Taka stikkprufur á meðan ný lausn sannar gildi sitt í Bónus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2023 13:52 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus sem hefur farið í gegnum ýmsar breytingar undanfarin misseri. Sú stærsta og umdeildasta líklega sú þegar Bónus grísinn tók breytingum. Viðskiptavinir Bónus á Smáratorgi geta nú gripið sér skanna við inngang verslana og skannað vörur beint ofan í poka á leið sinni um verslunina. Nýja sjálfsafgreiðslulausnin heitir Gripið og greitt eins og samnefnd verslun sem lagði upp laupana snemma á öldinni. Helsti samkeppnisaðilinn Krónan hefur í hálft annað ár boðið upp á svipaða lausn þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur með notkun apps. „Þessi lausn á ekki að leysa aðrar afgreiðslulausnir af hólmi, heldur er um að ræða nýja þjónustuleið fyrir viðskiptavini okkar sem kjósa að afgreiða sig sjálfir. Það er mikið hagræði í því fyrir viðskiptavininn að þurfa ekki að meðhöndla sömu vöruna mörgum sinnum heldur skanna beint í pokann – handtökunum fækkar því til muna“, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þetta sé ein stærsta innleiðing sem Bónus hafi ráðist í. „Við byrjum í áföngum, prófum þetta fyrst á Smáratorgi og svo detta búðirnar inn ein af annarri næstu mánuði ef viðskiptavinir taka vel í þetta. Þessi lausn þekkist víða í Evrópu og hefur gefið góða raun,“ segir Guðmundur. Viðskiptavinir verða sér út um sérstakt vildarkort í nýju Bónus appi og fær úthlutað skanna. Í grænmetis- og ávaxtakæli er sérstök snjallvog þar sem vörur eru vigtaðar og viðskiptavinir greiða eftir þyngd en ekki fjölda. Hjá Krónunni er því öfugt farið þar sem greitt er fyrir fjölda. Viðskiptavinir Bónus sem nýta lausnina fara að lokum á sérstakt greiðslusvæði til að ganga frá greiðslu. Lausnin byggi á trausti milli Bónus og viðskiptavinar, segir Guðmundur, en þó sé fylgt með fólki til öryggis og teknar stikkprufur. „Viðskiptavinir geta átt von á því að starfsmaður framkvæmi svokallað þjónustueftirlit þar sem innkaup eru skoðuð að hluta eða í heild á greiðslusvæði. Þjónustueftirlitið á ekki að vera íþyngjandi fyrir viðskiptavini okkar og bara eðlilegur hluti af ferlinu, en afar mikilvægt til að tryggja að lausnin virki eins og hún á að gera.“ Í appinu eiga viðskiptavinir að geta séð vöruframboð, búið til innkaupalista sem hægt er að deila með vinum og vandamönnum og séð greiðslusögu sína á einfaldan hátt. Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. 20. júlí 2022 19:16 Tveir nýir forstöðumenn hjá Krónunni Bjarni Friðrik Jóhannesson og Jón Ingi Einarsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna hjá Krónunni. 29. apríl 2022 09:35 Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
„Þessi lausn á ekki að leysa aðrar afgreiðslulausnir af hólmi, heldur er um að ræða nýja þjónustuleið fyrir viðskiptavini okkar sem kjósa að afgreiða sig sjálfir. Það er mikið hagræði í því fyrir viðskiptavininn að þurfa ekki að meðhöndla sömu vöruna mörgum sinnum heldur skanna beint í pokann – handtökunum fækkar því til muna“, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þetta sé ein stærsta innleiðing sem Bónus hafi ráðist í. „Við byrjum í áföngum, prófum þetta fyrst á Smáratorgi og svo detta búðirnar inn ein af annarri næstu mánuði ef viðskiptavinir taka vel í þetta. Þessi lausn þekkist víða í Evrópu og hefur gefið góða raun,“ segir Guðmundur. Viðskiptavinir verða sér út um sérstakt vildarkort í nýju Bónus appi og fær úthlutað skanna. Í grænmetis- og ávaxtakæli er sérstök snjallvog þar sem vörur eru vigtaðar og viðskiptavinir greiða eftir þyngd en ekki fjölda. Hjá Krónunni er því öfugt farið þar sem greitt er fyrir fjölda. Viðskiptavinir Bónus sem nýta lausnina fara að lokum á sérstakt greiðslusvæði til að ganga frá greiðslu. Lausnin byggi á trausti milli Bónus og viðskiptavinar, segir Guðmundur, en þó sé fylgt með fólki til öryggis og teknar stikkprufur. „Viðskiptavinir geta átt von á því að starfsmaður framkvæmi svokallað þjónustueftirlit þar sem innkaup eru skoðuð að hluta eða í heild á greiðslusvæði. Þjónustueftirlitið á ekki að vera íþyngjandi fyrir viðskiptavini okkar og bara eðlilegur hluti af ferlinu, en afar mikilvægt til að tryggja að lausnin virki eins og hún á að gera.“ Í appinu eiga viðskiptavinir að geta séð vöruframboð, búið til innkaupalista sem hægt er að deila með vinum og vandamönnum og séð greiðslusögu sína á einfaldan hátt.
Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. 20. júlí 2022 19:16 Tveir nýir forstöðumenn hjá Krónunni Bjarni Friðrik Jóhannesson og Jón Ingi Einarsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna hjá Krónunni. 29. apríl 2022 09:35 Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. 20. júlí 2022 19:16
Tveir nýir forstöðumenn hjá Krónunni Bjarni Friðrik Jóhannesson og Jón Ingi Einarsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna hjá Krónunni. 29. apríl 2022 09:35
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46