Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2023 11:33 Sveitarfélagið Árborg skuldar um 28 milljarða í dag og verðtryggðar skuldirnar vaxa hratt í mikilli verðbólgu og vaxtahækkunum. Vísir/Vilhelm Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. Bæjarstjórn Árborgar hefur boðað til íbúafundar á hótel Selfossi klukkan sautján á morgun þar sem fjárhagasstaða bæjarins verður kynnt eftir vinnu sem byggir á úttekt sem KPMG gerði fyrir sveitarfélagið. Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri segir fjárhagsstöðuna gríðarlega erfiða eins og hjá um tuttugu öðrum sveitarfélögum. Árborg hafi verið í miklum vexti og uppbyggingu undanfarin ár og tekið vertryggð lán sem hafi hækkað mikið í verðbólgunni og vaxtahækkununum að undanförnu. Bærinn væri nálægt greiðslufalli. Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri segir nauðsynlegt að endurskipuleggja og hagræða í resktri bæjarins. Það þýði því miður að segja þurfi upp einhverjum af starfsmönnum bæjarins.aðsend „Það mátti ekki mikið útaf bera til að við værum komin á þann stað að við værum í hálfgerðu greiðslufalli.“ Nánast í greiðslufalli? „Já,“ segir Fjóla. Í dag skuldi sveitarfélagið um 28 milljarða króna. Veltufé frá rekstri hafi verið neikvætt í nokkur ár og væri nú neikvætt um 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Það væri hins vegar jákvætt um 100 þúsund krónur á íbúa hjá samanburðarsveitarfélögum eins og Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Akranesi og Akureyri sem einnig hefðu verið í örum vexti. „Einhvern veginn hefur sveitarfélagið Árborg verið í þessum vanda í mjög langan tíma,“ segir bæjarstjórinn. Árið 2020 hafi farið að halla á verri veg þegar veltufé frá rekstri hafi verið um 20 þúsund krónur á íbúa. Tekjulega séð væri samt ekki hægt að kenna covid faraldrinum um stöðuna. „Við erum í raun á þessum tíma farin í innviðafjárfestingar. Förum í leikskólabyggingu, íþróttahús, við förum af stað með nýja grunnskóla. Þannig að það eru miklar fjárfestingar á síðast liðnum fjórum árum sem kannski voru orðnar uppsafnaðar að einhverju leyti. Allt verðtryggt og í dag þegar komin er tíu prósenta verðbólga er það ekki gott,“ segir Fjóla. Skuldahlutfallið aukist dag frá degi. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í Árborg á undanförnum árum með fjölgun íbúa. Nýji miðbærinn hefur hins vegar aðeins skila bæjarfélaginu tekjum þar sem félagið í kringum hann stendur alfarið sjálft undir kostnaði við alla innviði.Vísir/Vilhelm Þá hafi verið farið í mikla innviðauppbyggingu vegna fjölgunar mikillar fjölgunar íbúa. Það hafi þó hægt á henni vegna kulnunar á fasteignamarkaði. Starfsmönnum bæjarfélagsins hafi einnig fjölgað meðal annars vegna nýrra leikskóla og grunnskóla. Engu að síður væru mikil tækifæri í stöðunni til endurskipulagningar og hagræðingar, án þess að skerða þjónustu bæjarins. Gera þurfi reksturinn sjálfbæran, meðal annars með sölu eigna. Aðgerðirnar verði þó ekki sársaukalausar. „En auðvitað erum við ekki að fara að greiða niður skuldir sveitarfélagsins með því að hagræða eingöngu í rekstri. Það þarf fleira að koma til.“ Þannig að það þarf að segja upp einhverju fólki? „Ég geri ráð fyrir að það verði einhver hagræðing sem, já, komi niður á einhverjum störfum. Því miður þá er það þannig,“ segir Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri í Árborg. Sjálfstæðisflokkurinn er einn í meirihluta í Árborg eftir að hafa unnið hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra. Á síðasta kjörtímabili mynduðu Áfram Árborg, Miðflokkurinn, Framsókn og óháðir og Samfylkingin meirihluta, það er allir aðrir flokkar í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokkurinn. Árborg Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. 12. mars 2023 13:46 Mesta aukning útsvarstekna í sex ár Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu. 17. janúar 2023 09:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar hefur boðað til íbúafundar á hótel Selfossi klukkan sautján á morgun þar sem fjárhagasstaða bæjarins verður kynnt eftir vinnu sem byggir á úttekt sem KPMG gerði fyrir sveitarfélagið. Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri segir fjárhagsstöðuna gríðarlega erfiða eins og hjá um tuttugu öðrum sveitarfélögum. Árborg hafi verið í miklum vexti og uppbyggingu undanfarin ár og tekið vertryggð lán sem hafi hækkað mikið í verðbólgunni og vaxtahækkununum að undanförnu. Bærinn væri nálægt greiðslufalli. Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri segir nauðsynlegt að endurskipuleggja og hagræða í resktri bæjarins. Það þýði því miður að segja þurfi upp einhverjum af starfsmönnum bæjarins.aðsend „Það mátti ekki mikið útaf bera til að við værum komin á þann stað að við værum í hálfgerðu greiðslufalli.“ Nánast í greiðslufalli? „Já,“ segir Fjóla. Í dag skuldi sveitarfélagið um 28 milljarða króna. Veltufé frá rekstri hafi verið neikvætt í nokkur ár og væri nú neikvætt um 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Það væri hins vegar jákvætt um 100 þúsund krónur á íbúa hjá samanburðarsveitarfélögum eins og Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Akranesi og Akureyri sem einnig hefðu verið í örum vexti. „Einhvern veginn hefur sveitarfélagið Árborg verið í þessum vanda í mjög langan tíma,“ segir bæjarstjórinn. Árið 2020 hafi farið að halla á verri veg þegar veltufé frá rekstri hafi verið um 20 þúsund krónur á íbúa. Tekjulega séð væri samt ekki hægt að kenna covid faraldrinum um stöðuna. „Við erum í raun á þessum tíma farin í innviðafjárfestingar. Förum í leikskólabyggingu, íþróttahús, við förum af stað með nýja grunnskóla. Þannig að það eru miklar fjárfestingar á síðast liðnum fjórum árum sem kannski voru orðnar uppsafnaðar að einhverju leyti. Allt verðtryggt og í dag þegar komin er tíu prósenta verðbólga er það ekki gott,“ segir Fjóla. Skuldahlutfallið aukist dag frá degi. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í Árborg á undanförnum árum með fjölgun íbúa. Nýji miðbærinn hefur hins vegar aðeins skila bæjarfélaginu tekjum þar sem félagið í kringum hann stendur alfarið sjálft undir kostnaði við alla innviði.Vísir/Vilhelm Þá hafi verið farið í mikla innviðauppbyggingu vegna fjölgunar mikillar fjölgunar íbúa. Það hafi þó hægt á henni vegna kulnunar á fasteignamarkaði. Starfsmönnum bæjarfélagsins hafi einnig fjölgað meðal annars vegna nýrra leikskóla og grunnskóla. Engu að síður væru mikil tækifæri í stöðunni til endurskipulagningar og hagræðingar, án þess að skerða þjónustu bæjarins. Gera þurfi reksturinn sjálfbæran, meðal annars með sölu eigna. Aðgerðirnar verði þó ekki sársaukalausar. „En auðvitað erum við ekki að fara að greiða niður skuldir sveitarfélagsins með því að hagræða eingöngu í rekstri. Það þarf fleira að koma til.“ Þannig að það þarf að segja upp einhverju fólki? „Ég geri ráð fyrir að það verði einhver hagræðing sem, já, komi niður á einhverjum störfum. Því miður þá er það þannig,“ segir Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri í Árborg. Sjálfstæðisflokkurinn er einn í meirihluta í Árborg eftir að hafa unnið hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra. Á síðasta kjörtímabili mynduðu Áfram Árborg, Miðflokkurinn, Framsókn og óháðir og Samfylkingin meirihluta, það er allir aðrir flokkar í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokkurinn.
Árborg Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. 12. mars 2023 13:46 Mesta aukning útsvarstekna í sex ár Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu. 17. janúar 2023 09:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44
Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. 12. mars 2023 13:46
Mesta aukning útsvarstekna í sex ár Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu. 17. janúar 2023 09:01