Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2023 12:00 Hús íslenskunnar verður vígt í dag, eftir langan aðdraganda. Vísir/vilhelm Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári. Bygging Húss íslenskunnar við Suðurgötu í Reykjavík á sér afar langan aðdraganda; fyrstu hugmyndir komu fram árið 2005 en verkefnið sett á bið í efnahagshruninu. Lóðin undir húsið stóð því óhreyfð um árabil og var uppnefnd „hola íslenskra fræða“. Sannarlega réttnefni á þeim tímapunkti. En nú er húsið risið og klukkan hálf fimm síðdegis verður það loksins vígt. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra er himinlifandi með þennan langþráða áfanga. „Ég legg mikla áherslu á að húsið sé opið og aðgengilegt fólkinu í landinu. Loksins geta Íslendingar skoðað handritin sín,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra fyrir framan holu íslenskra fræða árið 2019, þegar framkvæmdir hófust á ný eftir hlé.Vísir/vilhelm Í húsinu verður starfsemi Árnastofnunar og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verða áðurnefnd handrit einnig varðveitt og önnur frumgögn um íslenska menningu. Og Lilja boðar viðbót við sagnaarfinn. „Það mun fara mjög vel um handritin. Ég lagði nú ýmislegt á okkur til að fá fleiri handrit inn í húsið. Og það er mjög ánægjulegt að greina frá því að vegna þess erum við að fara í aukið samstarf við dönsk yfirvöld og við munum fá fleiri handrit inn í húsið og þau verða til sýnis árið 2024 þegar við opnum grunnsýninguna,“ segir Lilja. Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja húsi íslenskunnar. Á fjórða þúsund tillögur bárust - og nafnið sem varð fyrir valinu verður tilkynnt við vígsluna í dag. „Mér fannst alveg frábært að fá alla þessa þátttöku og það voru margir sem höfðu skoðun á því hvert ætti að vera nafn hússins. Og ég er býsna sannfærð um að þjóðinni eigi eftir að þykja mjög vænt um þetta nafn.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07 Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Bygging Húss íslenskunnar við Suðurgötu í Reykjavík á sér afar langan aðdraganda; fyrstu hugmyndir komu fram árið 2005 en verkefnið sett á bið í efnahagshruninu. Lóðin undir húsið stóð því óhreyfð um árabil og var uppnefnd „hola íslenskra fræða“. Sannarlega réttnefni á þeim tímapunkti. En nú er húsið risið og klukkan hálf fimm síðdegis verður það loksins vígt. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra er himinlifandi með þennan langþráða áfanga. „Ég legg mikla áherslu á að húsið sé opið og aðgengilegt fólkinu í landinu. Loksins geta Íslendingar skoðað handritin sín,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra fyrir framan holu íslenskra fræða árið 2019, þegar framkvæmdir hófust á ný eftir hlé.Vísir/vilhelm Í húsinu verður starfsemi Árnastofnunar og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verða áðurnefnd handrit einnig varðveitt og önnur frumgögn um íslenska menningu. Og Lilja boðar viðbót við sagnaarfinn. „Það mun fara mjög vel um handritin. Ég lagði nú ýmislegt á okkur til að fá fleiri handrit inn í húsið. Og það er mjög ánægjulegt að greina frá því að vegna þess erum við að fara í aukið samstarf við dönsk yfirvöld og við munum fá fleiri handrit inn í húsið og þau verða til sýnis árið 2024 þegar við opnum grunnsýninguna,“ segir Lilja. Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja húsi íslenskunnar. Á fjórða þúsund tillögur bárust - og nafnið sem varð fyrir valinu verður tilkynnt við vígsluna í dag. „Mér fannst alveg frábært að fá alla þessa þátttöku og það voru margir sem höfðu skoðun á því hvert ætti að vera nafn hússins. Og ég er býsna sannfærð um að þjóðinni eigi eftir að þykja mjög vænt um þetta nafn.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07 Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20
Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07
Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57