Tilkynning um eldinn barst upp úr klukkan þrjú í dag. Það tók slökkviliðsmenn nokkurn tíma að mæta á vettvang þar sem ekki var hægt að komast þangað á tækjum, heldur þurftu þeir að fara gangandi.
Útlit er fyrir að allt að tveir hektarar hafi brunnið, samkvæmt Bjarna Þorsteinssyni, slökkviliðsstjóra í Borgarnesi, en gróður á svæðinu er skraufþurr, eins og víða annarsstaðar.

Grunur beinist að göngumönnum sem voru á ferð um svæðið en ekki er staðfest að þeir hafi kveikt eldinn. Fólk er beðið um að sýna ítrustu aðgát á svæðinu.