Börn veðji á sína eigin leiki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 19:31 Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ segir að þeim hafi fjölgað sem leita til samtakanna vegna íþróttaveðmála. vísir/stilla Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. Úti um allan heim er hægt að veðja á íþróttaleiki í símanum og efir atvikum græða eða tapa fjármunum. Þeim sem veðja á slíka leiki fer fjölgandi, sérstaklega ungum íþróttamönnum sem ánetjast veðmálinu. „Þetta er ekki lengur þannig að þú ert bara að veðja um úrslitin heldur getur þú alltaf bætt við. Hver tekur næsta innkast? Hver skorar næst? Hvernig verða næstu mínútur. Þannig það er kominn svo mikill hraði í leikinn og það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á að þú ánetjist einhverju,“ segir Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Hún segir að til samtakanna leiti ungt fólk niður í tvítugt sem er þá komið með mjög alvarlegan vanda og í flestum tilfellum búið að skuldsetja sig vegna hárra lána sem tekin voru til að fjármagna fíknina. Ólíkt spilakössum er enginn opnunartími þegar kemur að íþróttaveðmálum hjá erlendum veðmálasíðum og því hægt að veðja allan sólarhringinn, úti um allan heim. Veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki barna „Við höfum heyrt niður í þriðja flokk í fótbolta en það er eitthvað sem við sjáum bara á erlendu síðunum. Innlendu síðurnar leyfa ekki að veðja á svona unga krakka. Og það sem er líka að gerast er að krakkar í þessum flokkum eru að veðja á sína eigin leiki á erlendum síðum.“ Og dæmi um að þessi veðmál hafi áhrif á leik barna sem veðja á eigin leiki eða leik vina. Bergþóra segir innlendu veðmálasíðurnar skömminni skárri en þær erlendu þar sem minna er um auglýsingar, auðveldara að setja sér mörk og veðmál ekki leyfð að nóttu til. Fá engan fjárstuðning í verkefnið Samtökin bjóða upp á spilameðferð og skimun fyrir spilafíkn en fá engan pening frá hinu opinbera til að sinna þessari þjónustu sem Bergþóra segir að verði að breytast. „Af því að þetta er rosalega alvarlegur vandi. Við erum að sjá mikla aukningu. Kannski tíu prósent þeirra sem eru með vandann leita sér aðstoðar. Og við erum að tala um að tuttugu prósent af þeim sem þjást af alvarlegri spilafíkn hafa gert sjálfsvígstilraun. Og fimmtíu prósent hafa alvarlega íhugað það af því að þeim líður eins og þeir séu búnir að brenna allar brýr.“ Grípa þurfi inn í áður en illa fer. „Við sjáum bara fram á að þetta sé að fara að aukast. Þetta er orðið svo ofboðslega algengt og við erum alltaf svo stolt af íslenska módelinu okkar, að íslenskir unglingar byrji að drekka miklu seinna en mjög stór partur af unglingum í dag er farinn að veðja í staðinn og þetta er rosalega hættulegt, þegar unlingar byrja að veðja svona snemma því fíknin verður mjög erfið og sterk.“ SÁÁ Íþróttir barna Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Úti um allan heim er hægt að veðja á íþróttaleiki í símanum og efir atvikum græða eða tapa fjármunum. Þeim sem veðja á slíka leiki fer fjölgandi, sérstaklega ungum íþróttamönnum sem ánetjast veðmálinu. „Þetta er ekki lengur þannig að þú ert bara að veðja um úrslitin heldur getur þú alltaf bætt við. Hver tekur næsta innkast? Hver skorar næst? Hvernig verða næstu mínútur. Þannig það er kominn svo mikill hraði í leikinn og það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á að þú ánetjist einhverju,“ segir Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Hún segir að til samtakanna leiti ungt fólk niður í tvítugt sem er þá komið með mjög alvarlegan vanda og í flestum tilfellum búið að skuldsetja sig vegna hárra lána sem tekin voru til að fjármagna fíknina. Ólíkt spilakössum er enginn opnunartími þegar kemur að íþróttaveðmálum hjá erlendum veðmálasíðum og því hægt að veðja allan sólarhringinn, úti um allan heim. Veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki barna „Við höfum heyrt niður í þriðja flokk í fótbolta en það er eitthvað sem við sjáum bara á erlendu síðunum. Innlendu síðurnar leyfa ekki að veðja á svona unga krakka. Og það sem er líka að gerast er að krakkar í þessum flokkum eru að veðja á sína eigin leiki á erlendum síðum.“ Og dæmi um að þessi veðmál hafi áhrif á leik barna sem veðja á eigin leiki eða leik vina. Bergþóra segir innlendu veðmálasíðurnar skömminni skárri en þær erlendu þar sem minna er um auglýsingar, auðveldara að setja sér mörk og veðmál ekki leyfð að nóttu til. Fá engan fjárstuðning í verkefnið Samtökin bjóða upp á spilameðferð og skimun fyrir spilafíkn en fá engan pening frá hinu opinbera til að sinna þessari þjónustu sem Bergþóra segir að verði að breytast. „Af því að þetta er rosalega alvarlegur vandi. Við erum að sjá mikla aukningu. Kannski tíu prósent þeirra sem eru með vandann leita sér aðstoðar. Og við erum að tala um að tuttugu prósent af þeim sem þjást af alvarlegri spilafíkn hafa gert sjálfsvígstilraun. Og fimmtíu prósent hafa alvarlega íhugað það af því að þeim líður eins og þeir séu búnir að brenna allar brýr.“ Grípa þurfi inn í áður en illa fer. „Við sjáum bara fram á að þetta sé að fara að aukast. Þetta er orðið svo ofboðslega algengt og við erum alltaf svo stolt af íslenska módelinu okkar, að íslenskir unglingar byrji að drekka miklu seinna en mjög stór partur af unglingum í dag er farinn að veðja í staðinn og þetta er rosalega hættulegt, þegar unlingar byrja að veðja svona snemma því fíknin verður mjög erfið og sterk.“
SÁÁ Íþróttir barna Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira