Yfirlýsingin sé týpískt útspil hjá FH: „Þurfa að líta í eigin barm“ Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 09:30 Yfirlýsing FH og gagnrýni félagsins á hendur framkvæmdarstjóra KSÍ var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi. Þar var Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður félagsins, einn af sérfræðingum þáttarins Vísir/Samsett mynd Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður Bestu deildar liðs FH og núverandi sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, segir það alls ekki hafa komið sér á óvart að FH hafi sent frá sér yfirlýsingu á borð við þá sem félagið sendi frá sér á dögunum. Hann hvetur FH, sem og Kjartan Henry leikmann félagsins, til þess að líta í eigin barm. Seint á sunnudagskvöld birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild FH þar sem að félagið gagnrýndi harðlega vinnubrögð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í máli Kjartans Henry Finnbogasonar leikmanns FH sem fékk á dögunum eins leiks leikbann. Dómurunum í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum yfirsást atvik milli Kjartan Henrys og Nikolaj Hansen þegar að sá fyrrnefndi gaf Hansen olnbogaskot. Klara ákvað hins vegar að nýta sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. FH-ingar eru aðallega ósáttir með greinargerð sem Klara skilaði til Aga- og úrskurðarnefndar í málinu „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FH. „Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ FH megi vel við una Rætt var um yfirlýsingu FH í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildarinnar á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar sátu fyrrum leikmenn FH, þeir Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson, sem sérfræðingar og Guðmundur Benediktsson stýrði þættinum. Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmenn FH, í Stúkunni í gær.Vísir/Skjáskot „Ef að ég hefði haft eitthvað um þetta að segja þá hefði ég kosið að sleppa því að koma með þessa yfirlýsingu,“ sagði Atli Viðar, fyrrum leikmaður FH og nú sérfræðingur Stúkunnar. „Ég held að FH-ingar megi, að einhverju leiti prísa sig sæla með niðurstöðuna í máli Kjartans Henry, að hann fái bara einn leik í leikbann. Þessi yfirlýsing og þetta mál er svo mikið bara stríð milli einstaklinga. Það er verið að hnýta í Klöru og hennar vinnubrögð innan KSÍ. Þetta á ekkert erindi upp á yfirborðið, þetta er frekar fólk ætti að leysa yfir einum kaffibolla. Þetta er einn af þessum slögum sem menn hefðu átt að sleppa því að taka.“ Kergja milli FH og KSÍ Erjur hafa einkennt samband FH við KSÍ undanfarna mánuði. „Það er kergja á milli þessara aðila svo ekki sé meira sagt,“ bætti Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar við og gaf um leið Baldri Sigurðssyni orðið. Baldur segir það ekki hafa komið sér á óvart að FH hafi gripið til þessa ráðs. „Það að þessi yfirlýsing hafi komið frá FH kemur mér bara nákvæmlega ekkert á óvart. Ég myndi segja að þetta sé týpískt útspil hjá FH. Af litlum hluta má alveg skilja þetta, þeir eru að bakka upp sinn leikmann…En ég er sammála Atla og spyr mig til hvers þessi yfirlýsing var gefin út. Kjartan Henry fékk einn leik í bann, í umræddum leik sýndi hann af sér mjög ljóta og hættulega framkomu fyrr í leiknum og mér finnst að FH hefði átt að una þessari niðurstöðu. Kjartan, sem og FH, þarf bara að líta í eigin barm.“ Klippa: Stúkan - Yfirlýsing FH Besta deild karla FH Tengdar fréttir Mál Kjartans Henry fyrir aganefnd KSÍ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, framherja FH, til aganefndar sambandsins. 18. maí 2023 12:01 Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. 19. maí 2023 17:31 Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. 15. maí 2023 09:29 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Seint á sunnudagskvöld birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild FH þar sem að félagið gagnrýndi harðlega vinnubrögð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í máli Kjartans Henry Finnbogasonar leikmanns FH sem fékk á dögunum eins leiks leikbann. Dómurunum í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum yfirsást atvik milli Kjartan Henrys og Nikolaj Hansen þegar að sá fyrrnefndi gaf Hansen olnbogaskot. Klara ákvað hins vegar að nýta sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. FH-ingar eru aðallega ósáttir með greinargerð sem Klara skilaði til Aga- og úrskurðarnefndar í málinu „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FH. „Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ FH megi vel við una Rætt var um yfirlýsingu FH í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildarinnar á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar sátu fyrrum leikmenn FH, þeir Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson, sem sérfræðingar og Guðmundur Benediktsson stýrði þættinum. Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmenn FH, í Stúkunni í gær.Vísir/Skjáskot „Ef að ég hefði haft eitthvað um þetta að segja þá hefði ég kosið að sleppa því að koma með þessa yfirlýsingu,“ sagði Atli Viðar, fyrrum leikmaður FH og nú sérfræðingur Stúkunnar. „Ég held að FH-ingar megi, að einhverju leiti prísa sig sæla með niðurstöðuna í máli Kjartans Henry, að hann fái bara einn leik í leikbann. Þessi yfirlýsing og þetta mál er svo mikið bara stríð milli einstaklinga. Það er verið að hnýta í Klöru og hennar vinnubrögð innan KSÍ. Þetta á ekkert erindi upp á yfirborðið, þetta er frekar fólk ætti að leysa yfir einum kaffibolla. Þetta er einn af þessum slögum sem menn hefðu átt að sleppa því að taka.“ Kergja milli FH og KSÍ Erjur hafa einkennt samband FH við KSÍ undanfarna mánuði. „Það er kergja á milli þessara aðila svo ekki sé meira sagt,“ bætti Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar við og gaf um leið Baldri Sigurðssyni orðið. Baldur segir það ekki hafa komið sér á óvart að FH hafi gripið til þessa ráðs. „Það að þessi yfirlýsing hafi komið frá FH kemur mér bara nákvæmlega ekkert á óvart. Ég myndi segja að þetta sé týpískt útspil hjá FH. Af litlum hluta má alveg skilja þetta, þeir eru að bakka upp sinn leikmann…En ég er sammála Atla og spyr mig til hvers þessi yfirlýsing var gefin út. Kjartan Henry fékk einn leik í bann, í umræddum leik sýndi hann af sér mjög ljóta og hættulega framkomu fyrr í leiknum og mér finnst að FH hefði átt að una þessari niðurstöðu. Kjartan, sem og FH, þarf bara að líta í eigin barm.“ Klippa: Stúkan - Yfirlýsing FH
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Mál Kjartans Henry fyrir aganefnd KSÍ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, framherja FH, til aganefndar sambandsins. 18. maí 2023 12:01 Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. 19. maí 2023 17:31 Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. 15. maí 2023 09:29 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Mál Kjartans Henry fyrir aganefnd KSÍ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, framherja FH, til aganefndar sambandsins. 18. maí 2023 12:01
Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. 19. maí 2023 17:31
Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. 15. maí 2023 09:29