Segir yfirlýsingu um boðaða hækkun á leiguverði minna á vísindaskáldskap Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. maí 2023 19:30 „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur Hrafn, formaður samtaka leigjenda. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður samtaka leigjenda er hræddur um að mörgum hafi brugðið þegar stjórnarformaður leigufélagsins Ölmu boðaði hækkun á leiguverði í dag. Yfirlýsing stjórnarformannsins um að leiguverð sé of lágt minni á vísindaskáldskap. Leigumarkaðurinn og slæm staða leigjenda hafa verið til umræðu síðustu misseri. Margir hafa gagnrýnt leigufélagið Ölmu og þær hækkanir sem félagið hefur gert á leigusamningum undanfarið. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. Hann sagði leiguverð í raun of lágt og boðaði hækkun. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda hafði sitt að segja um orð Gunnars. „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur. Hann telur að það hafi farið um marga. „Vegna þess að þarna er hann að segja okkur og sýna okkur að þetta snúist ekkert um hvort að það sé einhver rekstrarkostnaður að hækka hjá félaginu heldur bara að hann ætli að hækka leiguna þangað til að hann framkallar þjóðfélagsbreytingar. Og hann tekur sér þetta vald að geta hækkað húsaleigu endalaust, jafnvel þó það þýði að það verði miklar þjóðfélagsbreytingar.“ Þetta er bara eins og í vísindaskáldsögu. „Ég meina, maðurinn stundar svínarækt“ Guðmundur kallar eftir því að stjórnvöld stígi inn í og verji leigjendur fyrir hegðun eins og Gunnar lýsti í morgun. „Þar sem hann ætlar bara að hækka leigu, jafnvel þó það þýði að fjölskyldur þurfi að búa saman, þurfi að búa þröngt. Ég meina, maðurinn stundar svínarækt. Ég veit ekki hvort hann ætlar að varpa þessum hugmyndum sínum um svínarækt og þröngbýli yfir á leigjendur vegna þess að hann veit að leigjendur munu alltaf einhvern veginn þurfa að koma þaki yfir höfuðið. Hann ætlar bara að hækka leiguna þar til þeir hreinlega gefa upp öndina. Og mér finnst að stjórnvöld eigi að bera ábyrgð á því, svona hugsunarhætti.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Leigumarkaðurinn og slæm staða leigjenda hafa verið til umræðu síðustu misseri. Margir hafa gagnrýnt leigufélagið Ölmu og þær hækkanir sem félagið hefur gert á leigusamningum undanfarið. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. Hann sagði leiguverð í raun of lágt og boðaði hækkun. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda hafði sitt að segja um orð Gunnars. „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur. Hann telur að það hafi farið um marga. „Vegna þess að þarna er hann að segja okkur og sýna okkur að þetta snúist ekkert um hvort að það sé einhver rekstrarkostnaður að hækka hjá félaginu heldur bara að hann ætli að hækka leiguna þangað til að hann framkallar þjóðfélagsbreytingar. Og hann tekur sér þetta vald að geta hækkað húsaleigu endalaust, jafnvel þó það þýði að það verði miklar þjóðfélagsbreytingar.“ Þetta er bara eins og í vísindaskáldsögu. „Ég meina, maðurinn stundar svínarækt“ Guðmundur kallar eftir því að stjórnvöld stígi inn í og verji leigjendur fyrir hegðun eins og Gunnar lýsti í morgun. „Þar sem hann ætlar bara að hækka leigu, jafnvel þó það þýði að fjölskyldur þurfi að búa saman, þurfi að búa þröngt. Ég meina, maðurinn stundar svínarækt. Ég veit ekki hvort hann ætlar að varpa þessum hugmyndum sínum um svínarækt og þröngbýli yfir á leigjendur vegna þess að hann veit að leigjendur munu alltaf einhvern veginn þurfa að koma þaki yfir höfuðið. Hann ætlar bara að hækka leiguna þar til þeir hreinlega gefa upp öndina. Og mér finnst að stjórnvöld eigi að bera ábyrgð á því, svona hugsunarhætti.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira