Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 07:01 Fjarskiptasæstrengir á vegum Farice. Farice Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. Tvö rússnesk skip sigldu nálægt Galway um helgina. Þau komu frá rússnesku hafnarborginni Múrmansk og virðast nú vera á leiðinni til Afríku. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipin hafi verið að gera en vitað er að þau komu að smíði og lagningu Nordstream gasleiðslunnar og hafa þar af leiðandi getu til framkvæmda á hafsbotni. Bæði írska flughernum og flotanum var gert viðvart um skipin um helgina. Hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan. Skotmörk Rússa Þingmaðurinn og öryggissérfræðingurinn Tom Clonan bendir á að sæstrengir sem tengdir eru við Írland í gegnum Galway séu í hættu. Einkum strengir sem tengja Írland, og Evrópu, við Bandaríkin. Þriðjungur allra gagna Írlands fer um þann streng. En seinna meir stendur til að leggja stóran streng frá Asíu, norður fyrir Kanada, til Galway. Sá strengur sem skiptir Ísland mestu máli er IRIS. Eins og Vísir greindi frá þann 1. mars síðastliðinn er strengurinn nú kominn í fulla notkun og eykur hann fjarskiptaöryggi landsins tífalt. Framleiðsla strengsins tók tvö ár og lagningunni var lokið í nóvember í fyrra. Eftir það tók við innleiðingarferli sem lauk um þar síðustu mánaðamót. „Við vitum að Rússar hafa ráðist að svona fjarskiptaköplum áður, í Svarta hafinu til dæmis, áður en innrásin í Úkraínu var gerð,“ segir Clonan við Newstalk. „Við þurfum að vera mjög, mjög meðvituð um veru þessara skipa á okkar hafsvæði,“ segir hann. Plægður ofan í sjávarbotninn Þorvarður Sveinsson, stjórnarformaður Farice sem á og sér um IRIS strenginn, segir að samstarfsfyrirtæki í Írlandi hafi látið Farice vita af ferðum rússnesku skipanna. „Við fylgjumst vel með þessu,“ segir Þorvarður. Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri Farice.Farice Aðspurður um öryggi strengsins segir Þorvarður að strengurinn sé plægður 1,5 metra ofan í sjávarbotninn. Strengurinn sé eins vel varinn og hægt er, meðal annars fyrir slysum og veiðarfærum. „Við höfum almennt miklar áhyggjur af stöðunni í heiminum,“ segir Þorvarður um áhyggjur Farice af stöðunni. Takmörkuð geta Annar írskur þingmaður, Cathal Berry, hefur lýst áhyggjum af vörnum Íra. „Þetta er risastórt mál. Írland hefur mjög takmarkaða getu til þess að takast á við það sem er að gerast við vesturströndina,“ sagði Berry. Hafa ber í huga að Írland er ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bendir Berry á takmarkaða getu írska sjóhersins til þess að vakta gríðarlega stórt hafsvæði sem tilheyrir Írlandi og takmarkaða getu til þess að vakta hafsvæðið neðansjávar. Hafsvæði Írlands telur 15 prósent af öllu hafsvæði Evrópusambandsins. Fjarskipti Sæstrengir Írland Rússland Tengdar fréttir Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Tvö rússnesk skip sigldu nálægt Galway um helgina. Þau komu frá rússnesku hafnarborginni Múrmansk og virðast nú vera á leiðinni til Afríku. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipin hafi verið að gera en vitað er að þau komu að smíði og lagningu Nordstream gasleiðslunnar og hafa þar af leiðandi getu til framkvæmda á hafsbotni. Bæði írska flughernum og flotanum var gert viðvart um skipin um helgina. Hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan. Skotmörk Rússa Þingmaðurinn og öryggissérfræðingurinn Tom Clonan bendir á að sæstrengir sem tengdir eru við Írland í gegnum Galway séu í hættu. Einkum strengir sem tengja Írland, og Evrópu, við Bandaríkin. Þriðjungur allra gagna Írlands fer um þann streng. En seinna meir stendur til að leggja stóran streng frá Asíu, norður fyrir Kanada, til Galway. Sá strengur sem skiptir Ísland mestu máli er IRIS. Eins og Vísir greindi frá þann 1. mars síðastliðinn er strengurinn nú kominn í fulla notkun og eykur hann fjarskiptaöryggi landsins tífalt. Framleiðsla strengsins tók tvö ár og lagningunni var lokið í nóvember í fyrra. Eftir það tók við innleiðingarferli sem lauk um þar síðustu mánaðamót. „Við vitum að Rússar hafa ráðist að svona fjarskiptaköplum áður, í Svarta hafinu til dæmis, áður en innrásin í Úkraínu var gerð,“ segir Clonan við Newstalk. „Við þurfum að vera mjög, mjög meðvituð um veru þessara skipa á okkar hafsvæði,“ segir hann. Plægður ofan í sjávarbotninn Þorvarður Sveinsson, stjórnarformaður Farice sem á og sér um IRIS strenginn, segir að samstarfsfyrirtæki í Írlandi hafi látið Farice vita af ferðum rússnesku skipanna. „Við fylgjumst vel með þessu,“ segir Þorvarður. Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri Farice.Farice Aðspurður um öryggi strengsins segir Þorvarður að strengurinn sé plægður 1,5 metra ofan í sjávarbotninn. Strengurinn sé eins vel varinn og hægt er, meðal annars fyrir slysum og veiðarfærum. „Við höfum almennt miklar áhyggjur af stöðunni í heiminum,“ segir Þorvarður um áhyggjur Farice af stöðunni. Takmörkuð geta Annar írskur þingmaður, Cathal Berry, hefur lýst áhyggjum af vörnum Íra. „Þetta er risastórt mál. Írland hefur mjög takmarkaða getu til þess að takast á við það sem er að gerast við vesturströndina,“ sagði Berry. Hafa ber í huga að Írland er ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bendir Berry á takmarkaða getu írska sjóhersins til þess að vakta gríðarlega stórt hafsvæði sem tilheyrir Írlandi og takmarkaða getu til þess að vakta hafsvæðið neðansjávar. Hafsvæði Írlands telur 15 prósent af öllu hafsvæði Evrópusambandsins.
Fjarskipti Sæstrengir Írland Rússland Tengdar fréttir Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28