Ríkislögreglustjóri segir mikilvægt að fá fram sjónarmið barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 06:44 Ríkislögreglustjóri tekur undir með héraðssaksóknara varðandi brottfall þriggja ákvæða úr hegningarlögum. Vísir/Vilhelm Árið 2021 var 61 prósent brotaþola í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglu undir 18 ára. Konur voru 85 prósent brotaþola en meðalaldur þeirra var 23 ár og meðalaldur karlkyns brotaþola 20 ár. Meðalaldur grunaðra var töluvert hærri; 35 ár í tilviki karla og 30 í tilviki kvenna. Karlar voru 94 prósent grunaðra. Að jafnaði var aldursmunurinn á brotaþolum og grunuðum tíu til tólf ár. Þetta kemur fram í umsögn ríkislögreglustjóra um frumvarp til laga um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs úr 15 árum í 18 ár. Í umsögninni er tekið undir sjónarmið héraðssaksóknara um niðurfellingu ákvæða 200, 201 og 204 í almennum hegningarlögum. „Héraðssaksóknari hefur bent á að niðurfelling ákvæða 200. og 201. gr. almennra hegningarlaga myndi rýra rétt brotaþola sifjaspella og niðurfelling ákvæðis 204. gr. myndi leiða til þess að erfiðara yrði að sanna brot gegn börnum ef ekki yrði lengur hægt að vísa til gáleysis er varðar aldurinn. Embætti ríkislögreglustjóra tekur undir það sem kemur fram í umsögn héraðssaksóknara,“ segir í umsögn ríkislögreglustjóra. Þá segir að ríkislögreglustjóri taki undir nauðsyn þess að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi og misnotkun af hvaða tagi sem hún nefnist. Út frá gögnum lögreglu sé erfitt að fullyrða um áhrifin af breytingunni á lágmarksaldrinum. Þannig sé mikilvægt að horfa einnig til þeirra sjónarmiða og ákvæða Barnasáttmálans um að börn eigi rétt á að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og að fullorðnir eigi að taka réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þorska. „Undirbyggja þarf lagabreytingu sem þessa með rannsókn og tryggja það að sjónarmið barna fái hljómgrunn með verndun þeirra að leiðarljósi.“ Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Meðalaldur grunaðra var töluvert hærri; 35 ár í tilviki karla og 30 í tilviki kvenna. Karlar voru 94 prósent grunaðra. Að jafnaði var aldursmunurinn á brotaþolum og grunuðum tíu til tólf ár. Þetta kemur fram í umsögn ríkislögreglustjóra um frumvarp til laga um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs úr 15 árum í 18 ár. Í umsögninni er tekið undir sjónarmið héraðssaksóknara um niðurfellingu ákvæða 200, 201 og 204 í almennum hegningarlögum. „Héraðssaksóknari hefur bent á að niðurfelling ákvæða 200. og 201. gr. almennra hegningarlaga myndi rýra rétt brotaþola sifjaspella og niðurfelling ákvæðis 204. gr. myndi leiða til þess að erfiðara yrði að sanna brot gegn börnum ef ekki yrði lengur hægt að vísa til gáleysis er varðar aldurinn. Embætti ríkislögreglustjóra tekur undir það sem kemur fram í umsögn héraðssaksóknara,“ segir í umsögn ríkislögreglustjóra. Þá segir að ríkislögreglustjóri taki undir nauðsyn þess að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi og misnotkun af hvaða tagi sem hún nefnist. Út frá gögnum lögreglu sé erfitt að fullyrða um áhrifin af breytingunni á lágmarksaldrinum. Þannig sé mikilvægt að horfa einnig til þeirra sjónarmiða og ákvæða Barnasáttmálans um að börn eigi rétt á að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og að fullorðnir eigi að taka réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þorska. „Undirbyggja þarf lagabreytingu sem þessa með rannsókn og tryggja það að sjónarmið barna fái hljómgrunn með verndun þeirra að leiðarljósi.“
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06