Fuglaflensa ekki talin ástæða fjöldadauðans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2023 16:32 Ekki er talið að skæð fuglaflensa sé orsök þess að ritur og lundar hafi drepist unnvörpum að undanförnu. Vísir/Steingrímur Dúi Fuglaflensa er ekki talin ástæða fjöldadauða fugla sem hefur valdið vísindamönnum áhyggjum upp á síðkastið. Hundruð fugla hafa fundist dauð víða um land. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að talið sé ólíklegt að skæð fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi. Öll sýni úr dauðum lundum og ritum sem skoðuð hafi verið á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum hafi verið neikvæð. Þá segir að aðeins eitt tilfelli skæðrar fuglaflensu hafi greinst hér á landi það sem af er ári. Það var í stokkönd sem fannst dauð í mars. „Mikið var um skæða fuglaflensu í vetur í Evrópu, m.a. á vetrarstöðvum íslenskra farfugla, en tilfellum hefur fækkað mjög að undanförnu. Starfshópur um fuglaflensu, sem í eru sérfræðingar á Matvælastofnun, Háskóla Íslands og Tilraunastöð HÍ að Keldum, metur reglulega líkur á að fuglaflensa berist til landsins með farfuglum og hættu á að hún berist í alifugla. Nú þegar allar tegundir farfugla eru komnar til landsins og fuglaflensa hefur ekki greinst í neinum af þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið, eru að mati starfshópsins litlar líkur á að fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Óljóst hvað veldur Matvælastofnun hefur borist fjöldi tilkynninga um dauða í lundum á suðvesturhluta landsins að undanförnu, mest við Faxaflóa. Fréttastofa hefur fjallað um málið og ræddi meðal annars við fuglafræðing sem sagði ómögulegt að segja til um hvað byggi að baki fjöldadauða fuglanna. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund,“ sagði Sölvi Rúnar Vignisson fuglafræðingur þegar fréttastofa ræddi við hann um liðna helgi. Hann sagði þá að fæðuskortur gæti verið ástæða þess að fuglarnir dræpust í jafn miklum mæli og raun ber vitni, en taldi ólíklegt að ölduhæð eða ofsaveður ætti þátt í dauða þeirra. „Þótt taldar séu litlar líkur á að skæðar fuglaflensuveirur séu í villtum fuglum hér á landi um þessar mundir, hvetur Matvælastofnun fuglaeigendur til að gæta sóttvarna til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum. Stofnunin biður einnig almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits,“ segir í tilkynningu MAST. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að talið sé ólíklegt að skæð fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi. Öll sýni úr dauðum lundum og ritum sem skoðuð hafi verið á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum hafi verið neikvæð. Þá segir að aðeins eitt tilfelli skæðrar fuglaflensu hafi greinst hér á landi það sem af er ári. Það var í stokkönd sem fannst dauð í mars. „Mikið var um skæða fuglaflensu í vetur í Evrópu, m.a. á vetrarstöðvum íslenskra farfugla, en tilfellum hefur fækkað mjög að undanförnu. Starfshópur um fuglaflensu, sem í eru sérfræðingar á Matvælastofnun, Háskóla Íslands og Tilraunastöð HÍ að Keldum, metur reglulega líkur á að fuglaflensa berist til landsins með farfuglum og hættu á að hún berist í alifugla. Nú þegar allar tegundir farfugla eru komnar til landsins og fuglaflensa hefur ekki greinst í neinum af þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið, eru að mati starfshópsins litlar líkur á að fuglaflensa sé til staðar í villtum fuglum hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Óljóst hvað veldur Matvælastofnun hefur borist fjöldi tilkynninga um dauða í lundum á suðvesturhluta landsins að undanförnu, mest við Faxaflóa. Fréttastofa hefur fjallað um málið og ræddi meðal annars við fuglafræðing sem sagði ómögulegt að segja til um hvað byggi að baki fjöldadauða fuglanna. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund,“ sagði Sölvi Rúnar Vignisson fuglafræðingur þegar fréttastofa ræddi við hann um liðna helgi. Hann sagði þá að fæðuskortur gæti verið ástæða þess að fuglarnir dræpust í jafn miklum mæli og raun ber vitni, en taldi ólíklegt að ölduhæð eða ofsaveður ætti þátt í dauða þeirra. „Þótt taldar séu litlar líkur á að skæðar fuglaflensuveirur séu í villtum fuglum hér á landi um þessar mundir, hvetur Matvælastofnun fuglaeigendur til að gæta sóttvarna til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum. Stofnunin biður einnig almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits,“ segir í tilkynningu MAST.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira