Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 19. apríl 2023 20:25 Forstjóri Umhverfisstofnunar segir engar aðrar lausnir við riðu en urðun vera í sjónmáli. Vísir/Bjarni Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. Um 1400 kindur hafa verið skornar í Miðfirði síðan að riðusmit kom þar upp. Fyrst á Bergsstöðum og síðar á Syðri-Urriðaá. Bændur í sveitinni eru uggandi yfir því að frekar niðurskurður sé væntanlegur. Illa hefur gengið að finna urðunarstað fyrir hræin en til stóð að grafa hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi. Riðan hafi komið upp í hólfi númer sjö, Miðfjarðarhólfi en Lækjarmót eru í hólfi níu, Húnahólfi. Bændurnir á bænum hafi hins vegar hætt við. Ástæða þess er tíunduð í löngum pósti Sonju Líndal, bónda á Lækjarmóti á Facebook. Þar segir hún pressuna hafa verið mikla og að hún og eiginmaður hennar Friðrik, hafi þurft að þola ósanngjarnar árásir í kjölfar þess að þau hafi boðið urðunarstaðinn fram. Engar aðrar lausnir í sjónmáli Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir urðun fjársins vera örþrifaráð. „Þetta er ekki góður kostur, og ekki ákjósanlegur. Þetta hefur verið gert í gegnum tíðina. Við höfum ekki staðfestar upplýsingar um að smit hafi borist í jarðveg eða vatn til þessa.“ Ekki sé hægt að fara neinar aðrar leiðir. Riðuveiki á bæjum í Húnaþingi Vestra frá árinu 2003 til 2021.Stöð 2 „Þetta myglar í gámunum, þegar þetta er orðið myglað þá er ekki tekið við þessu til brennslu. Það er alveg skýrt. Það var leitað allra leiða eins og frystingar, kælingar, færanlegar brennslur, allt annað slíkt. Ekkert af þessu kom til greina. Það var unnin mikil vinna alla helgina.“ „Staðan er þannig að kerfi meðhöndlunar úrgangs á Íslandi er ekki að standast þetta álagspróf. Þetta er of veikt, við erum með eina brennslu á Íslandi og einn ofn og nú er hann bilaður.“ Hún sé þó vongóð um að lausn finnist á málinu. En ekki sé neitt fast í hendi enn. „Ég er að vonast til þess að í lok dags verði komin lausn.“ Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Um 1400 kindur hafa verið skornar í Miðfirði síðan að riðusmit kom þar upp. Fyrst á Bergsstöðum og síðar á Syðri-Urriðaá. Bændur í sveitinni eru uggandi yfir því að frekar niðurskurður sé væntanlegur. Illa hefur gengið að finna urðunarstað fyrir hræin en til stóð að grafa hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi. Riðan hafi komið upp í hólfi númer sjö, Miðfjarðarhólfi en Lækjarmót eru í hólfi níu, Húnahólfi. Bændurnir á bænum hafi hins vegar hætt við. Ástæða þess er tíunduð í löngum pósti Sonju Líndal, bónda á Lækjarmóti á Facebook. Þar segir hún pressuna hafa verið mikla og að hún og eiginmaður hennar Friðrik, hafi þurft að þola ósanngjarnar árásir í kjölfar þess að þau hafi boðið urðunarstaðinn fram. Engar aðrar lausnir í sjónmáli Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir urðun fjársins vera örþrifaráð. „Þetta er ekki góður kostur, og ekki ákjósanlegur. Þetta hefur verið gert í gegnum tíðina. Við höfum ekki staðfestar upplýsingar um að smit hafi borist í jarðveg eða vatn til þessa.“ Ekki sé hægt að fara neinar aðrar leiðir. Riðuveiki á bæjum í Húnaþingi Vestra frá árinu 2003 til 2021.Stöð 2 „Þetta myglar í gámunum, þegar þetta er orðið myglað þá er ekki tekið við þessu til brennslu. Það er alveg skýrt. Það var leitað allra leiða eins og frystingar, kælingar, færanlegar brennslur, allt annað slíkt. Ekkert af þessu kom til greina. Það var unnin mikil vinna alla helgina.“ „Staðan er þannig að kerfi meðhöndlunar úrgangs á Íslandi er ekki að standast þetta álagspróf. Þetta er of veikt, við erum með eina brennslu á Íslandi og einn ofn og nú er hann bilaður.“ Hún sé þó vongóð um að lausn finnist á málinu. En ekki sé neitt fast í hendi enn. „Ég er að vonast til þess að í lok dags verði komin lausn.“
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41
Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42
„Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29