Prestar Grafarvogskirkju hafna alfarið ásökunum um „stuld“ á fermingarbörnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2023 08:51 Prestarnir segja að leiðrétta hefði mátt misskilninginn með einu símtali. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Guðrún Karls Helgudóttir og Sigurður Grétar Helgason, prestar í Grafarvogssókn, segja ekki rétt að börn þurfi að ganga í Þjóðkirkjuna til að fá að fermast í kirkjunni. Þetta segja þau í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun en um er að ræða viðbrögð við annarri grein í Morgunblaðinu, þar sem Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík, sakaði Grafarvogskirkju um að „stela“ fermingarbörnum. Í greininni sagði Sigurvin að ungmenni sem langaði að fermast með félögum sínum í Grafarvogskirkju hefði verið tilneytt til að ganga úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. „Ástæðan var sögð fjárhagsleg,“ segir Sigurvin, „að ungmennið mætti ekki njóta þjónustu Grafarvogskirkju án þess að vera skráð í trúfélagið, en engin krafa var gerð um að foreldrarnir skiptu um trúfélag.“ Prestarnir í Grafarvogskirkju segjast hafa komið af fjöllum við lestur greinarinnar, enda hafi Þjóðkirkjuaðild aldrei verið skilyrði þess að fá að fermast í Grafarvogskirkju. „Á hverju ári fermum við börn sem tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum, kaþólsku kirkjunni og jafnvel fleiri söfnuðum. Auk þess eru alltaf einhver börn utan trúfélaga. Einu tilfellin sem greinarmunur er gerður á þjóðkirkjuaðild er varðandi niðurgreiðslu á fermingarferðalagi í Vatnaskóg,“ segja þau. Eftirfarandi texta hafi verið að finna í bréfi til foreldra fermingarbarna um Vatnaskóg: „Verðið fyrir ferðalagið er 8.300 kr. fyrir þau sem tilheyra þjóðkirkjunni. Fyrir þau sem ekki eru meðlimir kostar ferðin 17.300, þar sem þá kemur ekki til niðurgreiðsla frá prófastsdæminu og söfnuðinum. Ef þið eruð í vafa um hvort barnið ykkar er skráð í þjóðkirkjuna er gott að fara á island.is og skoða trúfélagsaðild. Það er ekki skilyrði að vera í þjóðkirkjunni til að sækja fermingarfræðslu og fermast, og það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk velji að vera í öðrum söfnuðum. En stundum er það líka þannig að fólk telur sig vera í þjóðkirkjunni, en er ekki skráð í hana af einhverjum ástæðum. Við bjóðum að sjálfsögðu öll þau velkomin sem vilja vera þjóðkirkjumeðlimir, og einfaldast er að skrá sig á island.is.“ Segjast prestarnir harma ef fólk kaus að skilja textann sem afarkost um Þjóðkirkjuaðild. Þá hefði eitt símtal nægt til að leiðrétta misskilning Fríkirkjuprestsins. Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Þetta segja þau í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun en um er að ræða viðbrögð við annarri grein í Morgunblaðinu, þar sem Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík, sakaði Grafarvogskirkju um að „stela“ fermingarbörnum. Í greininni sagði Sigurvin að ungmenni sem langaði að fermast með félögum sínum í Grafarvogskirkju hefði verið tilneytt til að ganga úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. „Ástæðan var sögð fjárhagsleg,“ segir Sigurvin, „að ungmennið mætti ekki njóta þjónustu Grafarvogskirkju án þess að vera skráð í trúfélagið, en engin krafa var gerð um að foreldrarnir skiptu um trúfélag.“ Prestarnir í Grafarvogskirkju segjast hafa komið af fjöllum við lestur greinarinnar, enda hafi Þjóðkirkjuaðild aldrei verið skilyrði þess að fá að fermast í Grafarvogskirkju. „Á hverju ári fermum við börn sem tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum, kaþólsku kirkjunni og jafnvel fleiri söfnuðum. Auk þess eru alltaf einhver börn utan trúfélaga. Einu tilfellin sem greinarmunur er gerður á þjóðkirkjuaðild er varðandi niðurgreiðslu á fermingarferðalagi í Vatnaskóg,“ segja þau. Eftirfarandi texta hafi verið að finna í bréfi til foreldra fermingarbarna um Vatnaskóg: „Verðið fyrir ferðalagið er 8.300 kr. fyrir þau sem tilheyra þjóðkirkjunni. Fyrir þau sem ekki eru meðlimir kostar ferðin 17.300, þar sem þá kemur ekki til niðurgreiðsla frá prófastsdæminu og söfnuðinum. Ef þið eruð í vafa um hvort barnið ykkar er skráð í þjóðkirkjuna er gott að fara á island.is og skoða trúfélagsaðild. Það er ekki skilyrði að vera í þjóðkirkjunni til að sækja fermingarfræðslu og fermast, og það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk velji að vera í öðrum söfnuðum. En stundum er það líka þannig að fólk telur sig vera í þjóðkirkjunni, en er ekki skráð í hana af einhverjum ástæðum. Við bjóðum að sjálfsögðu öll þau velkomin sem vilja vera þjóðkirkjumeðlimir, og einfaldast er að skrá sig á island.is.“ Segjast prestarnir harma ef fólk kaus að skilja textann sem afarkost um Þjóðkirkjuaðild. Þá hefði eitt símtal nægt til að leiðrétta misskilning Fríkirkjuprestsins.
Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira