Lítið vitað um innihald þeirra vímuefna sem eru í umferð og þörf á efnagreiningu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2023 10:39 Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. einar árnason Þörf er á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi svo hægt sé að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll að sögn sérfræðings. Lítið sé vitað um innihald þeirra sem eru í umferð hér á landi. Efnagreining á vímuefnum er skaðaminnkandi úrræði þar sem skimað er fyrir hættulegum efnum í umferð. Um er að ræða lágþröskuldastöðvar þar sem fólk getur komið með brot af sínum neysluskammti til að fá upplýsingar um innihald og styrkleika efnisins auk þess sem notendum er boðið upp á skaðaminnkandi leiðbeiningar og ráðgjöf. Úrræðið þekkist víðsvegar í Evrópulöndum, en er ekki í boði hér á landi. Einn helsti sérfræðingur Evrópu í efnagreiningum á vímuefnum segir yfir þrjátíu ára reynslu Hollendinga á úrræðinu sýna að það geti komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. „Þetta er ekkert öðruvísi á Íslandi. Ég er viss um að fólk neytir fíkniefna sem eru afar hættuleg og myndi ekki neyta þeirra ef það þekkti innihald þeirra,“ segir Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. Lítið vitað um efnin Sérfræðingur í skaðaminnkun segir lítið vitað um efnin sem eru í umferð hér á landi. „Við vitum mjög lítið ef það eru hættuleg efni í umferð og þá hvaða íblöndunarefni eru mögulega í efnunum. Það klárlega vantar efnagreiningu á vímuefnum svo við getum farið að „mónitora“ vímuefnamarkaðinn og um leið og koma hættuleg vímuefni þá getum við gefið út ákveðna viðvörun til úrræða, notenda og löggæslunnar - þannig að við getum raunverulega brugðist við ef það eru hættuleg efni í umferð,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. Svala Jóhannsdóttir segir þörf á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi.skjáskot/stöð2 „Við köllum þetta rauða viðvörun. Það þýðir að ef vart verður við stórhættuleg efni á markaðnum setjum við í gang sérstaka viðvörunarherferð sem kemur í veg fyrir að fólk neyti umræddra efna,“ segir Daan van der Gouwe. Fyrir nokkru reyndi á gagnsemi úrræðisins í Hollandi þegar tafla fór í umferð sem greining sýndi að innihélt mjög há gildi af skaðlegum efnum. Yfirvöld gáfu út umrædda rauða viðvörun og segir hann að enginn dauðsföll hafi orðið sem rekja mátti til töflunnar, samanborið við fjölda dauðsfalla af völdum efnisins í nágrannaríki þar sem greining var ekki fyrir hendi. Úrræði sem vantar Svala segir vísbendingar um að mögulega séu hættuleg efni í umferð hér á landi sem hafi valdið ótímabærum dauðsföllum. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum fyrir alvöru þetta samtal og förum að skoða möguleikann á því að byrja að taka þessi skref, því þetta er klárlega úrræði sem vantar.“ Fíkn Tengdar fréttir „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Efnagreining á vímuefnum er skaðaminnkandi úrræði þar sem skimað er fyrir hættulegum efnum í umferð. Um er að ræða lágþröskuldastöðvar þar sem fólk getur komið með brot af sínum neysluskammti til að fá upplýsingar um innihald og styrkleika efnisins auk þess sem notendum er boðið upp á skaðaminnkandi leiðbeiningar og ráðgjöf. Úrræðið þekkist víðsvegar í Evrópulöndum, en er ekki í boði hér á landi. Einn helsti sérfræðingur Evrópu í efnagreiningum á vímuefnum segir yfir þrjátíu ára reynslu Hollendinga á úrræðinu sýna að það geti komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. „Þetta er ekkert öðruvísi á Íslandi. Ég er viss um að fólk neytir fíkniefna sem eru afar hættuleg og myndi ekki neyta þeirra ef það þekkti innihald þeirra,“ segir Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. Lítið vitað um efnin Sérfræðingur í skaðaminnkun segir lítið vitað um efnin sem eru í umferð hér á landi. „Við vitum mjög lítið ef það eru hættuleg efni í umferð og þá hvaða íblöndunarefni eru mögulega í efnunum. Það klárlega vantar efnagreiningu á vímuefnum svo við getum farið að „mónitora“ vímuefnamarkaðinn og um leið og koma hættuleg vímuefni þá getum við gefið út ákveðna viðvörun til úrræða, notenda og löggæslunnar - þannig að við getum raunverulega brugðist við ef það eru hættuleg efni í umferð,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. Svala Jóhannsdóttir segir þörf á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi.skjáskot/stöð2 „Við köllum þetta rauða viðvörun. Það þýðir að ef vart verður við stórhættuleg efni á markaðnum setjum við í gang sérstaka viðvörunarherferð sem kemur í veg fyrir að fólk neyti umræddra efna,“ segir Daan van der Gouwe. Fyrir nokkru reyndi á gagnsemi úrræðisins í Hollandi þegar tafla fór í umferð sem greining sýndi að innihélt mjög há gildi af skaðlegum efnum. Yfirvöld gáfu út umrædda rauða viðvörun og segir hann að enginn dauðsföll hafi orðið sem rekja mátti til töflunnar, samanborið við fjölda dauðsfalla af völdum efnisins í nágrannaríki þar sem greining var ekki fyrir hendi. Úrræði sem vantar Svala segir vísbendingar um að mögulega séu hættuleg efni í umferð hér á landi sem hafi valdið ótímabærum dauðsföllum. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum fyrir alvöru þetta samtal og förum að skoða möguleikann á því að byrja að taka þessi skref, því þetta er klárlega úrræði sem vantar.“
Fíkn Tengdar fréttir „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30