Rafíþróttir skilgreindar sem íþróttir á norðurlöndunum en ekkert svar frá ÍSÍ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2023 07:02 Rafíþróttir eru ekki skilgreindar sem íþróttir innan ÍSÍ. Arena Gaming Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, RÍSÍ, furðar sig á því að á meðan íþrótta- og ólympíusambönd Svía og Finna séu farin að skilgreina rafíþróttir sem íþróttir þar í landi fái hann engin svör við fyrirspurnum sínum til ÍSÍ. Aron bendir á þetta á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann deilir grein frá sænska miðlinum DN.SE þar sem fjallað er um að sænska íþrótta- og ólympíusambandið hafi samþykkt að byrja að skilgreina rafíþróttir sem íþróttir líkt og Finnar hafa gert um nokkurt skeið. Hann furðar sig á því að slíkt hið sama sé ekki gert hér á Íslandi, en samkvæmt færslu Arons fær hann ekki einu sinni svör við póstum sem hann sendir ÍSÍ. „Stjórn RÍSÍ samþykkti að hefja samtal við ÍSÍ, en því erindi hefur ÍSÍ ekki ansað,“ sagði Aron í samtali við blaðamann Vísis í gærkvöldi. „Afstaða forystu ÍSÍ gagnvart rafíþróttum hefur manni í gegnum tíðina fundist vera á neikvæðu nótunum, en við finnum þó fyrir vaxandi stuðningi frá aðildarfélögum ÍSÍ.“ „Það sjá það allir sem þora að kynna sér málið að rafíþróttir passa vel inn í skilgreiningar ÍSÍ á íþrótt.“ ÍSÍ hafi fullt vald yfir því að skilgreina íþróttir Þá segir Aron einnig að ríkisvaldið hafi afsalað sér réttinum til að ákvarða hvað telst vera íþrótt. ÍSÍ sé þar einráður. „En svo er það annað sem ekki öll átta sig á og það er það að ríkisvaldið hefur þannig séð afsalað sér ákvörðunartöku á því hvað telst vera íþrótt og veitt ÍSÍ með íþróttalögum fullt vald yfir því að skilgreina íþróttir.“ „Svo þrátt fyrir mikinn stuðning Ásmundar [Daða Einarssonar] íþróttamálaráðherra við þennan málaflokk þá er ÍSÍ með valdið. Það er spurning hvort þetta þurfi ekki að enda með endurskoðun á iþróttalögum,“ sagði Aron að lokum. Rafíþróttir ÍSÍ Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti
Aron bendir á þetta á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann deilir grein frá sænska miðlinum DN.SE þar sem fjallað er um að sænska íþrótta- og ólympíusambandið hafi samþykkt að byrja að skilgreina rafíþróttir sem íþróttir líkt og Finnar hafa gert um nokkurt skeið. Hann furðar sig á því að slíkt hið sama sé ekki gert hér á Íslandi, en samkvæmt færslu Arons fær hann ekki einu sinni svör við póstum sem hann sendir ÍSÍ. „Stjórn RÍSÍ samþykkti að hefja samtal við ÍSÍ, en því erindi hefur ÍSÍ ekki ansað,“ sagði Aron í samtali við blaðamann Vísis í gærkvöldi. „Afstaða forystu ÍSÍ gagnvart rafíþróttum hefur manni í gegnum tíðina fundist vera á neikvæðu nótunum, en við finnum þó fyrir vaxandi stuðningi frá aðildarfélögum ÍSÍ.“ „Það sjá það allir sem þora að kynna sér málið að rafíþróttir passa vel inn í skilgreiningar ÍSÍ á íþrótt.“ ÍSÍ hafi fullt vald yfir því að skilgreina íþróttir Þá segir Aron einnig að ríkisvaldið hafi afsalað sér réttinum til að ákvarða hvað telst vera íþrótt. ÍSÍ sé þar einráður. „En svo er það annað sem ekki öll átta sig á og það er það að ríkisvaldið hefur þannig séð afsalað sér ákvörðunartöku á því hvað telst vera íþrótt og veitt ÍSÍ með íþróttalögum fullt vald yfir því að skilgreina íþróttir.“ „Svo þrátt fyrir mikinn stuðning Ásmundar [Daða Einarssonar] íþróttamálaráðherra við þennan málaflokk þá er ÍSÍ með valdið. Það er spurning hvort þetta þurfi ekki að enda með endurskoðun á iþróttalögum,“ sagði Aron að lokum.
Rafíþróttir ÍSÍ Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti