„Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2023 14:30 Andrea Jóns, Páll Óskar og Vera Illuga eru meðal þeirra sem fordæma boðskap Samtakanna 22. Ásta Kristjáns/Vilhelm Tæplega þrjú hundruð samkynheigðir Íslendingar fordæma að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Samtökin séu hvorki talsmaður hópsins né tali í þeirra nafni. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem ber titilinn „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ sem birtist á Vísi í dag. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Andrea Jónsdóttir útvarpskona, Andrean Sigurgeirsson dansari, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Ómar söngvari, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður, Kristín Eysteinsdóttir rektor og Vera Illugadóttir útvarpskona svo einhverjir séu nefndir. „Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. Við fordæmum að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra, hvorki þau né talsmaður þeirra tala í okkar nafni,“ segir í greininni. „Að eigin sögn eru Samtökin 22 „hagsmunasamtök samkynhneigðra“ og hefur stofnandi/talsmaður félagsins að undanförnu ritað greinar og til hans verið vísað í fjölmiðlum. Til þessa hafa hin nýju „hagsmunasamtök“ fátt annað á afrekaskrá sinni en fordómafulla umsögn um frumvarp til lögbanns á bælingarmeðferðum og formlega kvörtun til forsætisnefndar Alþingis undan samkynhneigðum varaþingmanni.“ Umræddur stofnandi heitir Eldur Deville. Óhætt er að segja að mest áhersla í orðræðu hans hafi verið hvað við kemur trans fólki. Eldur hefur endurtekið hafnað því að hafa uppi fordóma gegn trans fólki. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að Samtökin 22 séu einu hagsmunasamtökin á Íslandi sem vinna í þágu samkynhneigðra. Fullyrðing sem flestir þjóðþekktir samkynhneigðir Íslendingar taka ekki undir. Þá hafa Samtökin 22 gagnrýnt að Samtökin 78 fari í grunnskólana til að fræða börnin um kynsegin mál. „Við þurfum ekki í skólana. Kennarar eru fullfærir að miðla því til barna að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Samtökin 22 hafa talað gegn starfsemi hinna raunverulegu hagsmunasamtaka hinsegin fólks, Samtakanna '78 og aðildarfélögum þeirra, ýtt undir kynjatvíhyggju og virðast í raun fyrst og fremst stefna að upplausn hinsegin samfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Okkur þykir því ljóst að starf Samtakanna 22 snúist ekki um réttindabaráttu eða hagsmunagæslu samkynhneigðra heldur baráttu gegn réttindum og hagsmunum annarra hópa,“ segir í aðsendu greininni á Vísi í dag. Hinsegin Félagasamtök Tengdar fréttir Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein sem ber titilinn „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ sem birtist á Vísi í dag. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Andrea Jónsdóttir útvarpskona, Andrean Sigurgeirsson dansari, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Ómar söngvari, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður, Kristín Eysteinsdóttir rektor og Vera Illugadóttir útvarpskona svo einhverjir séu nefndir. „Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. Við fordæmum að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra, hvorki þau né talsmaður þeirra tala í okkar nafni,“ segir í greininni. „Að eigin sögn eru Samtökin 22 „hagsmunasamtök samkynhneigðra“ og hefur stofnandi/talsmaður félagsins að undanförnu ritað greinar og til hans verið vísað í fjölmiðlum. Til þessa hafa hin nýju „hagsmunasamtök“ fátt annað á afrekaskrá sinni en fordómafulla umsögn um frumvarp til lögbanns á bælingarmeðferðum og formlega kvörtun til forsætisnefndar Alþingis undan samkynhneigðum varaþingmanni.“ Umræddur stofnandi heitir Eldur Deville. Óhætt er að segja að mest áhersla í orðræðu hans hafi verið hvað við kemur trans fólki. Eldur hefur endurtekið hafnað því að hafa uppi fordóma gegn trans fólki. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að Samtökin 22 séu einu hagsmunasamtökin á Íslandi sem vinna í þágu samkynhneigðra. Fullyrðing sem flestir þjóðþekktir samkynhneigðir Íslendingar taka ekki undir. Þá hafa Samtökin 22 gagnrýnt að Samtökin 78 fari í grunnskólana til að fræða börnin um kynsegin mál. „Við þurfum ekki í skólana. Kennarar eru fullfærir að miðla því til barna að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Samtökin 22 hafa talað gegn starfsemi hinna raunverulegu hagsmunasamtaka hinsegin fólks, Samtakanna '78 og aðildarfélögum þeirra, ýtt undir kynjatvíhyggju og virðast í raun fyrst og fremst stefna að upplausn hinsegin samfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Okkur þykir því ljóst að starf Samtakanna 22 snúist ekki um réttindabaráttu eða hagsmunagæslu samkynhneigðra heldur baráttu gegn réttindum og hagsmunum annarra hópa,“ segir í aðsendu greininni á Vísi í dag.
Hinsegin Félagasamtök Tengdar fréttir Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00