, en leiðin er löng og fyrsta hindrun í vegi þeirra verður Menntaskólinn við Sund.
Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti