Styrkleikar Krabbameinsfélagsins á Selfossi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2023 18:31 Styrkleikarnir fara fram á Selfossi um helgina í annað skipti. Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðsend Styrkleikar Krabbameinsfélagsins verða haldnir í annað sinn dagana 29. apríl til 30. apríl í Lindexhöllinni á Selfossi. Viðburðurinn er opinn öllum og það kostar ekkert að vera með. Fyrstu Styrkleikarnir fóru fram á Selfossi í fyrra þar sem hátt í 600 manns gengu 19.812 hringi sem jafngildir 4.755 km. Til að setja þá vegalengd í samhengi var farið rúmlega þrjá og hálfan hring í kringum Ísland á þessum sólarhring. Auk þess litu hátt í 1000 manns við í Íþróttahöllinni á meðan á viðburðinum stóð, fylgdust með dagskránni og gengu nokkra hringi í leiðinni. „Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Heiðursgestir leikanna eru þeir sem greinst hafa með krabbamein og sérstök dagskrá tileinkuð þeim,“ segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna. Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptast á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir. Fólk þarf ekki að vera hluti af liði til að vera með því hægt er að skrá sig í „Landsliðið”, sem er öllum opið. Á svæðinu er mjög gott hjólastólaaðgengi. Mikið er lagt upp úr því að viðburðurinn sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á sínum hraða. Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök ljósastund er haldin á laugardagskvöldinu klukkan 22:00 þegar dimma tekur þar sem kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. „Á ljósastundinni minnumst við þeirra sem við höfum misst og hugsum til þeirra sem eru að takast á við veikindi. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, s.s. tónlist, dans og hoppukastala,” segir Eva Íris. Árborg Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Fyrstu Styrkleikarnir fóru fram á Selfossi í fyrra þar sem hátt í 600 manns gengu 19.812 hringi sem jafngildir 4.755 km. Til að setja þá vegalengd í samhengi var farið rúmlega þrjá og hálfan hring í kringum Ísland á þessum sólarhring. Auk þess litu hátt í 1000 manns við í Íþróttahöllinni á meðan á viðburðinum stóð, fylgdust með dagskránni og gengu nokkra hringi í leiðinni. „Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Heiðursgestir leikanna eru þeir sem greinst hafa með krabbamein og sérstök dagskrá tileinkuð þeim,“ segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna. Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptast á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir. Fólk þarf ekki að vera hluti af liði til að vera með því hægt er að skrá sig í „Landsliðið”, sem er öllum opið. Á svæðinu er mjög gott hjólastólaaðgengi. Mikið er lagt upp úr því að viðburðurinn sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á sínum hraða. Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök ljósastund er haldin á laugardagskvöldinu klukkan 22:00 þegar dimma tekur þar sem kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. „Á ljósastundinni minnumst við þeirra sem við höfum misst og hugsum til þeirra sem eru að takast á við veikindi. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, s.s. tónlist, dans og hoppukastala,” segir Eva Íris.
Árborg Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira