Kvennalið félagsins mætast í fyrri leiknum klukkan 16.00 á Kópavogsvelli og klukkan 18.30 mætast svo karlalið félagsins á sama stað.
Karlaleikurinn er hreinn úrslitaleikur um sigurinn í riðli þeirra í A-deild Lengjubikarsins en það sæti gefur þátttökurétt í undanúrslitum keppninnar.
ÍBV hefur unnið alla þrjá leiki sína og er með níu stig en Blikar hafa sex stig.
Blikakonur geta náð efsta sætinu af Stjörnunni með sigri í kvennaleiknum en Eyjakonur ná af þeim öðru sætinu vinni þær leikinn.
Blikinn Birta Georgsdóttir skoraði glæsilegt mark í síðasta sjónvarpsleiknum úr Lengjubikarnum og má sjá þetta frábæra mark hér fyrir neðan.