Vorverkin ganga vel í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2023 14:06 Sauðburður stendur nú yfir hjá sauðfjárbændum landsins. Hjá sumum er hann að ná hámarki þessa dagana, á meðan hann er komin langt á öðrum búum eða jafnvel við það að klárast. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskir bændur eru ánægðir með hvernig vorið fer af stað enda vorverkin komin á fullt á öllum bæjum. Það er helst bleytan sem gerir bændum erfitt fyrir enda ekki gott að keyra á túnum til dæmis með áburð í mikill bleytu. Sauðburður stendur einnig, sem hæst yfir. Allur gróður á Suðurlandi hefur tekið mjög vel við sér síðustu daga enda búið að vera nokkuð hlýtt og væta. Það hefur komið þó einn og einn þurr dagur, sem hefur gert mikið fyrir bændur og búalið eins og Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóa þekkir. „Vorið er bara núna loksins eftir snjóinn komið af stað. Það er hins vegar klaki á jörðu og okkur gengur illa að komast um tún með áburð, plóg og svoleiðis en það er hlýtt. Við erum farnir að setja fé út á tiltölulega græn og fín tún og það væsir ekkert um lambfé úti núna,” segir Reynir. Það er mikið að gera hjá sauðfjárbændum á Suðurlandi og annars staðar á landinu á þessum árstíma þegar sauðburður er að ná hámarki. „Þetta er gríðarlega mikill annatími og við erum vakandi allan sólarhringinn en bara skemmtilegt á meðan á því stendur. Frjósemin er mjög góð, allega á mínu búi og ég held að hún sé almennt á uppleið hjá sauðfjárbændum, sem er vel bara. Ég þakka það góðri ræktun og svo bara aðbúnaði og fóðrun fyrst og fremst,” segir Reynir. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi, sem segir vorverkin ganga vel hjá sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir Þór segir það draumastarf að vera sauðfjárbóndi. „Þetta er náttúrulega bara óskaplega skemmtilegt og gefandi að umgangast þessar skepnur og já, það er eiginlega bara málið, þetta er svo skemmtilegt, skemmtileg vinna og gefandi.” Og lambakjötið, það slær alltaf í gegn. „Það slær alltaf í gegn og er klassískt og gott,” segir Reynir Þór, bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Allur gróður á Suðurlandi hefur tekið mjög vel við sér síðustu daga enda búið að vera nokkuð hlýtt og væta. Það hefur komið þó einn og einn þurr dagur, sem hefur gert mikið fyrir bændur og búalið eins og Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóa þekkir. „Vorið er bara núna loksins eftir snjóinn komið af stað. Það er hins vegar klaki á jörðu og okkur gengur illa að komast um tún með áburð, plóg og svoleiðis en það er hlýtt. Við erum farnir að setja fé út á tiltölulega græn og fín tún og það væsir ekkert um lambfé úti núna,” segir Reynir. Það er mikið að gera hjá sauðfjárbændum á Suðurlandi og annars staðar á landinu á þessum árstíma þegar sauðburður er að ná hámarki. „Þetta er gríðarlega mikill annatími og við erum vakandi allan sólarhringinn en bara skemmtilegt á meðan á því stendur. Frjósemin er mjög góð, allega á mínu búi og ég held að hún sé almennt á uppleið hjá sauðfjárbændum, sem er vel bara. Ég þakka það góðri ræktun og svo bara aðbúnaði og fóðrun fyrst og fremst,” segir Reynir. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi, sem segir vorverkin ganga vel hjá sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir Þór segir það draumastarf að vera sauðfjárbóndi. „Þetta er náttúrulega bara óskaplega skemmtilegt og gefandi að umgangast þessar skepnur og já, það er eiginlega bara málið, þetta er svo skemmtilegt, skemmtileg vinna og gefandi.” Og lambakjötið, það slær alltaf í gegn. „Það slær alltaf í gegn og er klassískt og gott,” segir Reynir Þór, bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira