Stórmeistaramótið hefst í kvöld: „Nú er bara komið að alvöru lífsins“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 15:02 Breiðablik og Atlantic Esports mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 eSports og hér á Vísi. Stórmeistaramót Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hefst í kvöld þegar átta liða úrslitin fara fram. Átta lið unnu sér inn keppnisrétt í gegnum Áskorendamótið og verða allar fjórar viðureignirnar spilaðar á sama tíma. Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefur líklega aldrei verið jafn spennandi og í ár þar sem þrjú lið börðust um deildarmeistaratitilinn og úrslitin réðust ekki fyrr en í seinustu umferðinni. Þá var baráttan þar fyrir neðan einnig gríðarlega jöfn og fjögur lið börðust fram á seinasta dag um fjórða sætið. Að lokum voru það liðsmenn Dusty sem tryggðu sér deildarmeistaratitilinn enn eina ferðina. Þór og Atlantic Esports gáfu liðinu þó ekkert eftir og ljóst er að yfirráðatími Dusty gæti brátt verið á enda. Liðin átta sem unnu sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu í gegnum Áskorendamótið eru Atlantic Esports, Breiðablik, Xatefanclub, Dusty, TEN5ION, Þór, Viðstöðu og FH, en þess má til gamans geta að Xatefanclub lék í 1. deildinni í vetur og vann sér því heldur óvænt inn sæti á Stórmeistaramótinu. Leikið verður svokallað „BO3“ fyrirkomulag þar sem það lið sem er fyrra til að vinna tvo leiki vinnur einvígið. Viðureignir kvöldsins má sjá hér að neðan. Leikir kvöldsins. Sýnt verður frá Stórmeistaramótinu í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 eSports og hér á Vísi, en það verður viðureign Atlantic Esports og Breiðabliks sem hægt verður að fylgjast með. Aðrar viðureignir verða sýndar á Twitch-hliðarrásum Rafíþróttasamtaka Íslands og má nálgast þær neðst í greininni. „Þetta er uppáhaldsmótið mitt“ Tómas Jóhannsson hefur staðið vaktina í allan vetur í kringum Ljósleiðaradeildina og hann verður í settinu í kvöld og mun lýsa því sem fram fer í leik Atlantic Esports og Breiðabliks. Tómas kveðst virkilega spenntur fyrir kvöldinu, og Stórmeistaramótinu öllu, enda hafi deildin líklega aldri verið jafn spennandi og í ár. „Ég held að þetta sé í alvörunni sama gamla klisjan aftur og aftur, en ég held að þetta sé mest spennandi mótið hingað til,“ sagði Tómas þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gærkvöldi. „Það hefur bara verið alveg sturlað jafnt á milli liða bara frá fyrsta sæti og alveg bara niður í sjötta eða sjöunda. Það var bara lotumunur og innbyrðisviðureignir sem voru að skilja á milli og það var eitthvað sem maður var ekkert endilega að búast við í byrjun tímabils. Maður var bara farinn að velta fyrir sér hverjir væru að fara að taka Dusty og kenna þeim lexíu.“ „Ég er ógeðslega spenntur fyrir þessu móti. Þetta er uppáhaldsmótið mitt, þegar það er keppt í BO3.“ Fyrirkomulagið á Áskorendamótinu gefi minni liðunum meiri séns Eins og áður segir unnu liðin sér inn keppnisrétt á Stórmeistaramótinu í gegnum Áskorendamótið þar sem 16 lið börðust um átta laus sæti. Spilað var svokallað „Swiss-format“ þar sem liðin þurftu að vinna þrjá leiki til að vinna sér inn þátttökurétt, en fyrirkomulagið gerði liðum einnig kleift að misstíga sig á leiðinni án þess að vera refsað of harkalega um leið. Svona var staðan fyrir lokaumferð Áskorendamótsins. „Þetta var náttúrulega opið öllum liðum á Íslandi. Við vorum meira að segja með eitt færeyskt lið einu sinni, en það er ekki með lengur.“ „En það geta bara allir tekið þátt og við fáum einn leik í kvöld, Xatefanclub á móti Dusty, þar sem Xatefanclub endaði í öðru sæti í 1. deildinni og komust inn á Stórmeistaramótið sem er bara geggjað. Og í öllu Áskorendamótinu vorum við með lið úr 1. og 2. deild og svo auðvitað Ljósleiðaradeildinni. Það var bara allur gangur á því og þeir bestu komast svo upp,“ sagði Tómas. „Ég er mjög hrifinn af þessu fyrirkomulagi einmitt út af því að þú lendir kannski í því að eiga einn ömurlegan leik, en það er eitthvað sem myndi ekki koma fyrir aftur. Og ef þú tapar þrisvar þá áttu bara ekki skilið að komast í átta liða úrslitin.“ „Alveg geggjaður leikur sem ég mæli með að horfa á“ Að lokum var Tómas beðinn um að spá fyrir um leiki kvöldsins. Hann spáði leikjunum nokkurn veginn eftir bókinni, en benti þó einnig á nokkra punkta sem hann ætlar að fylgjast sérstaklega vel með í kvöld. „Ég hef smá trú á Breiðablik í leiknum gegn Atlantic Esports. Blikarnir eiga alveg leiki inni þar sem þeir geta komist á gott skrið og þeir eru líka með mjög góðar innbyrðisviðureignir á móti Atlantic og geta þess vegna alveg komið á óvart,“ sagði Tómas. „Dusty held ég að sigri sinn leik alveg frekar auðveldlega því þeir eru náttúrulega bara sturlað góðir,“ bætti Tómas við, en Dusty mætir 1. deildarliði Xatefanclub. Blazter er einn af betri leikmönnum deildarinnar að mati Tómasar. „Þór líka. Ég held að þeir taki TEN5ION frekar auðveldlega. En síðan er seinasti leikurinn Viðstöðu á móti FH. Það verður annar alveg geggjaður leikur sem ég mæli með að horfa á. Þessi lið eru með bara skemmtilega og svona „pönkí“ spilamennsku en samt alveg stíll yfir báðum þessum liðum.“ „FH er með geggjað lið akkúrat núna og Viðstöðu er með einn af betri leikmönnum deildarinnar í Blazter þannig að ef ég væri ekki að fara að horfa á og lýsa Atlantic-Breiðablik þá væri ég hundrað prósent að fara að horfa á þennan leik.“ „Núna er upphitun lokið“ Eftir að átta liða úrslitunum lýkur taka undanúrslit og svo úrslit við. Undanúrslitin og úrslitin sjálf fara fram næstkomandi föstudag og laugardag og þá verður mikið um að vera á Arena þar sem áhorfendur geta mætt í sal til að fylgjast með Stórmeistaramótinu. „Núna er upphitun lokið. Áskorendamótið er búið og nú er þetta bara komið í alvöru lífsins. Átta liða úrslit og það verður bara stórt partý á föstudaginn og enn þá stærra partý á laugardaginn,“ sagði Tómas spenntur að lokum. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefur líklega aldrei verið jafn spennandi og í ár þar sem þrjú lið börðust um deildarmeistaratitilinn og úrslitin réðust ekki fyrr en í seinustu umferðinni. Þá var baráttan þar fyrir neðan einnig gríðarlega jöfn og fjögur lið börðust fram á seinasta dag um fjórða sætið. Að lokum voru það liðsmenn Dusty sem tryggðu sér deildarmeistaratitilinn enn eina ferðina. Þór og Atlantic Esports gáfu liðinu þó ekkert eftir og ljóst er að yfirráðatími Dusty gæti brátt verið á enda. Liðin átta sem unnu sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu í gegnum Áskorendamótið eru Atlantic Esports, Breiðablik, Xatefanclub, Dusty, TEN5ION, Þór, Viðstöðu og FH, en þess má til gamans geta að Xatefanclub lék í 1. deildinni í vetur og vann sér því heldur óvænt inn sæti á Stórmeistaramótinu. Leikið verður svokallað „BO3“ fyrirkomulag þar sem það lið sem er fyrra til að vinna tvo leiki vinnur einvígið. Viðureignir kvöldsins má sjá hér að neðan. Leikir kvöldsins. Sýnt verður frá Stórmeistaramótinu í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 eSports og hér á Vísi, en það verður viðureign Atlantic Esports og Breiðabliks sem hægt verður að fylgjast með. Aðrar viðureignir verða sýndar á Twitch-hliðarrásum Rafíþróttasamtaka Íslands og má nálgast þær neðst í greininni. „Þetta er uppáhaldsmótið mitt“ Tómas Jóhannsson hefur staðið vaktina í allan vetur í kringum Ljósleiðaradeildina og hann verður í settinu í kvöld og mun lýsa því sem fram fer í leik Atlantic Esports og Breiðabliks. Tómas kveðst virkilega spenntur fyrir kvöldinu, og Stórmeistaramótinu öllu, enda hafi deildin líklega aldri verið jafn spennandi og í ár. „Ég held að þetta sé í alvörunni sama gamla klisjan aftur og aftur, en ég held að þetta sé mest spennandi mótið hingað til,“ sagði Tómas þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gærkvöldi. „Það hefur bara verið alveg sturlað jafnt á milli liða bara frá fyrsta sæti og alveg bara niður í sjötta eða sjöunda. Það var bara lotumunur og innbyrðisviðureignir sem voru að skilja á milli og það var eitthvað sem maður var ekkert endilega að búast við í byrjun tímabils. Maður var bara farinn að velta fyrir sér hverjir væru að fara að taka Dusty og kenna þeim lexíu.“ „Ég er ógeðslega spenntur fyrir þessu móti. Þetta er uppáhaldsmótið mitt, þegar það er keppt í BO3.“ Fyrirkomulagið á Áskorendamótinu gefi minni liðunum meiri séns Eins og áður segir unnu liðin sér inn keppnisrétt á Stórmeistaramótinu í gegnum Áskorendamótið þar sem 16 lið börðust um átta laus sæti. Spilað var svokallað „Swiss-format“ þar sem liðin þurftu að vinna þrjá leiki til að vinna sér inn þátttökurétt, en fyrirkomulagið gerði liðum einnig kleift að misstíga sig á leiðinni án þess að vera refsað of harkalega um leið. Svona var staðan fyrir lokaumferð Áskorendamótsins. „Þetta var náttúrulega opið öllum liðum á Íslandi. Við vorum meira að segja með eitt færeyskt lið einu sinni, en það er ekki með lengur.“ „En það geta bara allir tekið þátt og við fáum einn leik í kvöld, Xatefanclub á móti Dusty, þar sem Xatefanclub endaði í öðru sæti í 1. deildinni og komust inn á Stórmeistaramótið sem er bara geggjað. Og í öllu Áskorendamótinu vorum við með lið úr 1. og 2. deild og svo auðvitað Ljósleiðaradeildinni. Það var bara allur gangur á því og þeir bestu komast svo upp,“ sagði Tómas. „Ég er mjög hrifinn af þessu fyrirkomulagi einmitt út af því að þú lendir kannski í því að eiga einn ömurlegan leik, en það er eitthvað sem myndi ekki koma fyrir aftur. Og ef þú tapar þrisvar þá áttu bara ekki skilið að komast í átta liða úrslitin.“ „Alveg geggjaður leikur sem ég mæli með að horfa á“ Að lokum var Tómas beðinn um að spá fyrir um leiki kvöldsins. Hann spáði leikjunum nokkurn veginn eftir bókinni, en benti þó einnig á nokkra punkta sem hann ætlar að fylgjast sérstaklega vel með í kvöld. „Ég hef smá trú á Breiðablik í leiknum gegn Atlantic Esports. Blikarnir eiga alveg leiki inni þar sem þeir geta komist á gott skrið og þeir eru líka með mjög góðar innbyrðisviðureignir á móti Atlantic og geta þess vegna alveg komið á óvart,“ sagði Tómas. „Dusty held ég að sigri sinn leik alveg frekar auðveldlega því þeir eru náttúrulega bara sturlað góðir,“ bætti Tómas við, en Dusty mætir 1. deildarliði Xatefanclub. Blazter er einn af betri leikmönnum deildarinnar að mati Tómasar. „Þór líka. Ég held að þeir taki TEN5ION frekar auðveldlega. En síðan er seinasti leikurinn Viðstöðu á móti FH. Það verður annar alveg geggjaður leikur sem ég mæli með að horfa á. Þessi lið eru með bara skemmtilega og svona „pönkí“ spilamennsku en samt alveg stíll yfir báðum þessum liðum.“ „FH er með geggjað lið akkúrat núna og Viðstöðu er með einn af betri leikmönnum deildarinnar í Blazter þannig að ef ég væri ekki að fara að horfa á og lýsa Atlantic-Breiðablik þá væri ég hundrað prósent að fara að horfa á þennan leik.“ „Núna er upphitun lokið“ Eftir að átta liða úrslitunum lýkur taka undanúrslit og svo úrslit við. Undanúrslitin og úrslitin sjálf fara fram næstkomandi föstudag og laugardag og þá verður mikið um að vera á Arena þar sem áhorfendur geta mætt í sal til að fylgjast með Stórmeistaramótinu. „Núna er upphitun lokið. Áskorendamótið er búið og nú er þetta bara komið í alvöru lífsins. Átta liða úrslit og það verður bara stórt partý á föstudaginn og enn þá stærra partý á laugardaginn,“ sagði Tómas spenntur að lokum.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti