Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í Lindarhvolsmálinu koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfum félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra þurfti að þola frammíköll frá landsfundargesti á meðan á stefnuræðu hennar stóð en landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra.
Þá verðum við verðum í beinni útsendingu frá hlustendaverðlaunum og kíkjum á dag heilags Patreks sem haldinn er hátíðlegur um allan heim.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.