Snemma að sofa í kvöld eftir hjólasólarhring Máni Snær Þorláksson skrifar 16. apríl 2023 17:38 Strákarnir hjóluðu á fullu í heilan sólarhring. Vísir/Steingrímur Dúi Félagar drengs sem slasaðist illa í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst ákváðu að hjálpa vini sínum með því að efna til söfnunar sem gekk svo vonum framar. Drengirnir ákváðu að hjóla stanslaust í heilan sólarhring með það að markmiði að safna fyrir glæsilegu rafmagnsfjallahjóli. Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Til þess að hann geti hjólað aftur með félögum sínum úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar þarf hann sérútbúið rafmagnsfjallahjól. Slík hjól eru ekki ódýr en félagarnir ákváðu að taka málin í sínar hendur til að sjá til þess að Elís geti hjólað með þeim á ný. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hjólreiðamaraþon drengjanna hófst klukkan 14:00 í gær og lauk því á sama tíma í dag. Ásdís Hanna Pálsdóttir, móðir eins drengsins sem tók þátt í hjólreiðunum síðasta sólarhringinn, segir í samtali við fréttastofu að söfnunin hafi gengið vonum framar, strákunum tókst að safna fyrir rafmagnsfjallahjólinu. „Þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Strákarnir stóðu sig ofboðslega vel þótt þeir hafi ekki tekið svona tuttugu og fjögurra tíma keyrslu áður,“ segir Ásdís. Þó svo að það hafi tekist að safna fyrir hjólinu þá bendir Ásdís á að söfnunin er enn opin þar sem kostnaðurinn í tengslum við rafmagnsfjallahjólið, viðhald og þess háttar, er einnig mikill. „Allur aukabúnaður, alls konar eins og dekk og annað, þetta er allt rándýrt á svona sérútbúið hjól. Allt sem kemur umfram rennur allt til Elísar Huga og verður brennimerkt hjólaáhugamálinu hans.“ Stefna á að hjóla saman í sumar Ásdís segir að góður andi hafi verið í hópnum sem stóð fyrir söfnuninni á meðan á henni stóð. „Þetta er ótrúlega flottur hópur, voru samstilltir á að halda þessu áfram og halda þetta út fyrir Elís,“ segir hún. „Þetta var náttúrulega líka gert að frumkvæði frá þeim, að finna eitthvað til þess að gera þetta fyrir hann.“ Söfnunin gekk vonum framar.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir Ásdís að hópurinn sé auðvitað þreyttur eftir hjólreiðarnar. „Það er verið að bera vel á sig krem og annað. Þeir eru mjög þreyttir og verða örugglega farnir snemma að sofa í kvöld.“ Stefnt er að því að Elís og félagar hans geti farið að hjóla í sumar: „Hann hefur hugsað þetta í allan vetur, að reyna að fá sér svona hjól. Þannig það lukkaðist vel að við tókum okkur saman og söfnuðum fyrir þessu. Þannig hann bíður spenntur að græja hjól, stilla það fyrir sig og koma sér út. Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook. Hjólreiðar Góðverk Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Til þess að hann geti hjólað aftur með félögum sínum úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar þarf hann sérútbúið rafmagnsfjallahjól. Slík hjól eru ekki ódýr en félagarnir ákváðu að taka málin í sínar hendur til að sjá til þess að Elís geti hjólað með þeim á ný. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hjólreiðamaraþon drengjanna hófst klukkan 14:00 í gær og lauk því á sama tíma í dag. Ásdís Hanna Pálsdóttir, móðir eins drengsins sem tók þátt í hjólreiðunum síðasta sólarhringinn, segir í samtali við fréttastofu að söfnunin hafi gengið vonum framar, strákunum tókst að safna fyrir rafmagnsfjallahjólinu. „Þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Strákarnir stóðu sig ofboðslega vel þótt þeir hafi ekki tekið svona tuttugu og fjögurra tíma keyrslu áður,“ segir Ásdís. Þó svo að það hafi tekist að safna fyrir hjólinu þá bendir Ásdís á að söfnunin er enn opin þar sem kostnaðurinn í tengslum við rafmagnsfjallahjólið, viðhald og þess háttar, er einnig mikill. „Allur aukabúnaður, alls konar eins og dekk og annað, þetta er allt rándýrt á svona sérútbúið hjól. Allt sem kemur umfram rennur allt til Elísar Huga og verður brennimerkt hjólaáhugamálinu hans.“ Stefna á að hjóla saman í sumar Ásdís segir að góður andi hafi verið í hópnum sem stóð fyrir söfnuninni á meðan á henni stóð. „Þetta er ótrúlega flottur hópur, voru samstilltir á að halda þessu áfram og halda þetta út fyrir Elís,“ segir hún. „Þetta var náttúrulega líka gert að frumkvæði frá þeim, að finna eitthvað til þess að gera þetta fyrir hann.“ Söfnunin gekk vonum framar.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir Ásdís að hópurinn sé auðvitað þreyttur eftir hjólreiðarnar. „Það er verið að bera vel á sig krem og annað. Þeir eru mjög þreyttir og verða örugglega farnir snemma að sofa í kvöld.“ Stefnt er að því að Elís og félagar hans geti farið að hjóla í sumar: „Hann hefur hugsað þetta í allan vetur, að reyna að fá sér svona hjól. Þannig það lukkaðist vel að við tókum okkur saman og söfnuðum fyrir þessu. Þannig hann bíður spenntur að græja hjól, stilla það fyrir sig og koma sér út. Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook.
Hjólreiðar Góðverk Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira