„Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2023 14:30 Andrea Jóns, Páll Óskar og Vera Illuga eru meðal þeirra sem fordæma boðskap Samtakanna 22. Ásta Kristjáns/Vilhelm Tæplega þrjú hundruð samkynheigðir Íslendingar fordæma að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Samtökin séu hvorki talsmaður hópsins né tali í þeirra nafni. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem ber titilinn „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ sem birtist á Vísi í dag. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Andrea Jónsdóttir útvarpskona, Andrean Sigurgeirsson dansari, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Ómar söngvari, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður, Kristín Eysteinsdóttir rektor og Vera Illugadóttir útvarpskona svo einhverjir séu nefndir. „Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. Við fordæmum að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra, hvorki þau né talsmaður þeirra tala í okkar nafni,“ segir í greininni. „Að eigin sögn eru Samtökin 22 „hagsmunasamtök samkynhneigðra“ og hefur stofnandi/talsmaður félagsins að undanförnu ritað greinar og til hans verið vísað í fjölmiðlum. Til þessa hafa hin nýju „hagsmunasamtök“ fátt annað á afrekaskrá sinni en fordómafulla umsögn um frumvarp til lögbanns á bælingarmeðferðum og formlega kvörtun til forsætisnefndar Alþingis undan samkynhneigðum varaþingmanni.“ Umræddur stofnandi heitir Eldur Deville. Óhætt er að segja að mest áhersla í orðræðu hans hafi verið hvað við kemur trans fólki. Eldur hefur endurtekið hafnað því að hafa uppi fordóma gegn trans fólki. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að Samtökin 22 séu einu hagsmunasamtökin á Íslandi sem vinna í þágu samkynhneigðra. Fullyrðing sem flestir þjóðþekktir samkynhneigðir Íslendingar taka ekki undir. Þá hafa Samtökin 22 gagnrýnt að Samtökin 78 fari í grunnskólana til að fræða börnin um kynsegin mál. „Við þurfum ekki í skólana. Kennarar eru fullfærir að miðla því til barna að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Samtökin 22 hafa talað gegn starfsemi hinna raunverulegu hagsmunasamtaka hinsegin fólks, Samtakanna '78 og aðildarfélögum þeirra, ýtt undir kynjatvíhyggju og virðast í raun fyrst og fremst stefna að upplausn hinsegin samfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Okkur þykir því ljóst að starf Samtakanna 22 snúist ekki um réttindabaráttu eða hagsmunagæslu samkynhneigðra heldur baráttu gegn réttindum og hagsmunum annarra hópa,“ segir í aðsendu greininni á Vísi í dag. Hinsegin Félagasamtök Tengdar fréttir Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein sem ber titilinn „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ sem birtist á Vísi í dag. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Andrea Jónsdóttir útvarpskona, Andrean Sigurgeirsson dansari, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Ómar söngvari, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður, Kristín Eysteinsdóttir rektor og Vera Illugadóttir útvarpskona svo einhverjir séu nefndir. „Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. Við fordæmum að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra, hvorki þau né talsmaður þeirra tala í okkar nafni,“ segir í greininni. „Að eigin sögn eru Samtökin 22 „hagsmunasamtök samkynhneigðra“ og hefur stofnandi/talsmaður félagsins að undanförnu ritað greinar og til hans verið vísað í fjölmiðlum. Til þessa hafa hin nýju „hagsmunasamtök“ fátt annað á afrekaskrá sinni en fordómafulla umsögn um frumvarp til lögbanns á bælingarmeðferðum og formlega kvörtun til forsætisnefndar Alþingis undan samkynhneigðum varaþingmanni.“ Umræddur stofnandi heitir Eldur Deville. Óhætt er að segja að mest áhersla í orðræðu hans hafi verið hvað við kemur trans fólki. Eldur hefur endurtekið hafnað því að hafa uppi fordóma gegn trans fólki. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að Samtökin 22 séu einu hagsmunasamtökin á Íslandi sem vinna í þágu samkynhneigðra. Fullyrðing sem flestir þjóðþekktir samkynhneigðir Íslendingar taka ekki undir. Þá hafa Samtökin 22 gagnrýnt að Samtökin 78 fari í grunnskólana til að fræða börnin um kynsegin mál. „Við þurfum ekki í skólana. Kennarar eru fullfærir að miðla því til barna að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Samtökin 22 hafa talað gegn starfsemi hinna raunverulegu hagsmunasamtaka hinsegin fólks, Samtakanna '78 og aðildarfélögum þeirra, ýtt undir kynjatvíhyggju og virðast í raun fyrst og fremst stefna að upplausn hinsegin samfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Okkur þykir því ljóst að starf Samtakanna 22 snúist ekki um réttindabaráttu eða hagsmunagæslu samkynhneigðra heldur baráttu gegn réttindum og hagsmunum annarra hópa,“ segir í aðsendu greininni á Vísi í dag.
Hinsegin Félagasamtök Tengdar fréttir Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00