Gruna að sænski greifinn hafi óttast haldlagningu á Biblíubréfinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júní 2023 09:01 Gísli Geir, sýningarhaldari NORDIA, segir afar hæpið að bréfinu hafi verið stolið á sínum tíma. Vísir/Einar Sænskur greifi neitaði íslenskum sýningarhöldurum um að fá að sýna hið verðmæta Biblíubréf. Greifinn hefur áður lánað þeim bréfið en sýningarhöldurum grunar að hann þori því ekki eftir útgáfu heimildarmyndar þar sem sagt er að bréfinu hafi verið stolið. „Við föluðumst eftir að fá bréfið en hann vildi ekki senda það til Íslands að svo stöddu,“ segir Gísli Geir Harðarson, frímerkja og myntkaupmaður og formaður sýningarnefndar NORDIA 2023. Það er samnorræn safnarasýning sem að þessu sinni er haldin í Ásgarði í Garðabæ fram á sunnudag. Eigandi hins svokallaða Biblíubréfs er sænski greifinn Douglas Storckenfeldt, sem er stórtækur frímerkjasafnari. „Hann á flottasta íslenska safnið í heiminum í dag,“ segir Gísli Geir. „Í tilefni af 150 ára afmæli íslenska frímerkisins langaði okkur að fá bréfið.“ 200 milljóna króna virði Biblíubréfið, sem er frá árinu 1874, er með verðmætustu frímerktu skjölum í heimi því á því eru 23 einstök þjónustufrímerki, þau fyrstu á Íslandi. Þjónustufrímerki voru merki sem eingöngu voru til nota hjá opinberum aðilum. Að sögn Gísla Geirs er uppreiknað verð bréfsins 200 milljónir króna, miðað við síðustu þekktu sölu fyrir um 40 árum síðan. Greifinn sendi bréfið hingað til lands árið 2018 þegar NORDIA fór síðast hér fram, ásamt öðrum íslenskum merkjum sínum. Öryggisgæsla var þá mikil og Securitas vörður vaktaði bréfið. Íslendingar ættu heimtingu á bréfinu Árni Thorsteinsson, landfógeti, sendi bréfið til Þorsteins Jónssonar, sýslumanns í Árnessýslu, og fyrst um sinn var það varðveitt í hans skjalasafni. Heitið á bréfinu vísar til þess að það fannst innan í biblíu. Bréfið hefur verið skorið í tvennt og helmingurinn var seldur úr landi árið 1973. Íslendingar eiga heimtingu á einu verðmætasta frímerkta skjali heims - Vísir (visir.is) Í heimildarmyndinni Leyndarmálið, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu árið 2021, var fjallað um Biblíubréfið. Í kjölfarið á sýningu myndarinnar rannsökuðu sérfræðingar Þjóðskjalasafnsins málið og staðfestu að bréfið væri eign íslenska ríkisins sem hafði verið tekin úr opinberu skjalasafni. Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn eigi ríkið heimtingu á að fá biblíubréfið afhent. Var Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, minnt á þetta en hún brást ekki opinberlega við erindinu á sínum tíma. Hæpið að bréfið sé stolið Í afsvarsbréfi greifans til sýningahaldara NORDIA er ekki sagt berum orðum að hann þori ekki að senda bréfið til Íslands. Grunar þá hins vegar að ástæðan sé sú að hann sé óttasleginn um að tapa bréfinu, það er að íslensk yfirvöld haldleggi það. Biblíubréfið inniheldur 23 einstök þjónustufrímerki og er 200 milljón króna virði. „Okkur grunar að ástæðan sé heimildarmyndin þar sem ýjað er að því, með mjög hæpinni röksemdafærslu, að bréfinu hafi verið stolið,“ segir Gísli Geir. „Hluti af bréfinu er á safni. Ef því á að vera stolið hvers vegna var helmingurinn skilinn eftir.“ Garðabær Svíþjóð Söfn Tengdar fréttir 200 milljón króna bréf til sýnis í Garðabænum Hið svokallaða Biblíubréf frá árinu 1876 verður til sýnis á NORDIA 2018 safnarasýningunni sem stendur yfir 8. til 10. júní, en bréfið er metið á 200 milljónir króna. Öflug öryggisgæsla verður á svæðinu allan sólarhringinn yfir helgina. 8. júní 2018 06:00 Hundraða milljóna króna frímerkjasafn til sýnis 600 milljón króna frímerkjasafn og gríðarlega verðmætt safn af peningaseðlum er meðal þess sem verður til sýnis á Stóru safnarasýningunni NORDIA 2023. Vísir leit við í Ásgarði í dag þar sem verið var að setja upp sýninguna. 1. júní 2023 20:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Við föluðumst eftir að fá bréfið en hann vildi ekki senda það til Íslands að svo stöddu,“ segir Gísli Geir Harðarson, frímerkja og myntkaupmaður og formaður sýningarnefndar NORDIA 2023. Það er samnorræn safnarasýning sem að þessu sinni er haldin í Ásgarði í Garðabæ fram á sunnudag. Eigandi hins svokallaða Biblíubréfs er sænski greifinn Douglas Storckenfeldt, sem er stórtækur frímerkjasafnari. „Hann á flottasta íslenska safnið í heiminum í dag,“ segir Gísli Geir. „Í tilefni af 150 ára afmæli íslenska frímerkisins langaði okkur að fá bréfið.“ 200 milljóna króna virði Biblíubréfið, sem er frá árinu 1874, er með verðmætustu frímerktu skjölum í heimi því á því eru 23 einstök þjónustufrímerki, þau fyrstu á Íslandi. Þjónustufrímerki voru merki sem eingöngu voru til nota hjá opinberum aðilum. Að sögn Gísla Geirs er uppreiknað verð bréfsins 200 milljónir króna, miðað við síðustu þekktu sölu fyrir um 40 árum síðan. Greifinn sendi bréfið hingað til lands árið 2018 þegar NORDIA fór síðast hér fram, ásamt öðrum íslenskum merkjum sínum. Öryggisgæsla var þá mikil og Securitas vörður vaktaði bréfið. Íslendingar ættu heimtingu á bréfinu Árni Thorsteinsson, landfógeti, sendi bréfið til Þorsteins Jónssonar, sýslumanns í Árnessýslu, og fyrst um sinn var það varðveitt í hans skjalasafni. Heitið á bréfinu vísar til þess að það fannst innan í biblíu. Bréfið hefur verið skorið í tvennt og helmingurinn var seldur úr landi árið 1973. Íslendingar eiga heimtingu á einu verðmætasta frímerkta skjali heims - Vísir (visir.is) Í heimildarmyndinni Leyndarmálið, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu árið 2021, var fjallað um Biblíubréfið. Í kjölfarið á sýningu myndarinnar rannsökuðu sérfræðingar Þjóðskjalasafnsins málið og staðfestu að bréfið væri eign íslenska ríkisins sem hafði verið tekin úr opinberu skjalasafni. Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn eigi ríkið heimtingu á að fá biblíubréfið afhent. Var Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, minnt á þetta en hún brást ekki opinberlega við erindinu á sínum tíma. Hæpið að bréfið sé stolið Í afsvarsbréfi greifans til sýningahaldara NORDIA er ekki sagt berum orðum að hann þori ekki að senda bréfið til Íslands. Grunar þá hins vegar að ástæðan sé sú að hann sé óttasleginn um að tapa bréfinu, það er að íslensk yfirvöld haldleggi það. Biblíubréfið inniheldur 23 einstök þjónustufrímerki og er 200 milljón króna virði. „Okkur grunar að ástæðan sé heimildarmyndin þar sem ýjað er að því, með mjög hæpinni röksemdafærslu, að bréfinu hafi verið stolið,“ segir Gísli Geir. „Hluti af bréfinu er á safni. Ef því á að vera stolið hvers vegna var helmingurinn skilinn eftir.“
Garðabær Svíþjóð Söfn Tengdar fréttir 200 milljón króna bréf til sýnis í Garðabænum Hið svokallaða Biblíubréf frá árinu 1876 verður til sýnis á NORDIA 2018 safnarasýningunni sem stendur yfir 8. til 10. júní, en bréfið er metið á 200 milljónir króna. Öflug öryggisgæsla verður á svæðinu allan sólarhringinn yfir helgina. 8. júní 2018 06:00 Hundraða milljóna króna frímerkjasafn til sýnis 600 milljón króna frímerkjasafn og gríðarlega verðmætt safn af peningaseðlum er meðal þess sem verður til sýnis á Stóru safnarasýningunni NORDIA 2023. Vísir leit við í Ásgarði í dag þar sem verið var að setja upp sýninguna. 1. júní 2023 20:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
200 milljón króna bréf til sýnis í Garðabænum Hið svokallaða Biblíubréf frá árinu 1876 verður til sýnis á NORDIA 2018 safnarasýningunni sem stendur yfir 8. til 10. júní, en bréfið er metið á 200 milljónir króna. Öflug öryggisgæsla verður á svæðinu allan sólarhringinn yfir helgina. 8. júní 2018 06:00
Hundraða milljóna króna frímerkjasafn til sýnis 600 milljón króna frímerkjasafn og gríðarlega verðmætt safn af peningaseðlum er meðal þess sem verður til sýnis á Stóru safnarasýningunni NORDIA 2023. Vísir leit við í Ásgarði í dag þar sem verið var að setja upp sýninguna. 1. júní 2023 20:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent