Vonir um að útbreiðslan sé ekki mikil Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2023 10:44 Matvælastofnun minnir á að meðgöngutími veikinnar er langur og hvetur bændur með fé frá sýktum bæjum til þess að afhenda fé. Vísir/Vilhelm Niðurstöður sem komnar eru úr greiningu riðusýna í Miðfjarðarhólfi vekja vonir um að útbreiðslan sé ekki mikil. Því er brýnt að hefta hana með fumlausum viðbrögðum og í því sambandi mikilvægast að taka mögulega smitbera úr umferð eins fljótt og hægt er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafi nú greint um þriðjung sýna eða 234 sem tekin voru í tengslum við niðurskurð vegna riðuveiki á Bergsstöðum og tæplega helming sýna, 342, frá Syðri-Urriðaá. Fullvíst að hjörðin var útsett Að sögn Matvælastofnunar hefur riðusmit verið staðfest í um sex prósent sýna frá Bergstöðum en smitefnið hefur ekki greinst í neinu sýni frá Syðri-Urriðaá enn sem komið er, að undanskildu sýni frá einni á sem flutt hafði verið þangað frá Bergsstöðum haustið 2020. Hins vegar segir stofnunin að ekki sé hægt að álykta út frá þessu að riða hafi ekki náð að breiðast út í hjörðinni á Syðri-Urriðaá. Fullvíst sé að hjörðin var útsett fyrir smitefninu, því ærin frá Bergsstöðum gekk í hjörðinni í þrjá vetur og óhugsandi annað en að hún hafi mengað umhverfi hjarðarinnar og smitað einhverjar ær með beinum hætti. Segir stofnunin að niðurstöðurnar sýni fyrst og fremst að á Syðri-Urriðaá hafi fáar kindur, ef einhverjar, verið langt komnar á meðgöngutíma sjúkdómsins. Þróun sjúkdómsins hafi því verið skemmra á veg komin en á Bergsstöðum og mögulega hefur smitefnið ekki verið búið að magnast upp með sama hætti. Meðgöngutíminn getur verið langur Ítrekar Matvælastofnun að meðgöngutími sjúkdómsins sé oftast 1,5 til 2 ár, en getur verið mun lengri. Mest allan þann tíma leynist smitefnið í eitlum meltingafæranna og víðar í líkamanum, magnast þar upp og er skilið út með skít, munnvatni og legvatni. Það er ekki fyrr en stuttu áður en einkenni sjúkdómsins koma fram að mögulegt er að greina smitefnið í miðtaugakerfinu með sýnatöku úr mænukylfu og litla heila. Því er varhugavert að draga of sterkar ályktanir út frá neikvæðum niðurstöðum á meðan jákvæðar niðurstöður eru mjög öruggar. Þá minnir Matvælastofnun á að það sé á ábyrgð sérhvers sauðfjárbónda að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja hjörð sína smiti og ekki síður að koma í veg fyrir að kindur í hans eigu smiti aðrar hjarðir. Hvetur bændur til að afhenda fé Engum dylst, að sögn stofnunarinnar, að það sé mikið áfall fyrir sauðfjárbónda þegar riðuveiki greinist í hans hjörð og allir sem að málum koma finna til samkenndar með þeim bændum. Bændurnir á Bergstöðum og Syðri-Urriðaá hafa sýnt mikið hugrekki, axlað ábyrgð og verið samvinnufúsir í yfirstandandi aðgerðum, samkvæmt stofnuninni. Hún hvetur þá bændur sem keyptu fé frá Syðri-Urriðaá og enn hafa ekki samþykkt að afhenda stofnuninni þær kindur, eins og reglugerð kveður á um, að gera slíkt. Riðuveiki veldur sársaukafullum taugaskaða í miðtaugakerfi sauðfjár og það er skylda okkar að hindra útbreiðslu svo alvarlegs sjúkdóms. Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafi nú greint um þriðjung sýna eða 234 sem tekin voru í tengslum við niðurskurð vegna riðuveiki á Bergsstöðum og tæplega helming sýna, 342, frá Syðri-Urriðaá. Fullvíst að hjörðin var útsett Að sögn Matvælastofnunar hefur riðusmit verið staðfest í um sex prósent sýna frá Bergstöðum en smitefnið hefur ekki greinst í neinu sýni frá Syðri-Urriðaá enn sem komið er, að undanskildu sýni frá einni á sem flutt hafði verið þangað frá Bergsstöðum haustið 2020. Hins vegar segir stofnunin að ekki sé hægt að álykta út frá þessu að riða hafi ekki náð að breiðast út í hjörðinni á Syðri-Urriðaá. Fullvíst sé að hjörðin var útsett fyrir smitefninu, því ærin frá Bergsstöðum gekk í hjörðinni í þrjá vetur og óhugsandi annað en að hún hafi mengað umhverfi hjarðarinnar og smitað einhverjar ær með beinum hætti. Segir stofnunin að niðurstöðurnar sýni fyrst og fremst að á Syðri-Urriðaá hafi fáar kindur, ef einhverjar, verið langt komnar á meðgöngutíma sjúkdómsins. Þróun sjúkdómsins hafi því verið skemmra á veg komin en á Bergsstöðum og mögulega hefur smitefnið ekki verið búið að magnast upp með sama hætti. Meðgöngutíminn getur verið langur Ítrekar Matvælastofnun að meðgöngutími sjúkdómsins sé oftast 1,5 til 2 ár, en getur verið mun lengri. Mest allan þann tíma leynist smitefnið í eitlum meltingafæranna og víðar í líkamanum, magnast þar upp og er skilið út með skít, munnvatni og legvatni. Það er ekki fyrr en stuttu áður en einkenni sjúkdómsins koma fram að mögulegt er að greina smitefnið í miðtaugakerfinu með sýnatöku úr mænukylfu og litla heila. Því er varhugavert að draga of sterkar ályktanir út frá neikvæðum niðurstöðum á meðan jákvæðar niðurstöður eru mjög öruggar. Þá minnir Matvælastofnun á að það sé á ábyrgð sérhvers sauðfjárbónda að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja hjörð sína smiti og ekki síður að koma í veg fyrir að kindur í hans eigu smiti aðrar hjarðir. Hvetur bændur til að afhenda fé Engum dylst, að sögn stofnunarinnar, að það sé mikið áfall fyrir sauðfjárbónda þegar riðuveiki greinist í hans hjörð og allir sem að málum koma finna til samkenndar með þeim bændum. Bændurnir á Bergstöðum og Syðri-Urriðaá hafa sýnt mikið hugrekki, axlað ábyrgð og verið samvinnufúsir í yfirstandandi aðgerðum, samkvæmt stofnuninni. Hún hvetur þá bændur sem keyptu fé frá Syðri-Urriðaá og enn hafa ekki samþykkt að afhenda stofnuninni þær kindur, eins og reglugerð kveður á um, að gera slíkt. Riðuveiki veldur sársaukafullum taugaskaða í miðtaugakerfi sauðfjár og það er skylda okkar að hindra útbreiðslu svo alvarlegs sjúkdóms.
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira