„Líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. mars 2023 22:55 Katrín Árnadóttir er móðir hinnar sjö ára gömlu Ídu Anton sem er með Downs heilkenni. Í tilefni alþjóðlegs dags Downs heilkennis birti hún færslu á Facebook þar sem hún varpaði fram þeirri spurningu hvort seinasta barnið með Downs heilkenni væri fætt á Íslandi. Aðsend „Ég held í vonina. Að með því að opna á lífið með Ídu okkar sjái fleiri að börn eru allskonar. Og að þó svo að við kunnum að skima er ennþá frjálst val að eyða,“ segir Katrín Árnadóttir móðir sjö ára stúlku með Downs heilkenni. Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis er í dag. Dagsetningin er táknræn en hún vísar til þess að Downs heilkennið er orsakað af auka litning í litningapari 21. Guðmundur Ármann, formaður félagsins, ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og kom þar meðal annars fram að ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Guðmundur telur þetta varhugaverða þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu. „Styrkur samfélagsins liggur í fjölbreytileika þess og Downs-heilkennið og einstaklingar með Downs-heilkenni eiga bara að fá að vera hluti af þessu fallega samfélag sem við erum að reyna að búa til og byggja,“ segir Guðmundur. Þá benti hann á að það væri „nánast ókleift“ fyrir fóstur með Downs að fæðast á Íslandi í dag. Slíkt væri afar sorgleg staðreynd. „Samfélagsleg skylda okkar er bara að búa til samfélag fyrir alla. Það er allra hagur að við bjóðum alla velkomna og sköpum samfélag sem er í inngildandi, ekki aðgreint.“ Reynir alltaf að halda í gleðina á þessum degi Katrín Árnadóttir er móðir hinnar sjö ára gömlu Ídu Anton sem er með Downs heilkenni. Í tilefni alþjóðlegs dags Downs heilkennis birti hún færslu á Facebook þar sem hún varpaði fram þeirri spurningu hvort seinasta barnið með Downs heilkenni væri fætt á Íslandi. Á alþjóðlegum degi Downs- heilkennis ber okkur að fagna fjölbreytileikanum. Við gerum það með því að klæðast í mislitum sokkum. Alltaf skal ég reyna að halda í gleðina á þessum degi enda vekur fólk með þessa litningabreytu yfirleitt mikla gleði og ánægju hvert sem það kemur. Fólk rifjar upp að hafa nú þekkt fleiri „svona” einstaklinga, hversu miklir snillingar þetta séu nú og svo framvegis. En líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi. Við erum nefnilega svo duglega að skima og eyða. Og nú er enn auðveldara að skima, ekki nema blóðprufa og engin áhætta fyrir barnið.“ Í færslu sem Katrín skrifaði á sama degi fyrir ári síðan benti hún á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum. Katrín segir lífsgæði og lífslíkur fólks með Downs hafa aldrei verið betri.Aðsend „Ég fæddi barn með Downs heilkenni. Og hvað með það? Þurfa ekki allir sem leggja í barneignir að vera viðbúnir hvaða barni sem er? Það er nú aldeilis ekki svo með börn með Downs heilkenni sem koma undir á Íslandi. Þeim má eyða áður en þau líta dagsins ljós. Og það höfum við Íslendingar gert samviskusamlega síðan skipulögð skimun hófst árið 2000. Nú eru komnar nýjar tölur og þó að það megi merkja ogguponsu „framför“ þá hefur frá 2016 35 börnum með Downs heilkenni verið eytt. 35 litningasystikini sem Ída okkar gæti átt. Við eyðum af því að við kunnum og megum.“ Katrín spurði jafnframt hvað það væri sem foreldrar óttuðust varðandi Downs heilkennið. „Þrístæða litnings 21 eða Downs heilkenni eins og það er kallað er frekar algengt litningafrávik. Líkindin eru 1 á móti 700. Lífsgæði og lífslíkur fólks með Downs hafa aldrei verið betri. Samfélagið okkar er styðjandi við börn með fatlanir og aðstoð – fjárhagsleg og félagsleg- er með því besta sem gerist. Ég hélt í einfeldni minni að við værum komin lengra. Ég hélt að upplýstar verðandi mæður og feður væru til í þetta ferðalag sem gefur samfélaginu okkar lit. Með fjölbreytileikanum lærum við að meta hvert annað á eigin forsendum og verðum skilningsríkari, opnari. Ekki að spyrja að því hvað þetta gerir fyrir ungdóminn okkar. Því hvernig er betra að læra um umburðarlyndi heldur en í gegnum fjölbreytileikann, fjölbreytileika okkar allra. Að við séum öll mismunandi og einstök. Lífið er gott með Ídu. Það er krefjandi en hvaða líf foreldra með börn er það ekki. Þann 21.3. er Downs dagurinn. Við klæðumst litríkum mismunandi sokkum til að minna okkur á fjölbreytileikann. En erum við í alvöru ekki til í að lifa hann? Umræðuna skortir „Þessi dagur gerir mig líka pínu dapra, það að við séum ekki að bæta okkur sem samfélag, að ungir foreldrar kjósi enn að eyða börnum með þetta tiltekna heilkenni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Þetta er pínu svona „show-off.“ Allir í mislitum sokkum en ekkert gerist, engin umræða, engin hvati fyrir fólk að taka þessu verkefni eins og öðrum. Þess vegna þarf ég að breyta þolinmóðari og hugsa um það eina sem ég get gert: opnað á lífið með Ídu.“ Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem fara í skimun og fá þær fréttir að þeir eigi von á barni með Downs heilkenni? „Fólk ætti að skála í kampavíni því það vann stóra vinninginn í lífinu.“ Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Downs-heilkenni Tengdar fréttir Á þriðja ár liðið frá því að barn með Downs fæddist á Íslandi Ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Þetta sé varhugaverð þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu. 21. mars 2023 14:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Sjá meira
Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis er í dag. Dagsetningin er táknræn en hún vísar til þess að Downs heilkennið er orsakað af auka litning í litningapari 21. Guðmundur Ármann, formaður félagsins, ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og kom þar meðal annars fram að ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Guðmundur telur þetta varhugaverða þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu. „Styrkur samfélagsins liggur í fjölbreytileika þess og Downs-heilkennið og einstaklingar með Downs-heilkenni eiga bara að fá að vera hluti af þessu fallega samfélag sem við erum að reyna að búa til og byggja,“ segir Guðmundur. Þá benti hann á að það væri „nánast ókleift“ fyrir fóstur með Downs að fæðast á Íslandi í dag. Slíkt væri afar sorgleg staðreynd. „Samfélagsleg skylda okkar er bara að búa til samfélag fyrir alla. Það er allra hagur að við bjóðum alla velkomna og sköpum samfélag sem er í inngildandi, ekki aðgreint.“ Reynir alltaf að halda í gleðina á þessum degi Katrín Árnadóttir er móðir hinnar sjö ára gömlu Ídu Anton sem er með Downs heilkenni. Í tilefni alþjóðlegs dags Downs heilkennis birti hún færslu á Facebook þar sem hún varpaði fram þeirri spurningu hvort seinasta barnið með Downs heilkenni væri fætt á Íslandi. Á alþjóðlegum degi Downs- heilkennis ber okkur að fagna fjölbreytileikanum. Við gerum það með því að klæðast í mislitum sokkum. Alltaf skal ég reyna að halda í gleðina á þessum degi enda vekur fólk með þessa litningabreytu yfirleitt mikla gleði og ánægju hvert sem það kemur. Fólk rifjar upp að hafa nú þekkt fleiri „svona” einstaklinga, hversu miklir snillingar þetta séu nú og svo framvegis. En líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi. Við erum nefnilega svo duglega að skima og eyða. Og nú er enn auðveldara að skima, ekki nema blóðprufa og engin áhætta fyrir barnið.“ Í færslu sem Katrín skrifaði á sama degi fyrir ári síðan benti hún á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum. Katrín segir lífsgæði og lífslíkur fólks með Downs hafa aldrei verið betri.Aðsend „Ég fæddi barn með Downs heilkenni. Og hvað með það? Þurfa ekki allir sem leggja í barneignir að vera viðbúnir hvaða barni sem er? Það er nú aldeilis ekki svo með börn með Downs heilkenni sem koma undir á Íslandi. Þeim má eyða áður en þau líta dagsins ljós. Og það höfum við Íslendingar gert samviskusamlega síðan skipulögð skimun hófst árið 2000. Nú eru komnar nýjar tölur og þó að það megi merkja ogguponsu „framför“ þá hefur frá 2016 35 börnum með Downs heilkenni verið eytt. 35 litningasystikini sem Ída okkar gæti átt. Við eyðum af því að við kunnum og megum.“ Katrín spurði jafnframt hvað það væri sem foreldrar óttuðust varðandi Downs heilkennið. „Þrístæða litnings 21 eða Downs heilkenni eins og það er kallað er frekar algengt litningafrávik. Líkindin eru 1 á móti 700. Lífsgæði og lífslíkur fólks með Downs hafa aldrei verið betri. Samfélagið okkar er styðjandi við börn með fatlanir og aðstoð – fjárhagsleg og félagsleg- er með því besta sem gerist. Ég hélt í einfeldni minni að við værum komin lengra. Ég hélt að upplýstar verðandi mæður og feður væru til í þetta ferðalag sem gefur samfélaginu okkar lit. Með fjölbreytileikanum lærum við að meta hvert annað á eigin forsendum og verðum skilningsríkari, opnari. Ekki að spyrja að því hvað þetta gerir fyrir ungdóminn okkar. Því hvernig er betra að læra um umburðarlyndi heldur en í gegnum fjölbreytileikann, fjölbreytileika okkar allra. Að við séum öll mismunandi og einstök. Lífið er gott með Ídu. Það er krefjandi en hvaða líf foreldra með börn er það ekki. Þann 21.3. er Downs dagurinn. Við klæðumst litríkum mismunandi sokkum til að minna okkur á fjölbreytileikann. En erum við í alvöru ekki til í að lifa hann? Umræðuna skortir „Þessi dagur gerir mig líka pínu dapra, það að við séum ekki að bæta okkur sem samfélag, að ungir foreldrar kjósi enn að eyða börnum með þetta tiltekna heilkenni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Þetta er pínu svona „show-off.“ Allir í mislitum sokkum en ekkert gerist, engin umræða, engin hvati fyrir fólk að taka þessu verkefni eins og öðrum. Þess vegna þarf ég að breyta þolinmóðari og hugsa um það eina sem ég get gert: opnað á lífið með Ídu.“ Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem fara í skimun og fá þær fréttir að þeir eigi von á barni með Downs heilkenni? „Fólk ætti að skála í kampavíni því það vann stóra vinninginn í lífinu.“
Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Downs-heilkenni Tengdar fréttir Á þriðja ár liðið frá því að barn með Downs fæddist á Íslandi Ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Þetta sé varhugaverð þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu. 21. mars 2023 14:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Sjá meira
Á þriðja ár liðið frá því að barn með Downs fæddist á Íslandi Ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Þetta sé varhugaverð þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu. 21. mars 2023 14:01