Vorverkin ganga vel í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2023 14:06 Sauðburður stendur nú yfir hjá sauðfjárbændum landsins. Hjá sumum er hann að ná hámarki þessa dagana, á meðan hann er komin langt á öðrum búum eða jafnvel við það að klárast. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskir bændur eru ánægðir með hvernig vorið fer af stað enda vorverkin komin á fullt á öllum bæjum. Það er helst bleytan sem gerir bændum erfitt fyrir enda ekki gott að keyra á túnum til dæmis með áburð í mikill bleytu. Sauðburður stendur einnig, sem hæst yfir. Allur gróður á Suðurlandi hefur tekið mjög vel við sér síðustu daga enda búið að vera nokkuð hlýtt og væta. Það hefur komið þó einn og einn þurr dagur, sem hefur gert mikið fyrir bændur og búalið eins og Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóa þekkir. „Vorið er bara núna loksins eftir snjóinn komið af stað. Það er hins vegar klaki á jörðu og okkur gengur illa að komast um tún með áburð, plóg og svoleiðis en það er hlýtt. Við erum farnir að setja fé út á tiltölulega græn og fín tún og það væsir ekkert um lambfé úti núna,” segir Reynir. Það er mikið að gera hjá sauðfjárbændum á Suðurlandi og annars staðar á landinu á þessum árstíma þegar sauðburður er að ná hámarki. „Þetta er gríðarlega mikill annatími og við erum vakandi allan sólarhringinn en bara skemmtilegt á meðan á því stendur. Frjósemin er mjög góð, allega á mínu búi og ég held að hún sé almennt á uppleið hjá sauðfjárbændum, sem er vel bara. Ég þakka það góðri ræktun og svo bara aðbúnaði og fóðrun fyrst og fremst,” segir Reynir. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi, sem segir vorverkin ganga vel hjá sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir Þór segir það draumastarf að vera sauðfjárbóndi. „Þetta er náttúrulega bara óskaplega skemmtilegt og gefandi að umgangast þessar skepnur og já, það er eiginlega bara málið, þetta er svo skemmtilegt, skemmtileg vinna og gefandi.” Og lambakjötið, það slær alltaf í gegn. „Það slær alltaf í gegn og er klassískt og gott,” segir Reynir Þór, bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Allur gróður á Suðurlandi hefur tekið mjög vel við sér síðustu daga enda búið að vera nokkuð hlýtt og væta. Það hefur komið þó einn og einn þurr dagur, sem hefur gert mikið fyrir bændur og búalið eins og Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóa þekkir. „Vorið er bara núna loksins eftir snjóinn komið af stað. Það er hins vegar klaki á jörðu og okkur gengur illa að komast um tún með áburð, plóg og svoleiðis en það er hlýtt. Við erum farnir að setja fé út á tiltölulega græn og fín tún og það væsir ekkert um lambfé úti núna,” segir Reynir. Það er mikið að gera hjá sauðfjárbændum á Suðurlandi og annars staðar á landinu á þessum árstíma þegar sauðburður er að ná hámarki. „Þetta er gríðarlega mikill annatími og við erum vakandi allan sólarhringinn en bara skemmtilegt á meðan á því stendur. Frjósemin er mjög góð, allega á mínu búi og ég held að hún sé almennt á uppleið hjá sauðfjárbændum, sem er vel bara. Ég þakka það góðri ræktun og svo bara aðbúnaði og fóðrun fyrst og fremst,” segir Reynir. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi, sem segir vorverkin ganga vel hjá sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir Þór segir það draumastarf að vera sauðfjárbóndi. „Þetta er náttúrulega bara óskaplega skemmtilegt og gefandi að umgangast þessar skepnur og já, það er eiginlega bara málið, þetta er svo skemmtilegt, skemmtileg vinna og gefandi.” Og lambakjötið, það slær alltaf í gegn. „Það slær alltaf í gegn og er klassískt og gott,” segir Reynir Þór, bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira