Þá kíkjum við á Alþingi þar sem heitar umræður sköpuðust um meint lögbrot dómsmálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja nýtt minnisblað frá skrifstofu þingsins kveða úr um þetta.
Við kíkjum vestur um haf en íslenskur námsmaður sem býr í átta mínútna akstursfjarlægð frá skóla, þar sem sex voru myrtir í skotárás í gær, segir málið sérstaklega óþægilegt. Hún sé nær alltaf vör um sig í skólanum vegna hárrar tíðni skotárása í bandarískum skólum
Þá heyrum við í fjármálaráðgjafa um það hvernig þeir sem eru í fjárfestingahugleiðingum, ekki síst ungt fólk, á að komast inn á fasteignamarkaðinn.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.