Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. maí 2023 09:54 Ef Diljá kemst áfram á fimmtudag mun hún því geta fagnað árangrinum í faðmi félaga sinna í íslenska hópnum, eins og keppendur hafa gert síðustu ár. Eurovision Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. Úrslitin á undankvöldum Eurovision hafa nú um árabil verið kynnt keppendum, og Evrópu, þannig að keppendurnir sitja í rými baksviðs, umkringdir fylgdarliði sínu. Þannig hafa þeir annað hvort fagnað úrslitunum eða harmað þau í faðmi félaga sinna, eins og hér sést dæmi um úr undanúrslitum 2021. En, taka átti upp nýtt fyrirkomulag í keppninni í ár. Gísli Marteinn Baldursson, íslenski lýsandi Eurovision, segir fyrirhugað fyrirkomulag hafa verið í anda Idol stjörnuleitar. „Idol-style. Engar bakraddir eða dansara. Og þau sem kæmust áfram færu af sviðinu eitt og eitt. Eftir stæðu svo bara þau sem kæmust ekki,“ segir Gísli Marteinn á Twitter. Hin nýja uppsetning fékk vægast sagt dræmar undirtektir á búningaæfingu hér í Eurovision-höllinni í Liverpool í gær. Og EBU (Samband evrópskra sjónvarpsstöðva) tilkynnti snarlega að því yrði slaufað. „Þetta var prófað í dag og aðdáendur keppninnar (og ýmis hærra sett) mótmæltu svo hraustlega að það var hætt við og þetta verður gert einsog venulega með öll í græna. Mikil gleði með þessa breytingu og að yfirstjórnin hafi hlustað,“ segir Gísli Marteinn. Þetta var prófað í dag og aðdáendur keppninnar (og ýmis hærra sett) mótmæltu svo hraustlega að það var hætt við og þetta verður gert einsog venulega með öll í græna. Mikil gleði með þessa breytingu og að yfirstjórnin hafi hlustað. 2/2 #12stig— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 8, 2023 Eurovísir fylgist með gangi mála úti í Liverpool. Fréttamaður fór yfir stemninguna í borginni í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær - og velti því meðal annars upp hvort Bretar séu orðnir raunverulegir Eurovision-aðdáendur eftir að hafa verið í mótþróa gagnvart keppninni um árabil. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir „Þetta er bara algjör veisla“ Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir segir æðislega stemningu í Liverpool og er spennt fyrir komandi viku. 8. maí 2023 12:09 Ræddi aðdáun sína á Jóhönnu Guðrúnu á túrkís dreglinum Íslenski Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir mætti galvösk á túrkís dregilinn í Eurovision-landi í Liverpool í Bretlandi fyrr í dag. Diljá stóð meðal annars á höndum og tók smá snúning þar sem hún stillti sér upp fyrir ljósmyndana. 7. maí 2023 19:47 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Úrslitin á undankvöldum Eurovision hafa nú um árabil verið kynnt keppendum, og Evrópu, þannig að keppendurnir sitja í rými baksviðs, umkringdir fylgdarliði sínu. Þannig hafa þeir annað hvort fagnað úrslitunum eða harmað þau í faðmi félaga sinna, eins og hér sést dæmi um úr undanúrslitum 2021. En, taka átti upp nýtt fyrirkomulag í keppninni í ár. Gísli Marteinn Baldursson, íslenski lýsandi Eurovision, segir fyrirhugað fyrirkomulag hafa verið í anda Idol stjörnuleitar. „Idol-style. Engar bakraddir eða dansara. Og þau sem kæmust áfram færu af sviðinu eitt og eitt. Eftir stæðu svo bara þau sem kæmust ekki,“ segir Gísli Marteinn á Twitter. Hin nýja uppsetning fékk vægast sagt dræmar undirtektir á búningaæfingu hér í Eurovision-höllinni í Liverpool í gær. Og EBU (Samband evrópskra sjónvarpsstöðva) tilkynnti snarlega að því yrði slaufað. „Þetta var prófað í dag og aðdáendur keppninnar (og ýmis hærra sett) mótmæltu svo hraustlega að það var hætt við og þetta verður gert einsog venulega með öll í græna. Mikil gleði með þessa breytingu og að yfirstjórnin hafi hlustað,“ segir Gísli Marteinn. Þetta var prófað í dag og aðdáendur keppninnar (og ýmis hærra sett) mótmæltu svo hraustlega að það var hætt við og þetta verður gert einsog venulega með öll í græna. Mikil gleði með þessa breytingu og að yfirstjórnin hafi hlustað. 2/2 #12stig— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 8, 2023 Eurovísir fylgist með gangi mála úti í Liverpool. Fréttamaður fór yfir stemninguna í borginni í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær - og velti því meðal annars upp hvort Bretar séu orðnir raunverulegir Eurovision-aðdáendur eftir að hafa verið í mótþróa gagnvart keppninni um árabil.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir „Þetta er bara algjör veisla“ Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir segir æðislega stemningu í Liverpool og er spennt fyrir komandi viku. 8. maí 2023 12:09 Ræddi aðdáun sína á Jóhönnu Guðrúnu á túrkís dreglinum Íslenski Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir mætti galvösk á túrkís dregilinn í Eurovision-landi í Liverpool í Bretlandi fyrr í dag. Diljá stóð meðal annars á höndum og tók smá snúning þar sem hún stillti sér upp fyrir ljósmyndana. 7. maí 2023 19:47 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
„Þetta er bara algjör veisla“ Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir segir æðislega stemningu í Liverpool og er spennt fyrir komandi viku. 8. maí 2023 12:09
Ræddi aðdáun sína á Jóhönnu Guðrúnu á túrkís dreglinum Íslenski Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir mætti galvösk á túrkís dregilinn í Eurovision-landi í Liverpool í Bretlandi fyrr í dag. Diljá stóð meðal annars á höndum og tók smá snúning þar sem hún stillti sér upp fyrir ljósmyndana. 7. maí 2023 19:47
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01