„Við þurfum að stofna íslenskan her“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2023 19:56 Arnór hefur mikla reynslu af störfum tengdum varnarmálum Íslands. Hann telur að koma þurfi á fót íslenskum her. Vísir/Ívar Sérfræðingur í varnarmálum telur að stofna eigi íslenskan her, sem teldi um þúsund manns, til að bregðast við breyttum aðstæðum í varnarmálum Íslands. Utanríkisráðherra telur ekki þörf á því; ef auka ætti fjárframlög til varnarmála væri þeim betur varið í annað en íslenskan her. Það var margt um manninn þegar Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur kynnti nýja bók sína, Íslenskur her, breyttur heimur, nýr veruleiki. Bókin fjallar um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Þetta er ákall til Íslendinga og komandi kynslóða um um að við tökum öryggis- og varnarmál þjóðarinnar fastari tökum en við höfum gert hingað til,“ sagði Arnór þegar fréttastofa ræddi við hann á kynningu bókarinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg í dag. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin, standi Ísland samt frammi fyrir ákveðnu vandamáli. „Hvernig ætlum við að bregðast við fyrirvaralausum árásum, með því að tryggja innviði okkar, þannig að við getum fengið hingað liðsauka? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað af stjórnmálamönnum á Íslandi, en það gerum við í þessari bók.“ Og hvert er þá svarið? „Svarið er: Við þurfum að stofna íslenskan her. Herlið sem hefur sérþekkingu og fagmenntun til þess að takast á við þetta verkefni, sem verður uppspretta þekkingar og kunnáttu í landinu.“ Arnór segir að íslenskur her þyrfti að vera skipaður þúsund manns, auk fimm hundruð manna varaliðs og að slíkur her yrði í stakk búinn til að verja hernaðarlega mikilvæga innviði. Auk þess þurfi að stofna hermálanefnd innan Alþingis, sem og sérstakt varnarmálaráðuneyti. Myndi verja fjármunum í annað Utanríkisráðherra fer með varnarmál á Íslandi, og fagnar aukinni umræðu um varnarmál hér á landi, en er þó ekki á því að Ísland þurfi að koma sér upp her. Þessi hugmynd, þetta er svo sem kannski ekki mjög útbreidd skoðun. Í mínum samtölum, bæði við kollega og aðra, þá er ekki mikill þrýstingur á að Ísland byggi upp her, sem yrði auðvitað alltaf agnarsmár,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ef auknum fjármunum yrði veitt til varnarmála á Íslandi telur Þórdís Kolbrún að þeim yrði betur varið annars staðar. Ísland sé þó á góðri leið með sín varnarmál, meðal annars með því að bæta við hermálafulltrúa í Washington og auka framlög til NATO. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur ekki þörf á íslenskum her.Vísir/Ívar „Fyrir herlausa þjóð sem er bæði í NATO og með varnarsamning við Bandaríkin, þá tel ég ekki þörf á sérstökum varnarmálaráðherra.“ Í bók sinni veltir Arnór upp þeim möguleika að Atlantshafsbandalagið yrði óstarfhæft og tvíhliða varnarmálasamningi Bandaríkjanna yrði sagt upp. Þórdís Kolbrún hefur takmarkaðar áhyggjur af því. Auðvitað getur Evrópa ekki í of miklum mæli einhvern veginn treyst á Bandaríkin, sem við gerum í dag. Það er samstarfsverkefni. Enda eru öll ríki að auka fjármuni í varnartengd verkefni í sínum löndum. Þar af leiðandi finnst mér að sjálfsögðu að Ísland eigi að gera það líka,“ segir utanríkisráðherra. Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Það var margt um manninn þegar Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur kynnti nýja bók sína, Íslenskur her, breyttur heimur, nýr veruleiki. Bókin fjallar um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Þetta er ákall til Íslendinga og komandi kynslóða um um að við tökum öryggis- og varnarmál þjóðarinnar fastari tökum en við höfum gert hingað til,“ sagði Arnór þegar fréttastofa ræddi við hann á kynningu bókarinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg í dag. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin, standi Ísland samt frammi fyrir ákveðnu vandamáli. „Hvernig ætlum við að bregðast við fyrirvaralausum árásum, með því að tryggja innviði okkar, þannig að við getum fengið hingað liðsauka? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað af stjórnmálamönnum á Íslandi, en það gerum við í þessari bók.“ Og hvert er þá svarið? „Svarið er: Við þurfum að stofna íslenskan her. Herlið sem hefur sérþekkingu og fagmenntun til þess að takast á við þetta verkefni, sem verður uppspretta þekkingar og kunnáttu í landinu.“ Arnór segir að íslenskur her þyrfti að vera skipaður þúsund manns, auk fimm hundruð manna varaliðs og að slíkur her yrði í stakk búinn til að verja hernaðarlega mikilvæga innviði. Auk þess þurfi að stofna hermálanefnd innan Alþingis, sem og sérstakt varnarmálaráðuneyti. Myndi verja fjármunum í annað Utanríkisráðherra fer með varnarmál á Íslandi, og fagnar aukinni umræðu um varnarmál hér á landi, en er þó ekki á því að Ísland þurfi að koma sér upp her. Þessi hugmynd, þetta er svo sem kannski ekki mjög útbreidd skoðun. Í mínum samtölum, bæði við kollega og aðra, þá er ekki mikill þrýstingur á að Ísland byggi upp her, sem yrði auðvitað alltaf agnarsmár,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ef auknum fjármunum yrði veitt til varnarmála á Íslandi telur Þórdís Kolbrún að þeim yrði betur varið annars staðar. Ísland sé þó á góðri leið með sín varnarmál, meðal annars með því að bæta við hermálafulltrúa í Washington og auka framlög til NATO. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur ekki þörf á íslenskum her.Vísir/Ívar „Fyrir herlausa þjóð sem er bæði í NATO og með varnarsamning við Bandaríkin, þá tel ég ekki þörf á sérstökum varnarmálaráðherra.“ Í bók sinni veltir Arnór upp þeim möguleika að Atlantshafsbandalagið yrði óstarfhæft og tvíhliða varnarmálasamningi Bandaríkjanna yrði sagt upp. Þórdís Kolbrún hefur takmarkaðar áhyggjur af því. Auðvitað getur Evrópa ekki í of miklum mæli einhvern veginn treyst á Bandaríkin, sem við gerum í dag. Það er samstarfsverkefni. Enda eru öll ríki að auka fjármuni í varnartengd verkefni í sínum löndum. Þar af leiðandi finnst mér að sjálfsögðu að Ísland eigi að gera það líka,“ segir utanríkisráðherra.
Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira