Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Bjarki Sigurðsson skrifar 31. mars 2023 17:00 Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu. Vísir/Vilhelm Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. Greint var frá því í morgun að Fréttablaðið og Hringbraut heyri sögunni til. Útgáfu blaðsins er hætt og sömuleiðis útsendingum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þá hættir vefurinn frettabladid.is starfsemi en vefirnir DV.is og hringbraut.is halda áfram starfsemi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn blaðsins hafa birt færslur á samfélagsmiðlum í dag þar sem þeir tjá sig um málið. Einn þeirra, Þórarinn Þórarinsson, fagnar í raun endalokunum og segir að þarna sé langdregnum og leiðinlegum brandara að ljúka. Þá spari þessi aðgerð honum fyrst og fremst ómakið að segja þar upp. „End of an era, vissulega. En með fullri virðingu fyrir því að auðvitað er fólki oftast áfall að missa vinuna þá er mér svo innilega fokksama um Fréttablaðið anno 2023 að ég frábið mér allar frekari samúðarkveðjur, blóm og kransa,“ segir Þórarinn á Facebook-síðu sinni. Umrædd færsla. Segir hann að Fréttablaðið megi muna fífil sinn fegurri og að síðustu misseri hafi það beinlínis verið niðurlægjandi að starfa þar. Fjölmiðlar Tímamót Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 „Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Fréttablaðið og Hringbraut heyri sögunni til. Útgáfu blaðsins er hætt og sömuleiðis útsendingum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þá hættir vefurinn frettabladid.is starfsemi en vefirnir DV.is og hringbraut.is halda áfram starfsemi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn blaðsins hafa birt færslur á samfélagsmiðlum í dag þar sem þeir tjá sig um málið. Einn þeirra, Þórarinn Þórarinsson, fagnar í raun endalokunum og segir að þarna sé langdregnum og leiðinlegum brandara að ljúka. Þá spari þessi aðgerð honum fyrst og fremst ómakið að segja þar upp. „End of an era, vissulega. En með fullri virðingu fyrir því að auðvitað er fólki oftast áfall að missa vinuna þá er mér svo innilega fokksama um Fréttablaðið anno 2023 að ég frábið mér allar frekari samúðarkveðjur, blóm og kransa,“ segir Þórarinn á Facebook-síðu sinni. Umrædd færsla. Segir hann að Fréttablaðið megi muna fífil sinn fegurri og að síðustu misseri hafi það beinlínis verið niðurlægjandi að starfa þar.
Fjölmiðlar Tímamót Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 „Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42
„Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53