Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Sérfræðingur í varnarmálum telur að stofna eigi íslenskan her, sem teldi um þúsund manns, til að bregðast megi við breyttum aðstæðum í varnarmálum Íslands. Utanríkisráðherra telur þó ekki þörf á því; ef auka eigi fjármuni til varnarmála væri þeim betur varið annars staðar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá förum við yfir verðhækkanir sem dynja á landsmönnum í verðbólgunni sem nú er í miklum hæðum, sýnum frá innblásinni ræðu formanns Samfylkingarinnar á flokkstjórnarfundi í dag og fjöllum um margvíslegar leiðir sem farnar eru við þéttingu byggðar í borginni - og sumar umdeildar. 

Þá verðum við í beinni frá Söngvakeppni sjónvarpsins í Gufunesi, þar sem framlag Íslands í Eurovision verður valið í kvöld. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×