Paypal kastar íslenskum aurum Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 22:25 Breytingarnar sem Paypal boðar eru sagðar í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands. Allar greiðslur á Íslandi hafa verið í heilum krónum frá árinu 2003. Vísir/Vilhelm Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. Íslenskir notendur Paypal fengu tilkynningu um allar færslur yrðu í heilum krónum frá og með föstudeginum 14. apríl í tölvupósti í dag. Vísað var til leiðbeininga Seðlabanka Íslands. Öll helstu greiðslukortakerfi muni skipta yfir í heiltölukerfið. Lokað verður fyrir greiðslur í íslenskum krónum frá 14. til 18. apríl vegna breytinganna. Paypal segir það gert til þess að liðka fyrir breytingunum og koma í veg fyrir fjársvik eða að notendur tapi fjármunum. Aftur verður opnað fyrir greiðslur í íslenskum krónum 19. apríl en þá verða allar allar færslur með aukastöfum námundaðar að næstu heiltölu. Frá og með 18. apríl eiga fyrirtæki og söluaðilar sem taka við greiðslu í íslenskum krónum að hætta að senda út kröfur með aukastöfum. Paypal muni þá námunda upphæðirnar. Heildarfjárhæðir allra krafna og reikninga hafa verið í heilum krónum á Íslandi frá 1. október 2003. Enn lengra er frá því að hætt var að slá auramyntir á Íslandi. Hætt var að gefa út fimm aurinn árið 1985 og tíu og fimmtíu aura myntirnar árið 1990, að því er kemur fram á Vísindavefnum. Uppfært 13.4. 2023 Seðlabankinn segir tilkynningu tilkomna vegna breytingar sem erlendar kortasamsteypur og íslenskir færsluhirðar taka upp dagana 14.-15. apríl. Ekkert muni breytast gagnvart íslenskum korthöfum. Ekki sé verið að útrýma aurum og einingarverð einstakra vara á Íslandi geti áfram verið tilgreint í aurum þó að heildarfjárhæð kortafærslu sé tilgreint í heilum krónum. Greiðslumiðlun Seðlabankinn Íslenska krónan Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Íslenskir notendur Paypal fengu tilkynningu um allar færslur yrðu í heilum krónum frá og með föstudeginum 14. apríl í tölvupósti í dag. Vísað var til leiðbeininga Seðlabanka Íslands. Öll helstu greiðslukortakerfi muni skipta yfir í heiltölukerfið. Lokað verður fyrir greiðslur í íslenskum krónum frá 14. til 18. apríl vegna breytinganna. Paypal segir það gert til þess að liðka fyrir breytingunum og koma í veg fyrir fjársvik eða að notendur tapi fjármunum. Aftur verður opnað fyrir greiðslur í íslenskum krónum 19. apríl en þá verða allar allar færslur með aukastöfum námundaðar að næstu heiltölu. Frá og með 18. apríl eiga fyrirtæki og söluaðilar sem taka við greiðslu í íslenskum krónum að hætta að senda út kröfur með aukastöfum. Paypal muni þá námunda upphæðirnar. Heildarfjárhæðir allra krafna og reikninga hafa verið í heilum krónum á Íslandi frá 1. október 2003. Enn lengra er frá því að hætt var að slá auramyntir á Íslandi. Hætt var að gefa út fimm aurinn árið 1985 og tíu og fimmtíu aura myntirnar árið 1990, að því er kemur fram á Vísindavefnum. Uppfært 13.4. 2023 Seðlabankinn segir tilkynningu tilkomna vegna breytingar sem erlendar kortasamsteypur og íslenskir færsluhirðar taka upp dagana 14.-15. apríl. Ekkert muni breytast gagnvart íslenskum korthöfum. Ekki sé verið að útrýma aurum og einingarverð einstakra vara á Íslandi geti áfram verið tilgreint í aurum þó að heildarfjárhæð kortafærslu sé tilgreint í heilum krónum.
Greiðslumiðlun Seðlabankinn Íslenska krónan Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22