Öskjuvatn hefur lagt á ný eftir kuldatíð síðustu vikna Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 14:47 Gervihnattamynd tekin 12. mars sem sýnir ísilagt Öskjuvatn eftir kuldatíðina. Veðurstofan/Copernicus (Sentinel-2) Öskjuvatn hefur lagt aftur eftir kuldatíð síðustu vikna og sýnir það hversu síbreytilegt umhverfið við Öskju er. Áfram er fylgst náið með eldstöðinni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en mánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni þar sem rýnt er í gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig Veðurstofunnar fyrir eldfjöll. Sérstaklega var litið til Öskju og Kötlu á fundinum. Um Öskju segir að jarðskjálftavirkni við Öskju hafi aukist greinilega við upphaf landriss í ágúst 2021 en í desember hafi svo aftur dregið úr virkninni og hún haldist jöfn síðan þá. Þó megi sjá að virknin hafi verið umfram bakgrunnsvirkni sem mældist áður en landris hófst. Engin skýr merki eru um breytingu á landrisi. Um jarðskjálftavirkni í Kötlu segir að hún hafi aukist síðustu mánuði og frá síðastliðnu hausti hafi ríflega tuttugu skjálftar yfir þremur að stærð mælst í eldstöðinni. Stærsti skjálftinn hafi verið í nóvember 2022 og verið 3,9 að stærð. „Dæmi eru um að jarðskjálftavirkni hafi aukist tímabundið. Síðast gerðist það á tímabilinu frá júlí 2016 fram til ágúst 2017. Á því tímabili mældust hátt í 60 jarðskjálftar yfir þremur að stærð og fjórir þeirra voru yfir fjórum að stærð. Stærsti skjálftinn mældist í ágúst 2016 og var 4,7 að stærð. Gögn benda til þess að jarðhitavatn hafi lekið í Múlakvísl um mánaðarmótin febrúar – mars. Þá mældist há rafleiðni í ánni og jarðhitagas mældist við Láguhvola sem er nærri Kötlujökli þar sem Múlakvísl á upptök sín. Jarðhitavatnsleki eins og sá sem mældist um mánaðarmótin er reglulegur atburður í Múlakvísl og er hluti af hefðbundinni virkni í Kötlu. Engar mælanlegar breytingar eru á jarðskorpuhreyfingum. Út frá þeim gögnum sem farið var yfir á fundinum er ekki talin ástæða til að breyta vöktunarstigi fyrir Kötlu, en náttúruvárvakt Veðurstofunnar fylgist grannt með eldstöðinni sem og öðrum eldstöðvum landsins allan sólahringinn alla daga ársins,“ segir á vef Veðurstofunnar. Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05 Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. 18. febrúar 2023 12:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en mánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni þar sem rýnt er í gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig Veðurstofunnar fyrir eldfjöll. Sérstaklega var litið til Öskju og Kötlu á fundinum. Um Öskju segir að jarðskjálftavirkni við Öskju hafi aukist greinilega við upphaf landriss í ágúst 2021 en í desember hafi svo aftur dregið úr virkninni og hún haldist jöfn síðan þá. Þó megi sjá að virknin hafi verið umfram bakgrunnsvirkni sem mældist áður en landris hófst. Engin skýr merki eru um breytingu á landrisi. Um jarðskjálftavirkni í Kötlu segir að hún hafi aukist síðustu mánuði og frá síðastliðnu hausti hafi ríflega tuttugu skjálftar yfir þremur að stærð mælst í eldstöðinni. Stærsti skjálftinn hafi verið í nóvember 2022 og verið 3,9 að stærð. „Dæmi eru um að jarðskjálftavirkni hafi aukist tímabundið. Síðast gerðist það á tímabilinu frá júlí 2016 fram til ágúst 2017. Á því tímabili mældust hátt í 60 jarðskjálftar yfir þremur að stærð og fjórir þeirra voru yfir fjórum að stærð. Stærsti skjálftinn mældist í ágúst 2016 og var 4,7 að stærð. Gögn benda til þess að jarðhitavatn hafi lekið í Múlakvísl um mánaðarmótin febrúar – mars. Þá mældist há rafleiðni í ánni og jarðhitagas mældist við Láguhvola sem er nærri Kötlujökli þar sem Múlakvísl á upptök sín. Jarðhitavatnsleki eins og sá sem mældist um mánaðarmótin er reglulegur atburður í Múlakvísl og er hluti af hefðbundinni virkni í Kötlu. Engar mælanlegar breytingar eru á jarðskorpuhreyfingum. Út frá þeim gögnum sem farið var yfir á fundinum er ekki talin ástæða til að breyta vöktunarstigi fyrir Kötlu, en náttúruvárvakt Veðurstofunnar fylgist grannt með eldstöðinni sem og öðrum eldstöðvum landsins allan sólahringinn alla daga ársins,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05 Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. 18. febrúar 2023 12:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05
Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. 18. febrúar 2023 12:12
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent