Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. maí 2023 19:09 Ben og Lilliana voru mætt sérstaklega til Liverpool til að drekka í sig Eurovision-stemninguna þegar Eurovísir hitti þau. Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. Fyrst kynnum við til leiks Ben og Lilliönu. Þau segjast gríðarlegir Eurovision-aðdáendur og langt er síðan þau gerðu með sér samkomulag um að mæta á Eurovision ef það yrði einhvern tímann haldið í Bretlandi. Þau eru sammála um uppáhaldslögin; Finnland, Svíþjóð, Noregur og Austurríki. En hvað með íslenska framlagið? „Mér finnst það mjög vanmetið. Dansinn, orkan. Ég elska það,“ segir Ben. „Ég held að það komist áfram,“ segir Lilliana. „Ég vona það,“ bætir Ben við. Susie er annar breskur Eurovision-aðdáandi sem Eurovísir tók tali í Liverpool. Hún var í mikilli Eurovision-múnderingu; kjól sérmerktum framlögum Austurríkis, Finnlands og Þýskalands. „Það er algjörlega frábært,“ segir Susie um íslenska lagið. „Frábært lag. Ég hef verið mikill aðdáandi Íslands í Eurovision síðan Daði Freyr tók þátt. Þið eruð alveg með á hreinu hvernig á að taka þátt í Eurovision.“ Ben, Lilliana, Susie og fleiri Eurovision-glaðir Bretar eru viðmælendur í öðrum þætti Eurovísis sem horfa má á hér fyrir neðan. Í þættinum fylgjumst við einnig með ferðalagi Eurovísis til Liverpool, sem tók á móti okkur með sannkallaðri, breskri úrhellisrigningu. Diljá stígur á svið hér í Liverpool á seinna undanúrslitakvöldinu á fimmtudag. Hún situr, eins og síðustu daga, í 29. sæti á Eurovisionworld og er því ekki spáð áfram í úrslitakeppnina á laugardag. En ef Bretarnir okkar reynast sannspáir verður hún ekki í vandræðum með að næla sér í sæti á úrslitunum. Við spyrjum að leikslokum! Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Eurovision Eurovísir Bretland Tengdar fréttir Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
Fyrst kynnum við til leiks Ben og Lilliönu. Þau segjast gríðarlegir Eurovision-aðdáendur og langt er síðan þau gerðu með sér samkomulag um að mæta á Eurovision ef það yrði einhvern tímann haldið í Bretlandi. Þau eru sammála um uppáhaldslögin; Finnland, Svíþjóð, Noregur og Austurríki. En hvað með íslenska framlagið? „Mér finnst það mjög vanmetið. Dansinn, orkan. Ég elska það,“ segir Ben. „Ég held að það komist áfram,“ segir Lilliana. „Ég vona það,“ bætir Ben við. Susie er annar breskur Eurovision-aðdáandi sem Eurovísir tók tali í Liverpool. Hún var í mikilli Eurovision-múnderingu; kjól sérmerktum framlögum Austurríkis, Finnlands og Þýskalands. „Það er algjörlega frábært,“ segir Susie um íslenska lagið. „Frábært lag. Ég hef verið mikill aðdáandi Íslands í Eurovision síðan Daði Freyr tók þátt. Þið eruð alveg með á hreinu hvernig á að taka þátt í Eurovision.“ Ben, Lilliana, Susie og fleiri Eurovision-glaðir Bretar eru viðmælendur í öðrum þætti Eurovísis sem horfa má á hér fyrir neðan. Í þættinum fylgjumst við einnig með ferðalagi Eurovísis til Liverpool, sem tók á móti okkur með sannkallaðri, breskri úrhellisrigningu. Diljá stígur á svið hér í Liverpool á seinna undanúrslitakvöldinu á fimmtudag. Hún situr, eins og síðustu daga, í 29. sæti á Eurovisionworld og er því ekki spáð áfram í úrslitakeppnina á laugardag. En ef Bretarnir okkar reynast sannspáir verður hún ekki í vandræðum með að næla sér í sæti á úrslitunum. Við spyrjum að leikslokum! Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool.
Eurovision Eurovísir Bretland Tengdar fréttir Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01