Ekki lagabreytingar heldur lögleysa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 20:37 Daníel O. Einarsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Vísir/Ívar Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Í gær var greint frá því að Hopp ætlaði sér, síðar í vor, að hefja innreið á leigubílamarkað í krafti rýmkaðrar löggjafar, sem tók gildi í gær. Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að félagsmönnum hugnist ekki þessi þróun á leigubílamarkaði. Hann segir að bandalaginu hafi verið haldið utan við starfshóp sem vann að lögunum og öllum umræðum um þau. „Þetta eru náttúrulega ekki lagabreytingar, þetta er lögleysa. Það er verið að taka úr lögunum vinnuskyldu og fjöldatakmörkun, sem var verkfæri til að meta framboð og eftirspurn. Nú er búið að taka það í burtu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S. Hann segir að lagabreytingin komi til með að greiða götu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það er ekkert eftirlit. Það vantar eftirlit með bílunum. Þeir eru ekki skráðir, og það verða einhverjir huldubílar með límmiða. Það þýðir að það verður ekki gjaldmælir í bílunum. Fólk verður bara með þetta í snjalltæki sem það getur fært á milli bíla. Það er ekkert öryggi fyrir almenning.“ Covid og svört starfsemi sem hafi fengið að viðgangast Hann segir að erfið staða leigubílstjóra, sem hafi verið notuð sem rökstuðningur fyrir lagabreytingunum, hafi verið til komin vegna svartrar atvinnustarfsemi sem ekki var tekið á. „Við fengum ekki menn til þess að keyra um helgar, af því að biðin var svo löng eftir ferð. Svo eftir Covid varð sprengja í skemmtanalífinu og þá varð lengri bið eftir bílum.“ Staðan sem er uppi núna, er það þá vegna samblöndu af Covid og því að ekki var tekið nóg á svartri starfsemi? „Já, sérstaklega svarta starfsemin, sem grefur undan gildandi starfsemi.“ Lausnin á eftirlitsvandanum sé að hafa sérlitaða númeraplötu á hverjum skráðum og tryggðum leigubíl, óháð því fyrir hvaða stöð hann ekur. Þó standi eftir annað vandamál, sem komi sérlega illa við landsbyggðina. „Það er búið að taka út vinnuskylduna, sem þýðir það að mönnum ber ekki lengur skylda til að sinna leigubílaakstri sem aðalatvinnu. Þá geta þeir farið að sinna annarri vinnu, sem þýðir að leigubílaakstur í hjáverkum er ekki að halda uppi þjónustu. Það mun vanta leigubíla á vinnutíma,“ segir Daníel. Leigubílar Tengdar fréttir Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Í gær var greint frá því að Hopp ætlaði sér, síðar í vor, að hefja innreið á leigubílamarkað í krafti rýmkaðrar löggjafar, sem tók gildi í gær. Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að félagsmönnum hugnist ekki þessi þróun á leigubílamarkaði. Hann segir að bandalaginu hafi verið haldið utan við starfshóp sem vann að lögunum og öllum umræðum um þau. „Þetta eru náttúrulega ekki lagabreytingar, þetta er lögleysa. Það er verið að taka úr lögunum vinnuskyldu og fjöldatakmörkun, sem var verkfæri til að meta framboð og eftirspurn. Nú er búið að taka það í burtu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S. Hann segir að lagabreytingin komi til með að greiða götu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það er ekkert eftirlit. Það vantar eftirlit með bílunum. Þeir eru ekki skráðir, og það verða einhverjir huldubílar með límmiða. Það þýðir að það verður ekki gjaldmælir í bílunum. Fólk verður bara með þetta í snjalltæki sem það getur fært á milli bíla. Það er ekkert öryggi fyrir almenning.“ Covid og svört starfsemi sem hafi fengið að viðgangast Hann segir að erfið staða leigubílstjóra, sem hafi verið notuð sem rökstuðningur fyrir lagabreytingunum, hafi verið til komin vegna svartrar atvinnustarfsemi sem ekki var tekið á. „Við fengum ekki menn til þess að keyra um helgar, af því að biðin var svo löng eftir ferð. Svo eftir Covid varð sprengja í skemmtanalífinu og þá varð lengri bið eftir bílum.“ Staðan sem er uppi núna, er það þá vegna samblöndu af Covid og því að ekki var tekið nóg á svartri starfsemi? „Já, sérstaklega svarta starfsemin, sem grefur undan gildandi starfsemi.“ Lausnin á eftirlitsvandanum sé að hafa sérlitaða númeraplötu á hverjum skráðum og tryggðum leigubíl, óháð því fyrir hvaða stöð hann ekur. Þó standi eftir annað vandamál, sem komi sérlega illa við landsbyggðina. „Það er búið að taka út vinnuskylduna, sem þýðir það að mönnum ber ekki lengur skylda til að sinna leigubílaakstri sem aðalatvinnu. Þá geta þeir farið að sinna annarri vinnu, sem þýðir að leigubílaakstur í hjáverkum er ekki að halda uppi þjónustu. Það mun vanta leigubíla á vinnutíma,“ segir Daníel.
Leigubílar Tengdar fréttir Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent