Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2023 22:04 Diljá segist aldrei hafa sungið Power jafnvel og hún gerði á dómararennslinu í kvöld, þrátt fyrir tækniörðugleika. EBU/Sarah Louise Bennett Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. Eurovísir hitti á Diljá á hóteli íslenska hópsins eftir dómararennslið hér í Liverpool á ellefta tímanum. Diljá lýsir því að snúningspallurinn hafi byrjað að láta ófriðlega á blaðamannarennslinu í höllinni fyrr í dag en svo sat hann pikkfastur á dómararennslinu í kvöld. „Það var smá tæknivandamál, ég er semsagt með snúningspall og hann hætti að virka. En það verður lagað og sem betur fer gerðist það í dag og gerist ekki á morgun þegar útsendingin er. En mér gekk mjög vel, það er geggjuð stemning í hópnum,“ segir Diljá. En hvað fer í gegnum hugann á sviðinu þegar svona tæknivandræði verða? „Bara að standa mig sem best, reyna að halda í tilfinninguna í laginu og halda í það sem ég er að gera,“ segir Diljá, sem er gríðaránægð með frammistöðuna í kvöld. Fullur salur af áhorfendum fylgdist með rennslinu. „Að fá salinn var meira spark, það var geggjað,“ segir Diljá. Og sparar ekki stóru orðin: „Ég held ég hafi aldrei sungið Power jafn vel og í kvöld.“ Myndskeið af flutningi Diljár á blaðamannarennslinu í dag, þar sem Diljá stígur einmitt á umræddan snúningspall, má sjá hér fyrir neðan. Við ræðum nánar við Diljá í Eurovísi á morgun en hún keppir í seinni undanúrslitum Eurovision í Liverpool annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og við fylgjumst með í beinni textalýsingu úr blaðamannahöllinni, eins og á fyrri undanúrslitunum á þriðjudag. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. 10. maí 2023 20:12 Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira
Eurovísir hitti á Diljá á hóteli íslenska hópsins eftir dómararennslið hér í Liverpool á ellefta tímanum. Diljá lýsir því að snúningspallurinn hafi byrjað að láta ófriðlega á blaðamannarennslinu í höllinni fyrr í dag en svo sat hann pikkfastur á dómararennslinu í kvöld. „Það var smá tæknivandamál, ég er semsagt með snúningspall og hann hætti að virka. En það verður lagað og sem betur fer gerðist það í dag og gerist ekki á morgun þegar útsendingin er. En mér gekk mjög vel, það er geggjuð stemning í hópnum,“ segir Diljá. En hvað fer í gegnum hugann á sviðinu þegar svona tæknivandræði verða? „Bara að standa mig sem best, reyna að halda í tilfinninguna í laginu og halda í það sem ég er að gera,“ segir Diljá, sem er gríðaránægð með frammistöðuna í kvöld. Fullur salur af áhorfendum fylgdist með rennslinu. „Að fá salinn var meira spark, það var geggjað,“ segir Diljá. Og sparar ekki stóru orðin: „Ég held ég hafi aldrei sungið Power jafn vel og í kvöld.“ Myndskeið af flutningi Diljár á blaðamannarennslinu í dag, þar sem Diljá stígur einmitt á umræddan snúningspall, má sjá hér fyrir neðan. Við ræðum nánar við Diljá í Eurovísi á morgun en hún keppir í seinni undanúrslitum Eurovision í Liverpool annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og við fylgjumst með í beinni textalýsingu úr blaðamannahöllinni, eins og á fyrri undanúrslitunum á þriðjudag.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. 10. maí 2023 20:12 Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Sjá meira
Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. 10. maí 2023 20:12
Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01