Krónan uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til gjaldmiðla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2023 23:57 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi fostætisráðherra. Stöð 2/Egill „Svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir vaxtaákvarðanir Seðlabankans ná til afar þröngs hóps í samfélaginu sem valdi skekkju í hagkerfinu. Í pistli sínum á Eyjunni segir Þorsteinn það alvarlega í stöðunni vera þá staðreynd að vextir hér á landi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í grannlöndunum til að vinna á svipaðri verðbólgu. Það vilji ríkisstjórnin ekki ræða. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Þetta er stærsta skekkjan í okkar þjóðarbúskap. Þegar það eru skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það mjög alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað að,“ segir Þorsteinn. Þessa skekkju segir hann tilkomna þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái til þröngs hóps í samfélaginu. „Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt og tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta bara aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. Annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur mjög lítil áhrif á. Þriðji hlutinn er fólk sem er að kaupa sér íbúð og lítil eða meðalstór fyrritæki.“ Afleiðing af þessu séu mun meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins. „Þetta auðvitað þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur miklu óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta,“ segir hann. Vaxtabyrði ríkissjóðs kjarni vanda velferðarkerfisins Ein leið sé að hækka skatta en önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Umræðu vanti um leiðir sem megi fara til að ná tökum á þessum vanda. Heppilegast sé að fara í kerfisbreytingu. „Við erum land með tiltölulega háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins,“ segir Þorsteinn. Kjarni þess vanda sé mikil vaxtabyrði ríkissjóðs. Með gjaldmiðlabreytingu fengist stöðugri gjaldmiðill, samkeppnishæfir vextir og meira réttlæti milli einstaklinga og fyrirtækja. „Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjalmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum. Gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn að lokum. Viðtalið við hann má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan. Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Í pistli sínum á Eyjunni segir Þorsteinn það alvarlega í stöðunni vera þá staðreynd að vextir hér á landi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í grannlöndunum til að vinna á svipaðri verðbólgu. Það vilji ríkisstjórnin ekki ræða. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Þetta er stærsta skekkjan í okkar þjóðarbúskap. Þegar það eru skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það mjög alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað að,“ segir Þorsteinn. Þessa skekkju segir hann tilkomna þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái til þröngs hóps í samfélaginu. „Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt og tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta bara aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. Annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur mjög lítil áhrif á. Þriðji hlutinn er fólk sem er að kaupa sér íbúð og lítil eða meðalstór fyrritæki.“ Afleiðing af þessu séu mun meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins. „Þetta auðvitað þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur miklu óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta,“ segir hann. Vaxtabyrði ríkissjóðs kjarni vanda velferðarkerfisins Ein leið sé að hækka skatta en önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Umræðu vanti um leiðir sem megi fara til að ná tökum á þessum vanda. Heppilegast sé að fara í kerfisbreytingu. „Við erum land með tiltölulega háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins,“ segir Þorsteinn. Kjarni þess vanda sé mikil vaxtabyrði ríkissjóðs. Með gjaldmiðlabreytingu fengist stöðugri gjaldmiðill, samkeppnishæfir vextir og meira réttlæti milli einstaklinga og fyrirtækja. „Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjalmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum. Gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn að lokum. Viðtalið við hann má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan.
Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira