Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. Við ræðum við ráðherra og Katrín Oddsdóttir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands kemur í settið.
Þá skoðum við enn eitt myglumálið og hittum móður stúlku sem glímdi við mikil veikindi eftir kennslu í skólastofu með rakaskemmdum í Laugarnesskóla. Móðirin segist bæði öskureið og sorgmædd vegan andvaraleysis borgarinnar.
Magnús Hlynur hittir síðan óvenjulega læknafjölskyldu, sem er ekkert að flækja hlutina þegar kemur að vali á háskólamenntun, og síðan verðum við í beinni útsendingu frá Liverpool þar sem helsti júróvisjón sérfræðingur fréttastofunnar, hún Kristín Ólafsdóttir, segir okkur frá stemningunni þar ytra.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.