„Gjörsamlega misboðið“ hvernig fólk er haft að fíflum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júní 2023 22:50 Myndbandið vakti hörð viðbrögð hjá mörgum og þar á meðal Ingu Sæland, þingmanni og formanni Flokks fólksins. vísir/vilhelm/skjáskot Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, er „gjörsamlega misboðið“ vegna myndbands sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl. Hún segir fólk haft að fíflum með fyrirkomulaginu. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð. Í Facebook-færslu segir Inga að miklar líkur séu á að margir munu snúa frá því að flokka héðan af. „Lang flest okkar höfum tekið því grafalvarlega og vandað okkur við að flokka rétt. En nú er það að koma í ljós að við erum talin svo grunnhygginn að það hafi þurft að æfa okkur i áraraðir í að flokka sorp áður en innviðirnir eru tilbúnir til að taka á móti því og virða verkin sem við erum að vinna,“ segir hún. Tjónið af þessum stjórnarháttum segir hún mikið: „Ef einhver heldur að það sé hvetjand í umhverfisvernd að koma svona aftan að okkur þá feil-reiknar sá hinn sami sig all verulega. Því miður eru miklar líkur á að margir munu snúa frá sjálfboðavinnu sinni í flokkun sorps fyrir Sorpu. Enn á ný eru vanhæfir stjórnendur að vinna ómetanlegt tjón á samfélaginu, það er ekki flóknara en það.“ Í kvöldfréttum var rætt við Jón Þóri Frantzon, forstjóra Íslenska gámafélagsins, sem sagði að á myndbandinu sjáist verkferlar sem unnið hafi verið eftir undanfarin tíu ár. „Þetta er síðasta losun sem er á þessan hátt. Í næstu losun verður þetta tekið í sitthvort hólfið,“ segir Jón Þórir. Ekki hafi verið um að ræða almennt rusl sem hafi verið losað með pappa, heldur plast sem sé síðar aðgreint á færibandi í flokkunarstöð. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan, þegar 2:15 eru búnar af fréttinni: Sorphirða Umhverfismál Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð. Í Facebook-færslu segir Inga að miklar líkur séu á að margir munu snúa frá því að flokka héðan af. „Lang flest okkar höfum tekið því grafalvarlega og vandað okkur við að flokka rétt. En nú er það að koma í ljós að við erum talin svo grunnhygginn að það hafi þurft að æfa okkur i áraraðir í að flokka sorp áður en innviðirnir eru tilbúnir til að taka á móti því og virða verkin sem við erum að vinna,“ segir hún. Tjónið af þessum stjórnarháttum segir hún mikið: „Ef einhver heldur að það sé hvetjand í umhverfisvernd að koma svona aftan að okkur þá feil-reiknar sá hinn sami sig all verulega. Því miður eru miklar líkur á að margir munu snúa frá sjálfboðavinnu sinni í flokkun sorps fyrir Sorpu. Enn á ný eru vanhæfir stjórnendur að vinna ómetanlegt tjón á samfélaginu, það er ekki flóknara en það.“ Í kvöldfréttum var rætt við Jón Þóri Frantzon, forstjóra Íslenska gámafélagsins, sem sagði að á myndbandinu sjáist verkferlar sem unnið hafi verið eftir undanfarin tíu ár. „Þetta er síðasta losun sem er á þessan hátt. Í næstu losun verður þetta tekið í sitthvort hólfið,“ segir Jón Þórir. Ekki hafi verið um að ræða almennt rusl sem hafi verið losað með pappa, heldur plast sem sé síðar aðgreint á færibandi í flokkunarstöð. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan, þegar 2:15 eru búnar af fréttinni:
Sorphirða Umhverfismál Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira