Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. maí 2023 19:09 Ben og Lilliana voru mætt sérstaklega til Liverpool til að drekka í sig Eurovision-stemninguna þegar Eurovísir hitti þau. Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. Fyrst kynnum við til leiks Ben og Lilliönu. Þau segjast gríðarlegir Eurovision-aðdáendur og langt er síðan þau gerðu með sér samkomulag um að mæta á Eurovision ef það yrði einhvern tímann haldið í Bretlandi. Þau eru sammála um uppáhaldslögin; Finnland, Svíþjóð, Noregur og Austurríki. En hvað með íslenska framlagið? „Mér finnst það mjög vanmetið. Dansinn, orkan. Ég elska það,“ segir Ben. „Ég held að það komist áfram,“ segir Lilliana. „Ég vona það,“ bætir Ben við. Susie er annar breskur Eurovision-aðdáandi sem Eurovísir tók tali í Liverpool. Hún var í mikilli Eurovision-múnderingu; kjól sérmerktum framlögum Austurríkis, Finnlands og Þýskalands. „Það er algjörlega frábært,“ segir Susie um íslenska lagið. „Frábært lag. Ég hef verið mikill aðdáandi Íslands í Eurovision síðan Daði Freyr tók þátt. Þið eruð alveg með á hreinu hvernig á að taka þátt í Eurovision.“ Ben, Lilliana, Susie og fleiri Eurovision-glaðir Bretar eru viðmælendur í öðrum þætti Eurovísis sem horfa má á hér fyrir neðan. Í þættinum fylgjumst við einnig með ferðalagi Eurovísis til Liverpool, sem tók á móti okkur með sannkallaðri, breskri úrhellisrigningu. Diljá stígur á svið hér í Liverpool á seinna undanúrslitakvöldinu á fimmtudag. Hún situr, eins og síðustu daga, í 29. sæti á Eurovisionworld og er því ekki spáð áfram í úrslitakeppnina á laugardag. En ef Bretarnir okkar reynast sannspáir verður hún ekki í vandræðum með að næla sér í sæti á úrslitunum. Við spyrjum að leikslokum! Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Eurovision Eurovísir Bretland Tengdar fréttir Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Fyrst kynnum við til leiks Ben og Lilliönu. Þau segjast gríðarlegir Eurovision-aðdáendur og langt er síðan þau gerðu með sér samkomulag um að mæta á Eurovision ef það yrði einhvern tímann haldið í Bretlandi. Þau eru sammála um uppáhaldslögin; Finnland, Svíþjóð, Noregur og Austurríki. En hvað með íslenska framlagið? „Mér finnst það mjög vanmetið. Dansinn, orkan. Ég elska það,“ segir Ben. „Ég held að það komist áfram,“ segir Lilliana. „Ég vona það,“ bætir Ben við. Susie er annar breskur Eurovision-aðdáandi sem Eurovísir tók tali í Liverpool. Hún var í mikilli Eurovision-múnderingu; kjól sérmerktum framlögum Austurríkis, Finnlands og Þýskalands. „Það er algjörlega frábært,“ segir Susie um íslenska lagið. „Frábært lag. Ég hef verið mikill aðdáandi Íslands í Eurovision síðan Daði Freyr tók þátt. Þið eruð alveg með á hreinu hvernig á að taka þátt í Eurovision.“ Ben, Lilliana, Susie og fleiri Eurovision-glaðir Bretar eru viðmælendur í öðrum þætti Eurovísis sem horfa má á hér fyrir neðan. Í þættinum fylgjumst við einnig með ferðalagi Eurovísis til Liverpool, sem tók á móti okkur með sannkallaðri, breskri úrhellisrigningu. Diljá stígur á svið hér í Liverpool á seinna undanúrslitakvöldinu á fimmtudag. Hún situr, eins og síðustu daga, í 29. sæti á Eurovisionworld og er því ekki spáð áfram í úrslitakeppnina á laugardag. En ef Bretarnir okkar reynast sannspáir verður hún ekki í vandræðum með að næla sér í sæti á úrslitunum. Við spyrjum að leikslokum! Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool.
Eurovision Eurovísir Bretland Tengdar fréttir Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01