Sveitarstjórn Múlaþings ekki á móti þjóðsöngnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. maí 2023 12:09 Berglind Harpa segir þjóðsönginn fallegan og hátíðlegan en tillagan hafi ekki átt neitt erindi inn í umræðu um styrkbeiðni. Sveitarstjórn Múlaþings er ekki á móti því að þjóðsöngurinn sé sunginn á 17. júní að sögn Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, formanns byggðarráðs. Tillaga um að söngurinn yrði fluttur hafi hins vegar ekki átt neitt erindi inn í umræðu um fjárveitingar. Bókun byggðarráðs Múlaþings í síðustu viku hefur vakið talsverða athygli. En þar hafnaði meirihlutinn tillögu Þrastar Jónssonar, fulltrúa Miðflokksins, um að þjóðsöngurinn, lofsöngurinn Ó, guð vors lands, yrði sunginn að minnsta kosti einu sinni á hátíðarhöldunum á Egilsstöðum. Helst við inngöngu fjallkonunnar. Tillagan var breytingartillaga við afgreiðslu styrkbeiðni íþróttafélagsins Hattar, sem sér um dagskránna. Þrír fulltrúar kusu gegn tillögunni en tveir sátu hjá. Berglind Harpa segir að þessi tillaga hafi ekki átt neitt erindi inn í þessa umræðu, þar sem verið var að leiðrétta fjárveitingar til hátíðarhaldanna vegna verðhækkana. Þröstur segir að hugsanlega þyki þjóðsöngurinn púkó vegna guðstengingar í textanum.Miðflokkurinn „Við erum ekki með upplýsingar um hvernig dagskráin fer fram. Þegar engin gögn liggja fyrir og engin umræða hefur farið fram erum við ekkert að bóka sérstaklega um það,“ segir Berglind. „Það er ekkert mál að koma með vinsamleg tilmæli án þess að það þurfi að liggja bókun fyrir tengd við aukafjárveitingu.“ Þjóðsöngurinn púkó Í viðtali við Morgunblaðið segir Þröstur að hann hafi sett tillöguna fram vegna þess að þjóðsöngurinn hafi ekki verið sunginn á hátíðinni í fyrrasumar. Þetta hafi átt að vera vargnagli sem ætti ekki að skaða nokkurn mann. Enn fremur sagði Þröstur að það virtist orðið eitthvað „púkó“ að syngja þjóðsönginn vegna þess að guð sé nefndur í textanum. Ef þjóðsöngurinn væri ekki við hæfi á þjóðhátíðardaginn sjálfan, hvenær þá? Hneykslan fyrrverandi ráðherra Auk margra annarra hafa að minnsta kosti tveir fyrrverandi ráðherrar lagt orð í belg vegna málsins. Annars vegar er það heimamaðurinn og Framsóknarmaðurinn Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðis og félagsmálaráðherra. Á samfélagsmiðlum segist Jón hissa á því að tillagan hafi verið felld. Heimamaðurinn Jón Kristjánsson kann vel að meta þjóðsönginn og hefur aldrei viljað skipta honum út fyrir annað lag.Alþingi „Þjóðsöngurinn og þjóðfáninn eru tengd þjóðhátíðardeginum böndum sem ég hélt að væru órjúfanleg,“ segir hann. „Það var stundum nefnt við mig þegar ég var á Alþingi að það yrði að skipta um þjóðsöng, en ég sagðist aldrei styðja það. Það er ekki langt síðan landskunnur tónlistarmaður sagði í mín eyru í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni að þjóðsöngurinn væri glæsilegt tónverk, en menn hefðu tilhneigingu til þess að syngja hann í of hárri tóntegund. Ég trúi því ekki að upphafið, að nefna guð geti fælt menn svo frá að það þurfi að hætta að flytja þetta hátíðlega tónverk. Kannski er maður að verða gamall, en mér finnst hátíðleiki ekki vera úreltur.“ Hins vegar er það Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamála og dómsmálaráðherra, og samflokksmaður Berglindar Hörpu í Sjálfstæðisflokknum. Á síðu sinni bjorn.is segir hann að frétt Morgunblaðsins um þjóðsöngsmálið hafi gert hann orðlausan. Björn Bjarnason segist orðlaus yfir fréttunum.Friðrik Þór „Eitt er að syngja ekki þjóðsönginn 17. júní vegna getu- eða áhugaleysis, annað að samþykkja í byggðarráði að gera það alls ekki,“ segir Björn. Fallegur og hátíðlegur Berglind Harpa segir að hvorki hún né byggðarráð sé á móti því að þjóðsöngurinn verði sunginn á hátíðarhöldunum á Egilsstöðum. Bendir hún á að í Múlaþingi séu fjórir byggðakjarnar og hún sé ekki inni í dagskránni á hverjum stað. Aðspurð um hvort einhverjir hafi orðið skúffaðir yfir því að þjóðsöngurinn hafi ekki verið sunginn í fyrrasumar segist hún ekki hafa heyrt af því. Sjálf hafi hún ekki verið viðstödd hátíðarhöldin á Egilsstöðum í fyrra og verði það ekki í ár heldur. „Auðvitað er hátíðlegt að syngja þjóðsönginn og um að gera það sem víðast á 17. júní, ekki spurning,“ segir Berglind Harpa. „Hann er fallegur og hátíðlegur.“ Múlaþing Tónlist 17. júní Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Bókun byggðarráðs Múlaþings í síðustu viku hefur vakið talsverða athygli. En þar hafnaði meirihlutinn tillögu Þrastar Jónssonar, fulltrúa Miðflokksins, um að þjóðsöngurinn, lofsöngurinn Ó, guð vors lands, yrði sunginn að minnsta kosti einu sinni á hátíðarhöldunum á Egilsstöðum. Helst við inngöngu fjallkonunnar. Tillagan var breytingartillaga við afgreiðslu styrkbeiðni íþróttafélagsins Hattar, sem sér um dagskránna. Þrír fulltrúar kusu gegn tillögunni en tveir sátu hjá. Berglind Harpa segir að þessi tillaga hafi ekki átt neitt erindi inn í þessa umræðu, þar sem verið var að leiðrétta fjárveitingar til hátíðarhaldanna vegna verðhækkana. Þröstur segir að hugsanlega þyki þjóðsöngurinn púkó vegna guðstengingar í textanum.Miðflokkurinn „Við erum ekki með upplýsingar um hvernig dagskráin fer fram. Þegar engin gögn liggja fyrir og engin umræða hefur farið fram erum við ekkert að bóka sérstaklega um það,“ segir Berglind. „Það er ekkert mál að koma með vinsamleg tilmæli án þess að það þurfi að liggja bókun fyrir tengd við aukafjárveitingu.“ Þjóðsöngurinn púkó Í viðtali við Morgunblaðið segir Þröstur að hann hafi sett tillöguna fram vegna þess að þjóðsöngurinn hafi ekki verið sunginn á hátíðinni í fyrrasumar. Þetta hafi átt að vera vargnagli sem ætti ekki að skaða nokkurn mann. Enn fremur sagði Þröstur að það virtist orðið eitthvað „púkó“ að syngja þjóðsönginn vegna þess að guð sé nefndur í textanum. Ef þjóðsöngurinn væri ekki við hæfi á þjóðhátíðardaginn sjálfan, hvenær þá? Hneykslan fyrrverandi ráðherra Auk margra annarra hafa að minnsta kosti tveir fyrrverandi ráðherrar lagt orð í belg vegna málsins. Annars vegar er það heimamaðurinn og Framsóknarmaðurinn Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðis og félagsmálaráðherra. Á samfélagsmiðlum segist Jón hissa á því að tillagan hafi verið felld. Heimamaðurinn Jón Kristjánsson kann vel að meta þjóðsönginn og hefur aldrei viljað skipta honum út fyrir annað lag.Alþingi „Þjóðsöngurinn og þjóðfáninn eru tengd þjóðhátíðardeginum böndum sem ég hélt að væru órjúfanleg,“ segir hann. „Það var stundum nefnt við mig þegar ég var á Alþingi að það yrði að skipta um þjóðsöng, en ég sagðist aldrei styðja það. Það er ekki langt síðan landskunnur tónlistarmaður sagði í mín eyru í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni að þjóðsöngurinn væri glæsilegt tónverk, en menn hefðu tilhneigingu til þess að syngja hann í of hárri tóntegund. Ég trúi því ekki að upphafið, að nefna guð geti fælt menn svo frá að það þurfi að hætta að flytja þetta hátíðlega tónverk. Kannski er maður að verða gamall, en mér finnst hátíðleiki ekki vera úreltur.“ Hins vegar er það Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamála og dómsmálaráðherra, og samflokksmaður Berglindar Hörpu í Sjálfstæðisflokknum. Á síðu sinni bjorn.is segir hann að frétt Morgunblaðsins um þjóðsöngsmálið hafi gert hann orðlausan. Björn Bjarnason segist orðlaus yfir fréttunum.Friðrik Þór „Eitt er að syngja ekki þjóðsönginn 17. júní vegna getu- eða áhugaleysis, annað að samþykkja í byggðarráði að gera það alls ekki,“ segir Björn. Fallegur og hátíðlegur Berglind Harpa segir að hvorki hún né byggðarráð sé á móti því að þjóðsöngurinn verði sunginn á hátíðarhöldunum á Egilsstöðum. Bendir hún á að í Múlaþingi séu fjórir byggðakjarnar og hún sé ekki inni í dagskránni á hverjum stað. Aðspurð um hvort einhverjir hafi orðið skúffaðir yfir því að þjóðsöngurinn hafi ekki verið sunginn í fyrrasumar segist hún ekki hafa heyrt af því. Sjálf hafi hún ekki verið viðstödd hátíðarhöldin á Egilsstöðum í fyrra og verði það ekki í ár heldur. „Auðvitað er hátíðlegt að syngja þjóðsönginn og um að gera það sem víðast á 17. júní, ekki spurning,“ segir Berglind Harpa. „Hann er fallegur og hátíðlegur.“
Múlaþing Tónlist 17. júní Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira