Musk eyddi tísti um að Haraldur væri „sá versti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 21:42 Haraldur Þorleifsson og Elon Musk hafa átt í ritdeilum í dag. Vísir/Vilhelm/Getty Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, eyddi fyrr í dag tísti þar sem hann segir Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrum starfsmann Twitter, „þann versta“. „Hann er sá versti, afsakið,“ segir í tísti Musk sem nú hefur verið eytt. Rúm hálf milljón hafði séð tístið áður en því var eytt. Fréttamaður BBC birtir skjáskot af tístinu á Twitter: NEW: Elon Musk had deleted a tweet, calling a recently fired employee (who had muscular dystrophy) "The worst". It had already been viewed half a million times. Here's the screengrab: pic.twitter.com/92123j9xB3— James Clayton (@JamesClayton5) March 7, 2023 Mikið hefur verið fjallað um ritdeilur þeirra Haraldar og Elon Musk í dag sem hófust með því að Haraldur spurði Musk hvort hann væri í raun rekinn frá fyrirtækinu eða ekki. Haraldur hefur einnig spurt Musk hvort hann fái örugglega ekki greitt vegna uppsagnarinnar samkvæmt ráðningarsamningi. Búist er við að brottrekstur Haraldar muni reynast fyrirtækinu dýrkeyptur. Í tísti sínu í dag skýtur Haraldur föstum skotum á Elon Musk. Segist hann eiga tvö börn sem hann hitti á hverjum degi. „Ég mæli með því,“ skrifar Haraldur en Elon Musk á sjálfur 10 börn með þremur konum. Hann er einnig þrífráskilinn. Í framhaldinu beinir Haraldur sjónum sínum að ummælum Musk um að Haraldur sé „sjálfstætt ríkur“ (e. independently wealthy). Haraldur segir fyrirtæki sitt hafa vaxið hratt og þénað mikla peninga. „Ég býst við því að þú eigir við það þegar þú segir að ég sé sjálfstætt ríkur? Að ég hafi sjálfur byggt upp minn auð, andstætt því að erfa smaragðsnámu,“ skrifar Haraldur og vísar til þess að faðir Musk hafi sjálfur verið auðmaður í Suður-Afríku og átt þar námu. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
„Hann er sá versti, afsakið,“ segir í tísti Musk sem nú hefur verið eytt. Rúm hálf milljón hafði séð tístið áður en því var eytt. Fréttamaður BBC birtir skjáskot af tístinu á Twitter: NEW: Elon Musk had deleted a tweet, calling a recently fired employee (who had muscular dystrophy) "The worst". It had already been viewed half a million times. Here's the screengrab: pic.twitter.com/92123j9xB3— James Clayton (@JamesClayton5) March 7, 2023 Mikið hefur verið fjallað um ritdeilur þeirra Haraldar og Elon Musk í dag sem hófust með því að Haraldur spurði Musk hvort hann væri í raun rekinn frá fyrirtækinu eða ekki. Haraldur hefur einnig spurt Musk hvort hann fái örugglega ekki greitt vegna uppsagnarinnar samkvæmt ráðningarsamningi. Búist er við að brottrekstur Haraldar muni reynast fyrirtækinu dýrkeyptur. Í tísti sínu í dag skýtur Haraldur föstum skotum á Elon Musk. Segist hann eiga tvö börn sem hann hitti á hverjum degi. „Ég mæli með því,“ skrifar Haraldur en Elon Musk á sjálfur 10 börn með þremur konum. Hann er einnig þrífráskilinn. Í framhaldinu beinir Haraldur sjónum sínum að ummælum Musk um að Haraldur sé „sjálfstætt ríkur“ (e. independently wealthy). Haraldur segir fyrirtæki sitt hafa vaxið hratt og þénað mikla peninga. „Ég býst við því að þú eigir við það þegar þú segir að ég sé sjálfstætt ríkur? Að ég hafi sjálfur byggt upp minn auð, andstætt því að erfa smaragðsnámu,“ skrifar Haraldur og vísar til þess að faðir Musk hafi sjálfur verið auðmaður í Suður-Afríku og átt þar námu.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48
Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13