Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Árni Sæberg skrifar 14. maí 2023 07:00 Það er kostnaðarsamt að veiða hvali og verka þá. Stöð 2/Egill Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. Þrátt fyrir að hvalaveiðar hafi gefið lítið af sér eru hluthafar félagsins ekki á flæðiskeri staddir. Hagnaður félagsins á árunum 2012 til 2020 var rétt tæplega þrjátíu milljarðar króna. Í skýrslu stjórnar í síðasta ársreikningi var lagt til að greiddur yrði einn og hálfur milljarða króna í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar eru Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins og systir hans Birna. Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi félagsins.Stöð 2/Egill Langstærsta tekjulind Hvals hf. á tímabilinu eru eignarhlutir félagsins í öðrum félögum, þá helst Vogun hf., sem var afskráð árið 2019 eftir sölu félagsins á öllum eignarhluta þess í HB Granda. Drjúgur hluti hagnaðar Hvals hf. á tímabilinu, um 13,5 milljarðar króna, skýrist af sölunni. Seldi hval fyrir tæpa tíu milljarða króna Hvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið þrætuepli um árabil og margir hafa velt fyrir sér tilgangi þeirra. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals og sá maður sem ber hvalveiðiiðnaðinn á herðum sér, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að ekkert mál væri að koma hvalaafurðum í verð. Er markaður fyrir kjötið? „Já, já, það er ekkert vesen með það. Ég veit ekki af hverju þið haldið það. Þið eruð alltaf að messa um það, þessi fréttamenn,“ sagði Kristján í samtali við fréttastofu í tilefni af því að hvalveiðar hófust á ný eftir langa pásu síðasta sumar. Á tímabilinu 2012 til 2020 námu tekjur Hvals af sölu hvalaafurða alls rúmlega 9,7 milljörðum króna. Vert er að taka fram að hvalveiðar voru ekki stundaðar öll árin sem um ræðir. Tekjur af hvalveiðum segja hins vegar bara hálfa söguna, þeim fylgir nefnilega ærinn kostnaður, ef miðað er við ársreikninga. Þá má nefna að meðallaun starfsmanna við veiði og vinnslu hvals eru 1,7 milljónir króna á mánuði, líkt og verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson greindi frá í gær. Í samantekt Gæðaendurskoðunar eru þrír kostnaðarliðir teknir saman, rekstur hvalveiðiskipa, kostnaður í Hvalfirði og útflutningstengdur kostnaður; birgðabreyting hvalaafurða; og afskrift hvalveiðiskipa. Samantekinn kostnaður er þrír milljarðar króna umfram tekjur af hvalveiðum. Inni í þeirri tölu eru hvorki afskriftir fasteigna og véla né kostnaður í Hafnarfirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru, en Gæðaenduskoðun telur sig ekki hafa forsendur til að tengja hann beint við Hvalveiðar. Úttekt Gæðaendurskoðunar má sjá tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Hvalur_(1)PDF172KBSækja skjal Hvalveiðar Hafnarfjörður Akranes Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. Þrátt fyrir að hvalaveiðar hafi gefið lítið af sér eru hluthafar félagsins ekki á flæðiskeri staddir. Hagnaður félagsins á árunum 2012 til 2020 var rétt tæplega þrjátíu milljarðar króna. Í skýrslu stjórnar í síðasta ársreikningi var lagt til að greiddur yrði einn og hálfur milljarða króna í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar eru Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins og systir hans Birna. Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi félagsins.Stöð 2/Egill Langstærsta tekjulind Hvals hf. á tímabilinu eru eignarhlutir félagsins í öðrum félögum, þá helst Vogun hf., sem var afskráð árið 2019 eftir sölu félagsins á öllum eignarhluta þess í HB Granda. Drjúgur hluti hagnaðar Hvals hf. á tímabilinu, um 13,5 milljarðar króna, skýrist af sölunni. Seldi hval fyrir tæpa tíu milljarða króna Hvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið þrætuepli um árabil og margir hafa velt fyrir sér tilgangi þeirra. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals og sá maður sem ber hvalveiðiiðnaðinn á herðum sér, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að ekkert mál væri að koma hvalaafurðum í verð. Er markaður fyrir kjötið? „Já, já, það er ekkert vesen með það. Ég veit ekki af hverju þið haldið það. Þið eruð alltaf að messa um það, þessi fréttamenn,“ sagði Kristján í samtali við fréttastofu í tilefni af því að hvalveiðar hófust á ný eftir langa pásu síðasta sumar. Á tímabilinu 2012 til 2020 námu tekjur Hvals af sölu hvalaafurða alls rúmlega 9,7 milljörðum króna. Vert er að taka fram að hvalveiðar voru ekki stundaðar öll árin sem um ræðir. Tekjur af hvalveiðum segja hins vegar bara hálfa söguna, þeim fylgir nefnilega ærinn kostnaður, ef miðað er við ársreikninga. Þá má nefna að meðallaun starfsmanna við veiði og vinnslu hvals eru 1,7 milljónir króna á mánuði, líkt og verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson greindi frá í gær. Í samantekt Gæðaendurskoðunar eru þrír kostnaðarliðir teknir saman, rekstur hvalveiðiskipa, kostnaður í Hvalfirði og útflutningstengdur kostnaður; birgðabreyting hvalaafurða; og afskrift hvalveiðiskipa. Samantekinn kostnaður er þrír milljarðar króna umfram tekjur af hvalveiðum. Inni í þeirri tölu eru hvorki afskriftir fasteigna og véla né kostnaður í Hafnarfirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru, en Gæðaenduskoðun telur sig ekki hafa forsendur til að tengja hann beint við Hvalveiðar. Úttekt Gæðaendurskoðunar má sjá tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Hvalur_(1)PDF172KBSækja skjal
Hvalveiðar Hafnarfjörður Akranes Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira