Braut lög með því að beina öryggismyndavél að húsi og landi nágrannans Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2023 07:49 Nágrannarnir deildu um afnotarétt að vegi á landi þeirra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að eigendur húss hafi brotið gegn persónuverndarlögum og reglugerð um rafræna vöktun með því að beina öryggismyndavél að landi og húsi nágranna. Deiluna má rekja til ágreinings um umferðarrétt á vegi en eigandi vélarinnar taldi sig eiga hagsmuni af því að njóta réttar til notkunar vegarins og að með rafrænni vöktun hafi hann viljað sýna fram á, gegn yfirlýsingu kvartenda, að umferð væri þar lítil. Nágrannarnir kvörtuðu til Persónuverndar vegna málsins í september 2021 vegna uppsetningar öryggismyndavélarinnar. Var kvartað yfir því að myndavélin hafi beinst að landareign, vegi og húsi þeirra, auk þess að engar merkingar væru um vöktunina. Vildu þeir meina að ekki hafi verið aflað samþykkis fyrir uppsetningarinnar og engar upplýsingar væru um ábyrgðaraðila og tilgang vöktunarinnar. Þá var farið fram á að myndavélin yrði fjarlægð og öllu uppteknu efni eytt, en eigandi vélarinnar hafði áður ekki orðið við beiðninni. Vildi sýna fram á litla umferð Eigandi vélarinnar hafnaði því að hann væri að vakta nágrannana en upplýsti að hann hafi vegna ágreinings um umferðarþunga á umræddum vegi sett upp vélina í nokkra daga. Tilgangurinn hafi verið sýna nágrönnunum fram á, gegn þeirra trú, á lítinn umferðarþunga um umræddan veg. Eftir að veginum var lokað af kvartendum vorið 2021 hafi hins vegar enginn tilgangur verið lengur með vöktuninni. „Síðan þá hafi engin eftirlitsmyndavél verið virk og engin vöktun viðhöfð. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að afhenda Persónuvernd skjáskot úr myndavélinni og ekkert myndefni sé til sem hægt sé að eyða,“ segir í þeim kafla úrskurðarins þar sem sjónarmið eiganda vélarinnar eru reifuð. Orð gegn orði Í niðurstöðukafla Persónuverndar segir að orð gegn orði standi um það hvort sú vinnsla persónuupplýsinga sem kvartað er yfir hafi farið fram, það er hvort að eigandi vélarinnar hafi beint vélinni að íbúðarhúsi kvartenda og að landsvæðum í þeirra eigu utan umþrætts vegar. Persónuvernd leggur því til grundvallar yfirlýsingu eiganda vélarinnar um að hann hafi viðhaft rafræna vöktun með umræddum vegi áður en honum var lokað vorið 2021. Persónuvernd mat það sem svo að eigandi vélarinnar hafi ekki sýnt fram á vöktunin hafi verið nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna hans, sem vegi þyngra en hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi nágrannanna sem kröfðust verndar persónuupplýsinga. Niðurstaðan væri því sú að eigandi vélarinnar hafi því brotið lög um persónuvernd og reglugerð um rafræna vöktun. Persónuvernd Nágrannadeilur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Deiluna má rekja til ágreinings um umferðarrétt á vegi en eigandi vélarinnar taldi sig eiga hagsmuni af því að njóta réttar til notkunar vegarins og að með rafrænni vöktun hafi hann viljað sýna fram á, gegn yfirlýsingu kvartenda, að umferð væri þar lítil. Nágrannarnir kvörtuðu til Persónuverndar vegna málsins í september 2021 vegna uppsetningar öryggismyndavélarinnar. Var kvartað yfir því að myndavélin hafi beinst að landareign, vegi og húsi þeirra, auk þess að engar merkingar væru um vöktunina. Vildu þeir meina að ekki hafi verið aflað samþykkis fyrir uppsetningarinnar og engar upplýsingar væru um ábyrgðaraðila og tilgang vöktunarinnar. Þá var farið fram á að myndavélin yrði fjarlægð og öllu uppteknu efni eytt, en eigandi vélarinnar hafði áður ekki orðið við beiðninni. Vildi sýna fram á litla umferð Eigandi vélarinnar hafnaði því að hann væri að vakta nágrannana en upplýsti að hann hafi vegna ágreinings um umferðarþunga á umræddum vegi sett upp vélina í nokkra daga. Tilgangurinn hafi verið sýna nágrönnunum fram á, gegn þeirra trú, á lítinn umferðarþunga um umræddan veg. Eftir að veginum var lokað af kvartendum vorið 2021 hafi hins vegar enginn tilgangur verið lengur með vöktuninni. „Síðan þá hafi engin eftirlitsmyndavél verið virk og engin vöktun viðhöfð. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að afhenda Persónuvernd skjáskot úr myndavélinni og ekkert myndefni sé til sem hægt sé að eyða,“ segir í þeim kafla úrskurðarins þar sem sjónarmið eiganda vélarinnar eru reifuð. Orð gegn orði Í niðurstöðukafla Persónuverndar segir að orð gegn orði standi um það hvort sú vinnsla persónuupplýsinga sem kvartað er yfir hafi farið fram, það er hvort að eigandi vélarinnar hafi beint vélinni að íbúðarhúsi kvartenda og að landsvæðum í þeirra eigu utan umþrætts vegar. Persónuvernd leggur því til grundvallar yfirlýsingu eiganda vélarinnar um að hann hafi viðhaft rafræna vöktun með umræddum vegi áður en honum var lokað vorið 2021. Persónuvernd mat það sem svo að eigandi vélarinnar hafi ekki sýnt fram á vöktunin hafi verið nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna hans, sem vegi þyngra en hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi nágrannanna sem kröfðust verndar persónuupplýsinga. Niðurstaðan væri því sú að eigandi vélarinnar hafi því brotið lög um persónuvernd og reglugerð um rafræna vöktun.
Persónuvernd Nágrannadeilur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira