Það var gaman að fá að halda á öllum fimm lömbunum en þetta eru fjórar gimbrar og einn hrútur. Lömbin og foreldrar þeirra eiga heima á bænum Þjórsárholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Gullrós er afburða kind á bænum og mjög frjósöm. En hvað er hún búin að eiga mörg lömb?
„Hún er búin að eiga átján. Hún átti þrjú fyrstu tvö árin, svo tvö lömb og svo fimm síðustu tvö árin,“ segir Guðmundur Árnason bóndi í Þjórsárholti og bætir við.
“Það er mikil frjósemi hjá okkur núna. Það eru 19 rollur bornar og það eru komnar 8 þrílembur, átta tvílembur, tvær einlembur og svo þessi eina fimmlemba.Þær er þó ekkert sérstaklega dekstraðar hjá mér.“

Krakkarnir á bænum eru yfir sig hrifin á lömbunum fimm og mömmu þeirra en pabbi þeirra heitir Tindur er komin út á tún. Irma Ósk Guðmundsdóttir Diaz 9 ára á Gullrós og er að sjálfsögðu með stolt af henni. Hún á eftir að finna fjögur nöfn á lömbin en eitt þeirra hefur fengið nafnið Ósk.
