Leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafa Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 23:37 Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur ákveðið að leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafna Vísir/Tryggvi Innheimtustofnun sveitarfélaga mun leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafna sem stofnunin innheimti frá nóvember 2018 til desembers 2021. Leiðréttingarnar eru alls 906 og nemur heildarupphæð endurgreiðslna um 70 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Þar segir að þegar ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem var skipuð í desember 2021, tók við hafi blasað við að verulegur vafi léki á um lögmæti innheimtuþóknana. Í kjölfarið var ákveðið að leita eftir lögfræðiáliti. Ný stjórn tók þar að auki ákvörðun um að rukka ekki innheimtuþóknanir á meðan málið var til skoðunar. Stjórnin samþykkti í júní 2022 að leita eftir lögfræðiáliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að fá úr því skorið hvort lagaheimild hefði verið fyrir því að leggja sérstaka þóknun á innheimtu stofnunarinnar sem beindist að launagreiðendum. Lögfræðiálitið er afdráttarlaust um að slík lagaheimild sé ekki til staðar. Viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu fá bréf Innheimtustofnun sveitarfélaga segist strax hafa sett af stað vinnu við að leiðrétta innheimtuþóknun hjá þeim einstaklingum sem höfðu greitt hana. Stofnunin segir að þeirri vinnu sé lokið og að hvert tilvik hafi verið kannað sérstaklega og viðeigandi upplýsinga aflað um þau. Þá komi þrír möguleikar til greina í framhaldinu: „skuldajöfnuður að fullu, skuldajöfnuður að hluta og að lokum endurgreiðsla á innheimtugjöldum.“ Tilvikum dánar- og þrotabúa verði einnig hagað með sama hætti. Allir viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu munu á næstu dögum fá sent bréf með upplýsingum um næstu skref. „Viðskiptavinir stofnunarinnar þurfa ekki að aðhafast neitt, við munum senda bréf á alla einstaklinga sem munu fá leiðréttingu og þar kemur fram hvernig við ætlum að vinna málið,“ sagði Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, um málið. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið mikið í fréttum undanfarið, aðallega vegna þess að stofnunin var dæmd brotleg fyrir að brjóta jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun. Stjórnsýsla Skattar og tollar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37 „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Þar segir að þegar ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem var skipuð í desember 2021, tók við hafi blasað við að verulegur vafi léki á um lögmæti innheimtuþóknana. Í kjölfarið var ákveðið að leita eftir lögfræðiáliti. Ný stjórn tók þar að auki ákvörðun um að rukka ekki innheimtuþóknanir á meðan málið var til skoðunar. Stjórnin samþykkti í júní 2022 að leita eftir lögfræðiáliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að fá úr því skorið hvort lagaheimild hefði verið fyrir því að leggja sérstaka þóknun á innheimtu stofnunarinnar sem beindist að launagreiðendum. Lögfræðiálitið er afdráttarlaust um að slík lagaheimild sé ekki til staðar. Viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu fá bréf Innheimtustofnun sveitarfélaga segist strax hafa sett af stað vinnu við að leiðrétta innheimtuþóknun hjá þeim einstaklingum sem höfðu greitt hana. Stofnunin segir að þeirri vinnu sé lokið og að hvert tilvik hafi verið kannað sérstaklega og viðeigandi upplýsinga aflað um þau. Þá komi þrír möguleikar til greina í framhaldinu: „skuldajöfnuður að fullu, skuldajöfnuður að hluta og að lokum endurgreiðsla á innheimtugjöldum.“ Tilvikum dánar- og þrotabúa verði einnig hagað með sama hætti. Allir viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu munu á næstu dögum fá sent bréf með upplýsingum um næstu skref. „Viðskiptavinir stofnunarinnar þurfa ekki að aðhafast neitt, við munum senda bréf á alla einstaklinga sem munu fá leiðréttingu og þar kemur fram hvernig við ætlum að vinna málið,“ sagði Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, um málið. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið mikið í fréttum undanfarið, aðallega vegna þess að stofnunin var dæmd brotleg fyrir að brjóta jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun.
Stjórnsýsla Skattar og tollar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37 „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37
„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16
„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20