„Óformlegar viðræður“ um endurreisn Hringbrautar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 22:05 Sigmundur Ernir Rúnarsson. vísir/arnar Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir að áhugi sé fyrir því meðal fjárfesta að endurreisa sjónvarpsstöðina Hringbraut. Greinilegur söknuður sé af stöðinni. „Ég er algjörlega talsmaður þess. Ég stofnaði Hringbraut og ætla ekki að drepa endurlífgunarhugmyndir,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi, spurður út í fyrrgreinda hugmynd. Sjónvarpsstöðin Hringbraut er á meðal þeirra miðla sem útgáfufélagið Torg rak. Stöðin fór í loftið í febrúarmánuði 2015 en útsendingum var hætt 31. mars síðastliðinn, samhliða því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt. DV.is og Hringbraut.is voru einu miðlarnir sem komust lífs af úr breytingunum. Greinilegur söknuður „Fjárfestar hafa komið að máli við mig og sýnt þessu áhuga. Það er ekkert fast í hendi, þetta eru bara óformlegar viðræður. Það hefur samt sem áður komið mér ánægjulega á óvart hvað Hringbraut nýtur mikils velvilja og góðs orðspors meðal almennings og ég held að fjárfestar greini það,“ segir Sigmundur og bætir við: „Þetta er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur framleitt íslenskt sjónvarpsefni án nokkurra stæla og lagt alúð við efniviðinn en ekki útlitið. Það er greinilega mikill söknuður af stöðinni.“ Rekstur stöðvarinnar hafi hins vegar verið basl. „Það er bara saga íslenskra fjölmiðla sem eru utan ríkisforsjár, stöðin skar sig ekkert úr að því leyti.“ Í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook hefur fall Fréttablaðsins og rekstur Hringbrautar verið til umræðu síðustu daga. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meðal annars að efnið á miðlunum hafi ekki verið notað til að búa til „öflugan vef“. „Eins var með sjónvarpsstöðina, þau sendu út línulega en vantaði mikið upp á framsetningu efnisins á netinu,“ skrifar Egill jafnframt. Spurður út í þau orð Egils segir Sigmundur Ernir: „Nei, það er ekki rétt. Það var gert með reglulegum hætti. Við höfðum bara ekki jafn mikinn mannskap og hann hefur til að sinna því.“ Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Ég er algjörlega talsmaður þess. Ég stofnaði Hringbraut og ætla ekki að drepa endurlífgunarhugmyndir,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi, spurður út í fyrrgreinda hugmynd. Sjónvarpsstöðin Hringbraut er á meðal þeirra miðla sem útgáfufélagið Torg rak. Stöðin fór í loftið í febrúarmánuði 2015 en útsendingum var hætt 31. mars síðastliðinn, samhliða því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt. DV.is og Hringbraut.is voru einu miðlarnir sem komust lífs af úr breytingunum. Greinilegur söknuður „Fjárfestar hafa komið að máli við mig og sýnt þessu áhuga. Það er ekkert fast í hendi, þetta eru bara óformlegar viðræður. Það hefur samt sem áður komið mér ánægjulega á óvart hvað Hringbraut nýtur mikils velvilja og góðs orðspors meðal almennings og ég held að fjárfestar greini það,“ segir Sigmundur og bætir við: „Þetta er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur framleitt íslenskt sjónvarpsefni án nokkurra stæla og lagt alúð við efniviðinn en ekki útlitið. Það er greinilega mikill söknuður af stöðinni.“ Rekstur stöðvarinnar hafi hins vegar verið basl. „Það er bara saga íslenskra fjölmiðla sem eru utan ríkisforsjár, stöðin skar sig ekkert úr að því leyti.“ Í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook hefur fall Fréttablaðsins og rekstur Hringbrautar verið til umræðu síðustu daga. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meðal annars að efnið á miðlunum hafi ekki verið notað til að búa til „öflugan vef“. „Eins var með sjónvarpsstöðina, þau sendu út línulega en vantaði mikið upp á framsetningu efnisins á netinu,“ skrifar Egill jafnframt. Spurður út í þau orð Egils segir Sigmundur Ernir: „Nei, það er ekki rétt. Það var gert með reglulegum hætti. Við höfðum bara ekki jafn mikinn mannskap og hann hefur til að sinna því.“
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira