Styrkleikar Krabbameinsfélagsins á Selfossi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2023 18:31 Styrkleikarnir fara fram á Selfossi um helgina í annað skipti. Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðsend Styrkleikar Krabbameinsfélagsins verða haldnir í annað sinn dagana 29. apríl til 30. apríl í Lindexhöllinni á Selfossi. Viðburðurinn er opinn öllum og það kostar ekkert að vera með. Fyrstu Styrkleikarnir fóru fram á Selfossi í fyrra þar sem hátt í 600 manns gengu 19.812 hringi sem jafngildir 4.755 km. Til að setja þá vegalengd í samhengi var farið rúmlega þrjá og hálfan hring í kringum Ísland á þessum sólarhring. Auk þess litu hátt í 1000 manns við í Íþróttahöllinni á meðan á viðburðinum stóð, fylgdust með dagskránni og gengu nokkra hringi í leiðinni. „Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Heiðursgestir leikanna eru þeir sem greinst hafa með krabbamein og sérstök dagskrá tileinkuð þeim,“ segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna. Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptast á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir. Fólk þarf ekki að vera hluti af liði til að vera með því hægt er að skrá sig í „Landsliðið”, sem er öllum opið. Á svæðinu er mjög gott hjólastólaaðgengi. Mikið er lagt upp úr því að viðburðurinn sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á sínum hraða. Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök ljósastund er haldin á laugardagskvöldinu klukkan 22:00 þegar dimma tekur þar sem kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. „Á ljósastundinni minnumst við þeirra sem við höfum misst og hugsum til þeirra sem eru að takast á við veikindi. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, s.s. tónlist, dans og hoppukastala,” segir Eva Íris. Árborg Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fyrstu Styrkleikarnir fóru fram á Selfossi í fyrra þar sem hátt í 600 manns gengu 19.812 hringi sem jafngildir 4.755 km. Til að setja þá vegalengd í samhengi var farið rúmlega þrjá og hálfan hring í kringum Ísland á þessum sólarhring. Auk þess litu hátt í 1000 manns við í Íþróttahöllinni á meðan á viðburðinum stóð, fylgdust með dagskránni og gengu nokkra hringi í leiðinni. „Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Heiðursgestir leikanna eru þeir sem greinst hafa með krabbamein og sérstök dagskrá tileinkuð þeim,“ segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna. Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptast á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir. Fólk þarf ekki að vera hluti af liði til að vera með því hægt er að skrá sig í „Landsliðið”, sem er öllum opið. Á svæðinu er mjög gott hjólastólaaðgengi. Mikið er lagt upp úr því að viðburðurinn sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á sínum hraða. Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök ljósastund er haldin á laugardagskvöldinu klukkan 22:00 þegar dimma tekur þar sem kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. „Á ljósastundinni minnumst við þeirra sem við höfum misst og hugsum til þeirra sem eru að takast á við veikindi. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, s.s. tónlist, dans og hoppukastala,” segir Eva Íris.
Árborg Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira